Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?

Jón Ásgeir Sigurvinsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama?

Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurningu vegna þess að hebresku ritningarnar, það er Gamla testamentið, geyma fleiri en eina hugmynd um það landsvæði sem Guð ætlaði hebresku ættbálkunum, eða, með öðrum orðum, hið fyrirheitna land.

Hægt er að tala um tvær meginhugmyndir um fyrirheitna landið samkvæmt Mósebókum, hugmyndir sem eru afar mismunandi að stærð og legu, en hvorug þeirra er fyllilega samsvarandi núverandi Ísrael-Palestínu eða Palestínu, stjórnarumdæmi Breta 1920-1948. Málið er þó enn flóknara en svo því í raun eru vísbendingar um fleiri hugmyndir eða afbrigði þar af, til dæmis á grundvelli þeirra svæða sem hverjum ættbálki er úthlutað en vísbendingar um fleiri en eina hefð þar að lútandi er að finna í textunum. Þannig fá ættbálkarnir Rúben og Gað úthlutað landi austan Jórdanár samkvæmt Jós 13-19 en samkvæmt 4. Mós 34.1-12 myndar Jórdan austurmæri fyrirheitna landsins. Það er því margvíslegt ósamræmi að finna í textum Gamla testamentisins um mörk hins fyrirheitna lands Ísraelsmanna.

Í meginatriðum má þó tala um eftirfarandi tvær hugmyndir (1) og (2) sem eiga uppruna sinn í tveim gjörólíkum sögnum um uppruna Ísraelsþjóðarinnar, sögnum sem voru upphaflega sjálfstæðar en voru seinna sameinaðar í eina samhangandi frásögn. Til samanburðar við þessar hugmyndir, sem meirihluti fræðimanna er sammála um að megi skilgreina sem pólitískar draumsýnir frá seinni hluta 7. aldar f.Kr.,[1] má síðan nefna þriðju hugmyndina um landið, sem Ísraelsmönnum tilheyrði, en hún kemur sjö sinnum fram í textum Gamla testramentisins sem orðasambandið „frá Dan til Beerseba“. Andstætt áðurnefndum hugmyndum gefur þessi lýsing raunsanna mynd af því svæði sem konungsríkin Ísrael og Júda náðu yfir en af þeim tveimur var norðurríkið Ísrael miklu mun stærra, öflugra og þróaðra þær aldir sem það stóð (frá um það bil miðri 10. öld f.Kr. til 722 f.Kr.).

1. Ísrael ≈ egypska skattlandið „Austurlönd nær“

Fyrri hugmyndin er sú sem kemur fram í 1Mós 15.18 þegar Guð heitir Abraham því að gefa niðjum hans landið frá „Egyptalandsfljóti“ til fljótsins Efrat. Þessi upprunasögn er að öllu leyti friðsamleg og segir frá ferðalagi Abrams (seinna Abrahams) og fjölskyldu hans frá Úr í Kaldeu (Babýloníu) til Kanaanslands. Fjölmörg atriði í þessari sögu benda til þess að hún sé að mestu leyti samin á 7. og 6. öld f.Kr. Sú – að mínu mati trúverðuga – tilgáta hefur verið sett fram, að Abrahamssagan hafi tekið á sig lokamynd á árunum 539-520 f.Kr. og verið sett fram í þeim tilgangi að hvetja þá Júdamenn eða afkomendur þeirra, sem fluttir höfðu verið í útlegð til Babýlon 586 f.Kr., til þess að snúa aftur til Júda í þeim tilgangi að uppfylla skyldur sínar: að byggja upp nýtt samfélag í landinu sem Guð hafði heitið forfeðrum þeirra og -mæðrum.[2] Þessu lokastigi sagnamyndunarinnar tilheyrir sá hluti sögunnar að Abraham komi frá Úr í Kaldeu.

Um það bil það svæði sem fyrirheitna landið náði yfir skv. 1. Mós 15.18. Áætlað flatarmál er um 172 þúsund ferkílómetrar.

