Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild hljóðaði svona:

Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir.

Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróða Danakonungs. Annar Vöttur er nefndur í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sá bjó í Vattarnesi í Reyðarfirði. Sú skýring hefur komið fram að nesið líkist vettlingi en aðrir vísa fremur í þjóðsöguna um Vött og Kolfreyju. Þar stendur að nesið taki nafn af bóndanum Vetti. Þau reru til fiskjar Vöttur, Kolfreyja og fleiri, fiskuðu vel en um það leyti sem menn höfðu fyllt bátana gerði vont veður. Allir náðu landi nema bátar Vattar og Kolfreyju. Kolfreyja var ekki í neinni hættu en aftur á móti Vöttur og þeir ellefu sem með honum voru. Kolfreyja bjargaði þeim öllum tólf. Í björgunarlaun fékk hún frá Vetti þrjá tugi álna af vaðmáli í eina sjóvettlinga. Handstór hefur hún verið. Þegar þau Vöttur hittust næst sagði hún Vetti að efni hefði vantað í alla þumlana og réð hann bót á því.

Vattarnes er í Reyðarfirði.

Vöttur er einnig forliður í nokkrum örnefnum á ýmsum stöðum á landinu. Þegar hefur verið nefnt Vattarnes við Reyðarfjörð en einnig má nefna Vattará í Öræfum, Vattarfjörð og Vattardal í Austur-Barðastrandarsýslu og Vattarfjall í Múlahreppi.

Gatan Vattarás er í Garðabæ. Ekki er að sjá á korti að hún líkist vettlingi né af nærliggjandi götum, sem allar enda á -ás, hvert nafnið er sótt.

Heimildir:
  • Heimskringla. I. Íslenzk fornrit XXVI. Hið íslenzka fornritafélag. 1941:55.
  • Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. IV:188–189.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

12.6.2018

Spyrjandi

María Ingibjörg Gunnbjörnsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2018, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75556.

Guðrún Kvaran. (2018, 12. júní). Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75556

Guðrún Kvaran. „Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2018. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75556>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers konar vöttur er í götunni Vattarás?
Spurningin í heild hljóðaði svona:

Sæl, rakst á götuheitið Vattarás og hef ekki hugmynd um af hverju það er dregið eða hvað það þýðir.

Nafnorðið vöttur merkir ‘hanski, vettlingur’ og þekkist þegar í fornu máli. Það kemur einnig fyrir sem eiginnafn í Ynglinga sögu í Heimskringlu. Það bar Vöttur, einn jarla Fróða Danakonungs. Annar Vöttur er nefndur í Íslenskum þjóðsögum Jóns Árnasonar. Sá bjó í Vattarnesi í Reyðarfirði. Sú skýring hefur komið fram að nesið líkist vettlingi en aðrir vísa fremur í þjóðsöguna um Vött og Kolfreyju. Þar stendur að nesið taki nafn af bóndanum Vetti. Þau reru til fiskjar Vöttur, Kolfreyja og fleiri, fiskuðu vel en um það leyti sem menn höfðu fyllt bátana gerði vont veður. Allir náðu landi nema bátar Vattar og Kolfreyju. Kolfreyja var ekki í neinni hættu en aftur á móti Vöttur og þeir ellefu sem með honum voru. Kolfreyja bjargaði þeim öllum tólf. Í björgunarlaun fékk hún frá Vetti þrjá tugi álna af vaðmáli í eina sjóvettlinga. Handstór hefur hún verið. Þegar þau Vöttur hittust næst sagði hún Vetti að efni hefði vantað í alla þumlana og réð hann bót á því.

Vattarnes er í Reyðarfirði.

Vöttur er einnig forliður í nokkrum örnefnum á ýmsum stöðum á landinu. Þegar hefur verið nefnt Vattarnes við Reyðarfjörð en einnig má nefna Vattará í Öræfum, Vattarfjörð og Vattardal í Austur-Barðastrandarsýslu og Vattarfjall í Múlahreppi.

Gatan Vattarás er í Garðabæ. Ekki er að sjá á korti að hún líkist vettlingi né af nærliggjandi götum, sem allar enda á -ás, hvert nafnið er sótt.

Heimildir:
  • Heimskringla. I. Íslenzk fornrit XXVI. Hið íslenzka fornritafélag. 1941:55.
  • Íslenskar þjóðsögur og ævintýri. Safnað hefur Jón Árnason. IV:188–189.

...