Sólin Sólin Rís 05:47 • sest 21:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:52 • Sest 06:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:29 • Síðdegis: 14:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:11 • Síðdegis: 20:41 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi.

Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa vatn af þökum og götum til að fyrirbyggja eigna- eða umhverfisröskun. Eiginleikar og örlög snjóbráðar verða rannsakaðar í hverfinu Urriðaholti í Garðabæ sem var hannað frá grunni með sjálfbærni að leiðarsljósi. Lagt hefur verið mat á nauðsynlega innviði og þekkingu til að tryggja sem besta innleiðingu blágrænna lausna.

Rannsóknir Hrundar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi.

Síðustu ár hefur Hrund beint sjónum sínum að loftgæðum í Reykjavík. Hún rannsakar efnasamsetningu fíns svifryks og styrkleika sóts í borgarumhverfinu. Sót eru fínar agnir í útblæstri bíla og valda neikvæðum heilsuáhrifum eins og til dæmis krabbameini. Einnig leggur Hrund mat á ferla sem stuðla að því að uppsafnað ryk vegna gatna-, dekkja- og bremsuborðaslits losni í andrúmsloft, þar sem það getur valdið heilsutjóni.

Með vettvangsrannsóknum og þrívíðri líkangerð af Lagarfljóti, hefur Hrund dregið fram eðlisfræðilega sérstöðu djúpra stöðuvatna við norðurheimskaut. Sambland af sterkum vindi, lágum lofthita og jökulárinnrennslis stuðlar að miklum hræringum og lóðréttri blöndun. Þannig verður til veik lagskipting á sumrin og undir yfirborðinu ferðast stórar, hægfara Kelvin-bylgjur rangsælis meðfram ströndinni.

Hrund lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990 og CS-gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Hún lauk doktorsgráðu í umhverfisverkfræði frá Massachussetts Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 2000. Doktorsverkefni Hrundar fjallaði um hlutverk votlenda að miðla vatnsmengun í Woburn. Vatnasviðið varð frægt þegar fjölskyldur drógu iðnfyrirtæki fyrir rétt vegna hárrar tíðni hvítblæðis. Málaferlin, rakin í bókinni A Civil Action, og samnefndri bíómynd með John Travolta, sýna hversu erfið sönnunarbyrði getur verið í umhverfismálum.

Hrund starfaði áður sem rekstrarráðgjafi hjá Mars & Co í Bandaríkjunum. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, og er formaður Vatns- og fráveitufélags Íslands og skipulagsnefndar Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Gunnar Sverrisson.

Útgáfudagur

19.3.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 19. mars 2018. Sótt 17. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75490.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75490

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 19. mar. 2018. Vefsíða. 17. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75490>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Hrund Ólöf Andradóttir rannsakað?

Hrund Ólöf Andradóttir er prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi.

Hrund hefur rannsakað virkni blágrænna ofanvatnslausna, eins og settjarna og gróðurþaka, sem miðla og hreinsa vatn af þökum og götum til að fyrirbyggja eigna- eða umhverfisröskun. Eiginleikar og örlög snjóbráðar verða rannsakaðar í hverfinu Urriðaholti í Garðabæ sem var hannað frá grunni með sjálfbærni að leiðarsljósi. Lagt hefur verið mat á nauðsynlega innviði og þekkingu til að tryggja sem besta innleiðingu blágrænna lausna.

Rannsóknir Hrundar snúa að eðlisfræðilegum ferlum sem stuðla að dreifingu og örlögum efna í lofti og legi.

Síðustu ár hefur Hrund beint sjónum sínum að loftgæðum í Reykjavík. Hún rannsakar efnasamsetningu fíns svifryks og styrkleika sóts í borgarumhverfinu. Sót eru fínar agnir í útblæstri bíla og valda neikvæðum heilsuáhrifum eins og til dæmis krabbameini. Einnig leggur Hrund mat á ferla sem stuðla að því að uppsafnað ryk vegna gatna-, dekkja- og bremsuborðaslits losni í andrúmsloft, þar sem það getur valdið heilsutjóni.

Með vettvangsrannsóknum og þrívíðri líkangerð af Lagarfljóti, hefur Hrund dregið fram eðlisfræðilega sérstöðu djúpra stöðuvatna við norðurheimskaut. Sambland af sterkum vindi, lágum lofthita og jökulárinnrennslis stuðlar að miklum hræringum og lóðréttri blöndun. Þannig verður til veik lagskipting á sumrin og undir yfirborðinu ferðast stórar, hægfara Kelvin-bylgjur rangsælis meðfram ströndinni.

Hrund lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1990 og CS-gráðu í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1994. Hún lauk doktorsgráðu í umhverfisverkfræði frá Massachussetts Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 2000. Doktorsverkefni Hrundar fjallaði um hlutverk votlenda að miðla vatnsmengun í Woburn. Vatnasviðið varð frægt þegar fjölskyldur drógu iðnfyrirtæki fyrir rétt vegna hárrar tíðni hvítblæðis. Málaferlin, rakin í bókinni A Civil Action, og samnefndri bíómynd með John Travolta, sýna hversu erfið sönnunarbyrði getur verið í umhverfismálum.

Hrund starfaði áður sem rekstrarráðgjafi hjá Mars & Co í Bandaríkjunum. Hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa, og er formaður Vatns- og fráveitufélags Íslands og skipulagsnefndar Háskóla Íslands.

Mynd:
  • © Gunnar Sverrisson.

...