Sá hluti sögunnar, sem tiltekur umfang hins fyrirheitna lands, gæti hins vegar átt uppruna sinna á seinni hluta 7. aldar f.Kr., í stjórnartíð Jósía, konungs í Jerúsalem, þó svo að útilokað sé að staðhæfa það með vissu. Á þeim tíma var farið að halla undan fæti hjá assýríska heimsveldinu, og allt svæðið vestan Efrat, sem hafði tilheyrt arameísku konungsríkjunum og Assýríumenn höfðu lagt undir sig er heitið Abraham samkvæmt Gen 15.18, auk Sínaí-skagans, nokkuð sem líta má á sem ögrun, bæði við Assýríumenn og Egypta. Einnig hefur verið bent á að í þessari mynd komi fram hugmyndafræðileg upphafning Ísraels og ósk um að Ísrael teljist vera 3. stórveldið við hlið Egyptalands og Assýríu.[3] Þannig lýsir fyrirheitið í raun pólitískum aðstæðum við lok 7. aldar. Það er reyndar umdeilt hvort „Egyptalandsfljót“ eigi í þessu tilfelli við Níl eða ána sem í dag kallast Wadi Al-῾Arīsh, um það bil 50 km fyrir sunnan landamærin að Gaza, en sú tilgáta hefur verið sett fram að líklega sé átt við Níl og byggi þá þessi hugmynd á því stjórnarsvæði, sem Egyptar réðu yfir á árunum 609-605 f.Kr. og kölluðu „Austurlönd nær“, en Níl myndaði einmitt suðurmæri þess.[4] Einnig hefur verið bent á að landsvæðið frá Efrat að Wadi Al-῾Arīsh samsvari því landsvæði sem í akkadískum heimildum er kallað Amurru, „vesturland“, en í Nýbabýlonska ríkinu eber nāri, „handan fljótsins“.[5]

2. Ísrael ≈ egypska skattlandið Kanaan

Seinni hugmyndin byggir á því landi sem Guð Ísraelsmanna hét þeim samkvæmt 4. Mós 34.1-12. Þar er lýst svæði sem nær frá Negev-eyðimörkinni í suðri norður svo að nær yfir suðurhluta Sýrlands og hálft Líbanon. Miðjarðarhafið er nefnt sem vesturmörkin, áin Jórdan landamærin til austurs. Í textanum er talað um „Kanaan skv. núverandi landamærum“ og er þar líklega átt við egypska skattlandið Kanaan eins og það var á seinni helmingi annars árþúsunds f.Kr. en þó með landamærum 7. aldar f.Kr. Þessi athugasemd, „skv. núverandi landamærum,“ gefur vísbendingu um ritunartíma textans.

Faraóarnir Psammetich I. og Necho II. gerðu tilkall til þessa svæðis á 7. öld f.Kr. og ögruðu þannig assýríska heimsveldinu. Það er því líklegt að lýsing 4. Mósebókar eigi við þá skilgreiningu á Kanaan sem var uppi á 7. öld. Landamæri þess lágu frá syðri enda Dauðahafsins í boga að „Egyptalandsfljóti“ sem í þessu tilfelli á vafalaust við ána á landamærum Egyptalands og Kanaans sem í dag kallast Wadi Al-῾Arīsh, um það bil 50 km. fyrir sunnan landamærin að Gaza. Eystri mærin fylgdu síðan Jórdaná að Genesaret-vatni, lágu síðan í stórum boga austur inn í sýrlensku eyðimörkina, austur fyrir bæinn Saleka (í dag Salkhad), norður fyrir Damaskus og vestur, yfir Lebo-Hamat (í dag Hama, rétt norðan við Homs) að Hór-fjalli við Miðjarðarhafsströndina. Þetta þýðir að syðsti hluti Sýrlands, þar á meðal Damaskus, og stór hluti Líbanonsríkis nútímans féllu undir þetta svæði. Hér er í raun í meginatriðum um að ræða egypska stjórnarumdæmið Kanaan eins og það var ákvarðað í samningi Egypta og Hetíta eftir orrustuna við Qadesh um það bil 1285 f. Kr.

Fyrirheitna landið skv. 4. Mós 34.1-12 náði um það bil yfir rauðlitaða svæðið á þessu korti. Áætlað flatarmál þessa svæðis er rúmlega 46 þúsund ferkílómetrar.

