Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna stundað rannsóknir innan fjölskylduhagfræði og rannsóknir sem miða að því að meta virði óáþreifanlegra gæða sem ekki eru til sölu með beinum hætti á markaði, svo sem hjónabands eða þess að vera foreldri.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga.

Tinna Laufey stýrir nú fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni, styrktu af Rannsóknasjóði, um virði þess að losna undan þjáningum sem fylgja heilsubresti. Margvíslegur ávinningur af heilbrigðiskerfum og forvarnarstarfi er nokkuð auðmælanlegur, svo sem aukin vinnugeta fólks sem fær lækningu. Erfiðara er að meta lausn undan þeim þjáningum sem veikindum geta fylgt. Linun þjáninga getur þó verið veigamesti ávinningurinn af meðferðum og mikilvægt að virði þeirra gleymist ekki þegar meta skal hagkvæmni mismunandi meðferða. Aðilar rannsóknarverkefnisins meta það magn af viðbótartekjum sem þyrfti að veita einstaklingi til að hann væri jafn vel settur með tiltekinn sjúkdóm og án hans. Rannsakendur hafa skoðað mjög marga sjúkdóma og heilsufarsstöðu, svo sem þunglyndi, kvíða, gigt, verki, kvef, hjartasjúkdóma, sykursýki, og margt fleira. Þeir eru jafnframt að skoða heilsuhegðun og þætti henni tengda, svo sem misnotkun á áfengi, reykingar og holdafar.

Tinna Laufey er fædd árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1994 og útskrifaðist með B.A.-gráðu í sagnfræði frá HÍ 1996. Tinna lauk doktorsprófi í hagfræði frá Háskólanum í Miami árið 2006. Tinna Laufey var sérfræðingur við National Bureau of Economic Research (NBER) í Bandaríkjunum, 2005–2006. Hún var háskólakennari við Háskólann í Miami frá 2000–2006, Háskóla Íslands frá 2004 og við Háskólann í Reykjavík 2004. Tinna Laufey sat í Háskólaráði frá 2010-2014, varamaður 2008–2010.

Tinna hefur gefið út tvær bækur og fjölda bókakafla og greina í erlendum fagtímaritum. Hún gegndi rannsóknarstöðu (e. visiting scholar) við dönsku stofnunina Det Nationale Analyse- og Forskningsinstitut for Kommuner og Regioner (e. The Danish Institute of Local, Regional and Inter-Governmental Studies) árið 2012 og við Háskólann í Kaliforníu, Santa Barbara (UCSB) skólaárið 2016–17.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

6.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2018, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75756.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 6. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75756

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2018. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75756>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Tinna Laufey Ásgeirsdóttir rannsakað?
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir er prófessor við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Hún stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga. Þar má nefna tengsl heilsu og afdrifa á vinnumarkaði, áhrif efnahagssveiflna á heilsu, heilsuhegðun og aðra þætti svo sem búsetu og svefn. Auk þess hefur Tinna stundað rannsóknir innan fjölskylduhagfræði og rannsóknir sem miða að því að meta virði óáþreifanlegra gæða sem ekki eru til sölu með beinum hætti á markaði, svo sem hjónabands eða þess að vera foreldri.

Tinna Laufey Ásgeirsdóttir stundar margvíslegar rannsóknir sem snúa að hegðun og lífsstíl einstaklinga.

Tinna Laufey stýrir nú fjölþjóðlegu rannsóknarverkefni, styrktu af Rannsóknasjóði, um virði þess að losna undan þjáningum sem fylgja heilsubresti. Margvíslegur ávinningur af heilbrigðiskerfum og forvarnarstarfi er nokkuð auðmælanlegur, svo sem aukin vinnugeta fólks sem fær lækningu. Erfiðara er að meta lausn undan þeim þjáningum sem veikindum geta fylgt. Linun þjáninga getur þó verið veigamesti ávinningurinn af meðferðum og mikilvægt að virði þeirra gleymist ekki þegar meta skal hagkvæmni mismunandi meðferða. Aðilar rannsóknarverkefnisins meta það magn af viðbótartekjum sem þyrfti að veita einstaklingi til að hann væri jafn vel settur með tiltekinn sjúkdóm og án hans. Rannsakendur hafa skoðað mjög marga sjúkdóma og heilsufarsstöðu, svo sem þunglyndi, kvíða, gigt, verki, kvef, hjartasjúkdóma, sykursýki, og margt fleira. Þeir eru jafnframt að skoða heilsuhegðun og þætti henni tengda, svo sem misnotkun á áfengi, reykingar og holdafar.

Tinna Laufey er fædd árið 1975. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð vorið 1994 og útskrifaðist með B.A.-gráðu í sagnfræði frá HÍ 1996. Tinna lauk doktorsprófi í hagfræði frá Háskólanum í Miami árið 2006. Tinna Laufey var sérfræðingur við National Bureau of Economic Research (NBER) í Bandaríkjunum, 2005–2006. Hún var háskólakennari við Háskólann í Miami frá 2000–2006, Háskóla Íslands frá 2004 og við Háskólann í Reykjavík 2004. Tinna Laufey sat í Háskólaráði frá 2010-2014, varamaður 2008–2010.

Tinna hefur gefið út tvær bækur og fjölda bókakafla og greina í erlendum fagtímaritum. Hún gegndi rannsóknarstöðu (e. visiting scholar) við dönsku stofnunina Det Nationale Analyse- og Forskningsinstitut for Kommuner og Regioner (e. The Danish Institute of Local, Regional and Inter-Governmental Studies) árið 2012 og við Háskólann í Kaliforníu, Santa Barbara (UCSB) skólaárið 2016–17.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...