Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Magnús Már Halldórsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hans snúa að reikniritum (e. algorithms) frá fræðilegum sjónarhóli.

Síðari ár hafa rannsóknir Magnúsar beinst sérstaklega að verkröðun í þráðlausum netum. Þráðlausar sendingar trufla óhjákvæmilega önnur samskipti á sömu rás og því er mikilvægt að sendingunum sé raðað þannig niður á rásir og tímahólf að truflanir séu innan þolmarka. Slíkar ákvarðanir hafa lengi þótt erfiðar að greina, en Magnúsi og samstarfsmönnum hans hefur nýlega tekist að sýna fram á að hægt sé að stilla upp einfaldari netalíkani en áður hefur þekkst, sem einfaldar lausn viðfangsefnanna til muna. Þessar niðurstöður leiddu til tvennra verðlauna fyrir bestu greinar á ráðstefnu árið 2017.

Rannsóknir Magnúsar Más Halldórssonar snúa að reikniritum (e. algorithms).

Magnús hefur kennt og stundað rannsóknir við háskóla í Japan, Björgvinarháskóla, ásamt Háskóla Íslands. Magnús er forstöðumaður þekkingarseturs í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) við Háskólann í Reykjavík.

Magnús fæddist árið 1963 og lauk stúdentsprófi frá eðlissviði Menntaskólans við Hamrahlíð 1982. Hann lauk BS-gráðum í stærðfræði og tölvunarfræði frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum árið 1985, og doktorsgráðu frá Rutgers-háskóla í New Jersey árið 1991. Hann hlaut Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs 2001, og fyrstu rannsóknaverðlaun sem veitt voru við Háskólann í Reykjavík, árið 2010.

Mynd:
  • Úr safni MMH.

Útgáfudagur

28.3.2018

Síðast uppfært

30.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2018, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75575.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. mars). Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75575

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2018. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75575>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Magnús Már Halldórsson rannsakað?

Magnús Már Halldórsson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Rannsóknir hans snúa að reikniritum (e. algorithms) frá fræðilegum sjónarhóli.

Síðari ár hafa rannsóknir Magnúsar beinst sérstaklega að verkröðun í þráðlausum netum. Þráðlausar sendingar trufla óhjákvæmilega önnur samskipti á sömu rás og því er mikilvægt að sendingunum sé raðað þannig niður á rásir og tímahólf að truflanir séu innan þolmarka. Slíkar ákvarðanir hafa lengi þótt erfiðar að greina, en Magnúsi og samstarfsmönnum hans hefur nýlega tekist að sýna fram á að hægt sé að stilla upp einfaldari netalíkani en áður hefur þekkst, sem einfaldar lausn viðfangsefnanna til muna. Þessar niðurstöður leiddu til tvennra verðlauna fyrir bestu greinar á ráðstefnu árið 2017.

Rannsóknir Magnúsar Más Halldórssonar snúa að reikniritum (e. algorithms).

Magnús hefur kennt og stundað rannsóknir við háskóla í Japan, Björgvinarháskóla, ásamt Háskóla Íslands. Magnús er forstöðumaður þekkingarseturs í fræðilegri tölvunarfræði (ICE-TCS) við Háskólann í Reykjavík.

Magnús fæddist árið 1963 og lauk stúdentsprófi frá eðlissviði Menntaskólans við Hamrahlíð 1982. Hann lauk BS-gráðum í stærðfræði og tölvunarfræði frá Háskólanum í Oregon í Bandaríkjunum árið 1985, og doktorsgráðu frá Rutgers-háskóla í New Jersey árið 1991. Hann hlaut Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs 2001, og fyrstu rannsóknaverðlaun sem veitt voru við Háskólann í Reykjavík, árið 2010.

Mynd:
  • Úr safni MMH.

...