Þessi texti lýsir að öllum líkindum þeim metnaði Jósía Júdakonungs (639-609 f. Kr.) að ná undir ríki sitt þeim landsvæðum sem áður tilheyrðu Norðurríkinu Ísreal, og þar til viðbótar landsvæðið norður af Ísrael sem heyrði til skattlandinu Kanaan. Samkvæmt frásögnunum, sem verða til við hirðina og musterið í Jerúsalem í stjórnartíð Jósía, er þetta landið sem Guð hét Móse við komuna heim og aðeins Davíð konungur náði fullum yfirráðum yfir, samkvæmt frásögn 2. Sam. Samkvæmt Jósúabók náðu hebresku ættbálkarnir hins vegar aldrei valdi yfir svæðinu norðan Gólanhæða nútímans, það er Sýrlandi, ekki yfir Filisteu (Gaza-ströndin, mun stærri en í dag), né fjölmörgum öðrum svæðum innan Kanaan, þar sem fyrir voru öflug borgríki. Ástæðan var sú að ættbálkarnir (fyrst og fremst ættbálkar norðurríkisins) gerðu „það sem illt var í augum Drottins“, samkvæmt textunum. Nú, hins vegar, var loks kominn frómur og hreintrúaður konungur, Jósía, sem yrði þess megnugur að taka til eignar allt landið, sem Jahve hét Móse, til eignar. Tilgangur textanna er þannig bæði guðfræðilegur og pólitískur: í fyrsta lagi að sýna fólkinu fram á að ættbálkarnir hefðu ekki unnið landið af eigin rammleik, heldur væri það gjöf Jahves. Að vera trúr Jahve og musterinu í Jerúsalem væri því frumforsenda þess að halda landinu, svo ekki sé talað um að vinna það aftur. Í öðru lagi vilja textarnir sannfæra norðanmenn, það er þá Ísraelsmenn sem urðu eftir í norðurríkinu eftir að Assýríumenn lögðu það undir sig 722 f.Kr., sem og þá sem flúið höfðu til Júda, um að þjóðirnar tvær, Ísrael og Júda, væru í raun ein þjóð. Tækist þetta yrði auðveldara um vik að fá norðanmenn til að fylkja sér um Jósía sem hinn nýja Davíð, sem unnið gæti til baka fyrirheitna landið. Þar með yrði og líklegra að Jósía gæti uppfyllt pólitískan metnað sinn.[6]

3. Ísrael = Frá Dan til Beersjeba

Í Gamla testamentinu er oft vísað til þess svæðis í heild, sem Ísrael og Júda náðu yfir, með orðasambandinu frá Dan til Beersjeba, það er frá Dan við uppsprettur Jórdanárinnar í norðri, við rætur Hermon-fjalllendisins, um 5 km frá núverandi landamærum Ísraels og Líbanons, til Beerseba í suðri, sem liggur nyrst í Negev-eyðimörkinni. Leiðin þarna á milli er aðeins um 250-300 km löng. Hin landfræðilegu mörk í austri og vestri eru skýrari; í vestri er Miðjarðarhafið en í austri áin Jórdan og Dauða hafið. Breidd svæðisins er aðeins á milli 50 km í norðri til 120 km í suðri.[7] Land Filistea á Miðjarðarhafsströndinni var ávallt undanskilið.

Landsvæðið, sem hér er lýst, er það svæði hvar hebresku ættbálkarnir tóku sér í raun bólfestu samkvæmt frásögn Jósúabókar og samsvarar í grófum dráttum því landi sem almennt er talað um sem Palestínu í nútímanum. Í ferkílómetrum talið hefur það verið á milli 15.000 km2 og 20.000 km2. Ísraelsríki nútímans er hins vegar að því leyti ólíkt þessu svæði að syðri landamæri þess ná frá suðaustur-mærum Gaza allt til Eilat við Rauðahafið í suðri. Að frátöldu Gaza og sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum er Ísrael 20.770 km2.[8]

Af ofansögðu má sjá að lýsingar Biblíutextanna á mörkum fyrirheitna landsins við lok annars árþúsunds f.Kr. eru í hverju tilfelli litaðar af pólitískum aðstæðum á ritunartíma textanna, ekki fyrir seinni hluta 7. aldar f.Kr. Landamæralýsingar „fyrirheitna landsins“ (samanber hugmyndir (1) og (2) hér að ofan) lýsa því frekar huglægri mynd Ísraelsmanna af landinu en veruleikanum á nokkrum tímapunkti mannkynssögunnar.[9]

