Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort heitir landið í Mið-Ameríku Kosta Ríka eða Kostaríka á íslensku?

Réttara er að skrifa Kosta Ríka, þó sumar eldri heimildir gefi upp Kostaríka í einu orði. Í 2. útgáfu Stafsetningarorðabókarinnar hefur rithátturinn verið leiðréttur samkvæmt samþykktum starfshóps um ríkjaheiti. Stafsetningin hefur einnig verið uppfærð í Málfarsbankanum og Íðorðabankanum.

Málfarsbankinn, aðgengilegur í gegnum vefsvæðið Málið.is, segir jafnframt:

Kosta Ríka er kvenkynsnafnorð sem í eignarfalli beygist Kosta Ríku. Íbúar landsins nefnast Kosta Ríka-menn (et. Kosta Ríka-maður). Lýsingarorð, dregið af heiti landsins, er kostarískur.

Ávaxtabíll í San José, höfuðborg Kosta Ríku.

Á vefsvæði Árnastofnunar er hægt að finna finna skrá yfir heiti ríkja og íbúa sem æskilegt er að nota í rituðu máli.

Mynd:

Útgáfudagur

4.5.2018

Spyrjandi

Þórir Jónasson

Höfundur

Tilvísun

GrH. „Hvort heitir landið í Mið-Ameríku Kosta Ríka eða Kostaríka á íslensku?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2018. Sótt 24. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=75675.

GrH. (2018, 4. maí). Hvort heitir landið í Mið-Ameríku Kosta Ríka eða Kostaríka á íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75675

GrH. „Hvort heitir landið í Mið-Ameríku Kosta Ríka eða Kostaríka á íslensku?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2018. Vefsíða. 24. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75675>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

1978

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í íslensku umhverfi og matvælum, heildarútsetningu Íslendinga fyrir þungmálmum, áhrifum skipasiglinga á viðkvæmum norðurslóðum og magn plastagna sem sleppa út í hafið kringum landið.