Tilvísanir:
  1. ^ Vlleneuve, Estelle, „Die Suche nach den Mauern von Jericho: Archeologen auf den Spuren Josuas“ í: Welt und Umwelt der Bibel 3/2008, bls. 15; Finkelstein, Israel, Silberman, Neil A., Keine Posaunen vor Jericho. Die Archaeologische Wahrheit über die Bibel. 42007 München.
  2. ^ Bieberstein, Klaus, „Erfunden und wahr zugleich: Josuas Landnahme? Abrahams Landnahme?“ í: Welt und Umwelt der Bibel 3/2008, bls. 41-45.
  3. ^ Ohler, A., Israel, Volk und Land. Zur Geschichte der wechselseitigen Beziehung zwischen Israel und seinem Land in alttestamentlischer Zeit. Stuttgart 1979, 55.
  4. ^ Knauf, Ernst Axel, „Wo verlaufen die Grenzen des Verheißenen Landes? Israels Land in der Bibel“ í: Welt und Umwelt der Bibel 3/2008, bls. 47.
  5. ^ Vos, J. Cornelis de, „Land“ í: Das Wissenschaftliche Bibellexikon im Internet (www.wibilex.de), 2010 (sótt: 23.05.2019), 2.1.
  6. ^ Sjá Finkelstein, Israel, Silberman, Neil A., Keine Posaunen vor Jericho. Die Archaeologische Wahrheit über die Bibel. 42007 München, bls. 115, 181nn, 304nn.
  7. ^ Lemche, N.P., Det Gamle Israel. Aarhus 1995, 13.
  8. ^ The World Factbook 2018-2019. Washington, DC: Central Intelligence Agency, 2019.
  9. ^ Ohler, A., Israel, Volk und Land. Zur Geschichte der wechselseitigen Beziehung zwischen Israel und seinem Land in alttestamentlischer Zeit. Stuttgart 1979, 57.

Kort: Unnin af ritstjórn Vísindavefsins eftir upplýsingum úr heimildum hér að ofan heimildum með hliðsjón af Aharoni, Y., Der Bibelatlas: die Geschichte des Heiligen Landes 3000 Jahre vor Christus bis 200 Jahre nach Christus. Hamburg 1981, og með kortagrunni Google Earth.

Höfundur

Jón Ásgeir Sigurvinsson

doktor í guðfræði

Útgáfudagur

19.6.2019

Spyrjandi

Erlingur Thorsteinsson

Tilvísun

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75521.

Jón Ásgeir Sigurvinsson. (2019, 19. júní). Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75521

Jón Ásgeir Sigurvinsson. „Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75521>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvert var flatarmál þess lands sem Guð gaf Ísraelsmönnum upphaflega, hvert er það í dag? Hefur það alltaf verið það sama?

Eins og iðulega er tilfellið með einfaldar spurningar, þá er ekki til neitt einfalt svar og það er ekki hægt að gefa eitt svar við þessari spurningu vegna þess að hebresku ritningarnar, það er Gamla testamentið, geyma fleiri en eina hugmynd um það landsvæði sem Guð ætlaði hebresku ættbálkunum, eða, með öðrum orðum, hið fyrirheitna land.

Hægt er að tala um tvær meginhugmyndir um fyrirheitna landið samkvæmt Mósebókum, hugmyndir sem eru afar mismunandi að stærð og legu, en hvorug þeirra er fyllilega samsvarandi núverandi Ísrael-Palestínu eða Palestínu, stjórnarumdæmi Breta 1920-1948. Málið er þó enn flóknara en svo því í raun eru vísbendingar um fleiri hugmyndir eða afbrigði þar af, til dæmis á grundvelli þeirra svæða sem hverjum ættbálki er úthlutað en vísbendingar um fleiri en eina hefð þar að lútandi er að finna í textunum. Þannig fá ættbálkarnir Rúben og Gað úthlutað landi austan Jórdanár samkvæmt Jós 13-19 en samkvæmt 4. Mós 34.1-12 myndar Jórdan austurmæri fyrirheitna landsins. Það er því margvíslegt ósamræmi að finna í textum Gamla testamentisins um mörk hins fyrirheitna lands Ísraelsmanna.

Í meginatriðum má þó tala um eftirfarandi tvær hugmyndir (1) og (2) sem eiga uppruna sinn í tveim gjörólíkum sögnum um uppruna Ísraelsþjóðarinnar, sögnum sem voru upphaflega sjálfstæðar en voru seinna sameinaðar í eina samhangandi frásögn. Til samanburðar við þessar hugmyndir, sem meirihluti fræðimanna er sammála um að megi skilgreina sem pólitískar draumsýnir frá seinni hluta 7. aldar f.Kr.,[1] má síðan nefna þriðju hugmyndina um landið, sem Ísraelsmönnum tilheyrði, en hún kemur sjö sinnum fram í textum Gamla testramentisins sem orðasambandið „frá Dan til Beerseba“. Andstætt áðurnefndum hugmyndum gefur þessi lýsing raunsanna mynd af því svæði sem konungsríkin Ísrael og Júda náðu yfir en af þeim tveimur var norðurríkið Ísrael miklu mun stærra, öflugra og þróaðra þær aldir sem það stóð (frá um það bil miðri 10. öld f.Kr. til 722 f.Kr.).

1. Ísrael ≈ egypska skattlandið „Austurlönd nær“

Fyrri hugmyndin er sú sem kemur fram í 1Mós 15.18 þegar Guð heitir Abraham því að gefa niðjum hans landið frá „Egyptalandsfljóti“ til fljótsins Efrat. Þessi upprunasögn er að öllu leyti friðsamleg og segir frá ferðalagi Abrams (seinna Abrahams) og fjölskyldu hans frá Úr í Kaldeu (Babýloníu) til Kanaanslands. Fjölmörg atriði í þessari sögu benda til þess að hún sé að mestu leyti samin á 7. og 6. öld f.Kr. Sú – að mínu mati trúverðuga – tilgáta hefur verið sett fram, að Abrahamssagan hafi tekið á sig lokamynd á árunum 539-520 f.Kr. og verið sett fram í þeim tilgangi að hvetja þá Júdamenn eða afkomendur þeirra, sem fluttir höfðu verið í útlegð til Babýlon 586 f.Kr., til þess að snúa aftur til Júda í þeim tilgangi að uppfylla skyldur sínar: að byggja upp nýtt samfélag í landinu sem Guð hafði heitið forfeðrum þeirra og -mæðrum.[2] Þessu lokastigi sagnamyndunarinnar tilheyrir sá hluti sögunnar að Abraham komi frá Úr í Kaldeu.

Um það bil það svæði sem fyrirheitna landið náði yfir skv. 1. Mós 15.18. Áætlað flatarmál er um 172 þúsund ferkílómetrar.

Sá hluti sögunnar, sem tiltekur umfang hins fyrirheitna lands, gæti hins vegar átt uppruna sinna á seinni hluta 7. aldar f.Kr., í stjórnartíð Jósía, konungs í Jerúsalem, þó svo að útilokað sé að staðhæfa það með vissu. Á þeim tíma var farið að halla undan fæti hjá assýríska heimsveldinu, og allt svæðið vestan Efrat, sem hafði tilheyrt arameísku konungsríkjunum og Assýríumenn höfðu lagt undir sig er heitið Abraham samkvæmt Gen 15.18, auk Sínaí-skagans, nokkuð sem líta má á sem ögrun, bæði við Assýríumenn og Egypta. Einnig hefur verið bent á að í þessari mynd komi fram hugmyndafræðileg upphafning Ísraels og ósk um að Ísrael teljist vera 3. stórveldið við hlið Egyptalands og Assýríu.[3] Þannig lýsir fyrirheitið í raun pólitískum aðstæðum við lok 7. aldar. Það er reyndar umdeilt hvort „Egyptalandsfljót“ eigi í þessu tilfelli við Níl eða ána sem í dag kallast Wadi Al-῾Arīsh, um það bil 50 km fyrir sunnan landamærin að Gaza, en sú tilgáta hefur verið sett fram að líklega sé átt við Níl og byggi þá þessi hugmynd á því stjórnarsvæði, sem Egyptar réðu yfir á árunum 609-605 f.Kr. og kölluðu „Austurlönd nær“, en Níl myndaði einmitt suðurmæri þess.[4] Einnig hefur verið bent á að landsvæðið frá Efrat að Wadi Al-῾Arīsh samsvari því landsvæði sem í akkadískum heimildum er kallað Amurru, „vesturland“, en í Nýbabýlonska ríkinu eber nāri, „handan fljótsins“.[5]

2. Ísrael ≈ egypska skattlandið Kanaan

Seinni hugmyndin byggir á því landi sem Guð Ísraelsmanna hét þeim samkvæmt 4. Mós 34.1-12. Þar er lýst svæði sem nær frá Negev-eyðimörkinni í suðri norður svo að nær yfir suðurhluta Sýrlands og hálft Líbanon. Miðjarðarhafið er nefnt sem vesturmörkin, áin Jórdan landamærin til austurs. Í textanum er talað um „Kanaan skv. núverandi landamærum“ og er þar líklega átt við egypska skattlandið Kanaan eins og það var á seinni helmingi annars árþúsunds f.Kr. en þó með landamærum 7. aldar f.Kr. Þessi athugasemd, „skv. núverandi landamærum,“ gefur vísbendingu um ritunartíma textans.

Faraóarnir Psammetich I. og Necho II. gerðu tilkall til þessa svæðis á 7. öld f.Kr. og ögruðu þannig assýríska heimsveldinu. Það er því líklegt að lýsing 4. Mósebókar eigi við þá skilgreiningu á Kanaan sem var uppi á 7. öld. Landamæri þess lágu frá syðri enda Dauðahafsins í boga að „Egyptalandsfljóti“ sem í þessu tilfelli á vafalaust við ána á landamærum Egyptalands og Kanaans sem í dag kallast Wadi Al-῾Arīsh, um það bil 50 km. fyrir sunnan landamærin að Gaza. Eystri mærin fylgdu síðan Jórdaná að Genesaret-vatni, lágu síðan í stórum boga austur inn í sýrlensku eyðimörkina, austur fyrir bæinn Saleka (í dag Salkhad), norður fyrir Damaskus og vestur, yfir Lebo-Hamat (í dag Hama, rétt norðan við Homs) að Hór-fjalli við Miðjarðarhafsströndina. Þetta þýðir að syðsti hluti Sýrlands, þar á meðal Damaskus, og stór hluti Líbanonsríkis nútímans féllu undir þetta svæði. Hér er í raun í meginatriðum um að ræða egypska stjórnarumdæmið Kanaan eins og það var ákvarðað í samningi Egypta og Hetíta eftir orrustuna við Qadesh um það bil 1285 f. Kr.

Fyrirheitna landið skv. 4. Mós 34.1-12 náði um það bil yfir rauðlitaða svæðið á þessu korti. Áætlað flatarmál þessa svæðis er rúmlega 46 þúsund ferkílómetrar.

Þessi texti lýsir að öllum líkindum þeim metnaði Jósía Júdakonungs (639-609 f. Kr.) að ná undir ríki sitt þeim landsvæðum sem áður tilheyrðu Norðurríkinu Ísreal, og þar til viðbótar landsvæðið norður af Ísrael sem heyrði til skattlandinu Kanaan. Samkvæmt frásögnunum, sem verða til við hirðina og musterið í Jerúsalem í stjórnartíð Jósía, er þetta landið sem Guð hét Móse við komuna heim og aðeins Davíð konungur náði fullum yfirráðum yfir, samkvæmt frásögn 2. Sam. Samkvæmt Jósúabók náðu hebresku ættbálkarnir hins vegar aldrei valdi yfir svæðinu norðan Gólanhæða nútímans, það er Sýrlandi, ekki yfir Filisteu (Gaza-ströndin, mun stærri en í dag), né fjölmörgum öðrum svæðum innan Kanaan, þar sem fyrir voru öflug borgríki. Ástæðan var sú að ættbálkarnir (fyrst og fremst ættbálkar norðurríkisins) gerðu „það sem illt var í augum Drottins“, samkvæmt textunum. Nú, hins vegar, var loks kominn frómur og hreintrúaður konungur, Jósía, sem yrði þess megnugur að taka til eignar allt landið, sem Jahve hét Móse, til eignar. Tilgangur textanna er þannig bæði guðfræðilegur og pólitískur: í fyrsta lagi að sýna fólkinu fram á að ættbálkarnir hefðu ekki unnið landið af eigin rammleik, heldur væri það gjöf Jahves. Að vera trúr Jahve og musterinu í Jerúsalem væri því frumforsenda þess að halda landinu, svo ekki sé talað um að vinna það aftur. Í öðru lagi vilja textarnir sannfæra norðanmenn, það er þá Ísraelsmenn sem urðu eftir í norðurríkinu eftir að Assýríumenn lögðu það undir sig 722 f.Kr., sem og þá sem flúið höfðu til Júda, um að þjóðirnar tvær, Ísrael og Júda, væru í raun ein þjóð. Tækist þetta yrði auðveldara um vik að fá norðanmenn til að fylkja sér um Jósía sem hinn nýja Davíð, sem unnið gæti til baka fyrirheitna landið. Þar með yrði og líklegra að Jósía gæti uppfyllt pólitískan metnað sinn.[6]

3. Ísrael = Frá Dan til Beersjeba

Í Gamla testamentinu er oft vísað til þess svæðis í heild, sem Ísrael og Júda náðu yfir, með orðasambandinu frá Dan til Beersjeba, það er frá Dan við uppsprettur Jórdanárinnar í norðri, við rætur Hermon-fjalllendisins, um 5 km frá núverandi landamærum Ísraels og Líbanons, til Beerseba í suðri, sem liggur nyrst í Negev-eyðimörkinni. Leiðin þarna á milli er aðeins um 250-300 km löng. Hin landfræðilegu mörk í austri og vestri eru skýrari; í vestri er Miðjarðarhafið en í austri áin Jórdan og Dauða hafið. Breidd svæðisins er aðeins á milli 50 km í norðri til 120 km í suðri.[7] Land Filistea á Miðjarðarhafsströndinni var ávallt undanskilið.

Landsvæðið, sem hér er lýst, er það svæði hvar hebresku ættbálkarnir tóku sér í raun bólfestu samkvæmt frásögn Jósúabókar og samsvarar í grófum dráttum því landi sem almennt er talað um sem Palestínu í nútímanum. Í ferkílómetrum talið hefur það verið á milli 15.000 km2 og 20.000 km2. Ísraelsríki nútímans er hins vegar að því leyti ólíkt þessu svæði að syðri landamæri þess ná frá suðaustur-mærum Gaza allt til Eilat við Rauðahafið í suðri. Að frátöldu Gaza og sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna á Vesturbakkanum er Ísrael 20.770 km2.[8]

Af ofansögðu má sjá að lýsingar Biblíutextanna á mörkum fyrirheitna landsins við lok annars árþúsunds f.Kr. eru í hverju tilfelli litaðar af pólitískum aðstæðum á ritunartíma textanna, ekki fyrir seinni hluta 7. aldar f.Kr. Landamæralýsingar „fyrirheitna landsins“ (samanber hugmyndir (1) og (2) hér að ofan) lýsa því frekar huglægri mynd Ísraelsmanna af landinu en veruleikanum á nokkrum tímapunkti mannkynssögunnar.[9]

Tilvísanir:
  1. ^ Vlleneuve, Estelle, „Die Suche nach den Mauern von Jericho: Archeologen auf den Spuren Josuas“ í: Welt und Umwelt der Bibel 3/2008, bls. 15; Finkelstein, Israel, Silberman, Neil A., Keine Posaunen vor Jericho. Die Archaeologische Wahrheit über die Bibel. 42007 München.
  2. ^ Bieberstein, Klaus, „Erfunden und wahr zugleich: Josuas Landnahme? Abrahams Landnahme?“ í: Welt und Umwelt der Bibel 3/2008, bls. 41-45.
  3. ^ Ohler, A., Israel, Volk und Land. Zur Geschichte der wechselseitigen Beziehung zwischen Israel und seinem Land in alttestamentlischer Zeit. Stuttgart 1979, 55.
  4. ^ Knauf, Ernst Axel, „Wo verlaufen die Grenzen des Verheißenen Landes? Israels Land in der Bibel“ í: Welt und Umwelt der Bibel 3/2008, bls. 47.
  5. ^ Vos, J. Cornelis de, „Land“ í: Das Wissenschaftliche Bibellexikon im Internet (www.wibilex.de), 2010 (sótt: 23.05.2019), 2.1.
  6. ^ Sjá Finkelstein, Israel, Silberman, Neil A., Keine Posaunen vor Jericho. Die Archaeologische Wahrheit über die Bibel. 42007 München, bls. 115, 181nn, 304nn.
  7. ^ Lemche, N.P., Det Gamle Israel. Aarhus 1995, 13.
  8. ^ The World Factbook 2018-2019. Washington, DC: Central Intelligence Agency, 2019.
  9. ^ Ohler, A., Israel, Volk und Land. Zur Geschichte der wechselseitigen Beziehung zwischen Israel und seinem Land in alttestamentlischer Zeit. Stuttgart 1979, 57.

Kort: Unnin af ritstjórn Vísindavefsins eftir upplýsingum úr heimildum hér að ofan heimildum með hliðsjón af Aharoni, Y., Der Bibelatlas: die Geschichte des Heiligen Landes 3000 Jahre vor Christus bis 200 Jahre nach Christus. Hamburg 1981, og með kortagrunni Google Earth.

...