Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?

Geir Þ. Þórarinsson

Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Þannig segir Hippías til að mynda í samræðunni Hippíasi meiri (291D-E) að best af öllu sé að vera auðugur, heilbrigður og njóta virðingar Grikkja, ná hárri elli, hafa heiðrað minningu foreldra sinna og fá að sama skapi veglega útför frá börnum sínum. Þarna lýsir hann líklega nokkuð útbreiddum og algengum hugmyndum Forngrikkja um lífsins gæði. Heilbrigði er vissulega með í upptalningunni en ekki gert að umtalsefni í sjálfu sér. Hér og þar í samræðum Platons ber heilbrigði á góma með þessum hætti án þess þó að um það sé fjallað sérstaklega.

Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Myndin sýnir Platon í Akademíunni.

Í níundu bók Ríkisins (583D) bendir Sókrates á að sjúklingar segi gjarnan að góð heilsa sé öllu öðru ánægjulegri en þeir hafi ekki áttað sig á því fyrr en þeir veiktust. Skömmu síðar (591C) sammælast þó viðmælendur um að þeir sem öðlast hafa skilning viti að dygðin sé heilsunni mikilvægari. En Platon tengir reyndar líka dygðina – nánar tiltekið réttlæti – og hugmyndina um heilbrigði. Í samræðunni Gorgíasi verður nefnilega til sú hugmynd (476A-481A) að ranglæti sé ekki bara skortur á þekkingu heldur einhvers konar sjúkdómur sálarinnar og mein sem þarf að lækna. Refsing fyrir afbrot verður þá að eins konar lækningu afbrotamannsins. En af þessu leiðir væntanlega að réttlætið – sem er andstæða ranglætisins – er einhvers konar sálarheilbrigði. Í fjórðu bók Ríkisins (444C-D) er þessi líking aftur notuð því þar er sagt að réttlæti og ranglæti séu sálinni það sama og heilbrigði og óheilbrigði eru líkamanum. Dygð er þá einhvers konar heilbrigði og gott ástand sálarinnar en löstur er á hinn bóginn einhvers konar sjúkdómur sálarinnar.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

18.4.2012

Spyrjandi

Margrét Héðinsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2012, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60600.

Geir Þ. Þórarinsson. (2012, 18. apríl). Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60600

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2012. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60600>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hafði Platon að segja um heilbrigði?
Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Þannig segir Hippías til að mynda í samræðunni Hippíasi meiri (291D-E) að best af öllu sé að vera auðugur, heilbrigður og njóta virðingar Grikkja, ná hárri elli, hafa heiðrað minningu foreldra sinna og fá að sama skapi veglega útför frá börnum sínum. Þarna lýsir hann líklega nokkuð útbreiddum og algengum hugmyndum Forngrikkja um lífsins gæði. Heilbrigði er vissulega með í upptalningunni en ekki gert að umtalsefni í sjálfu sér. Hér og þar í samræðum Platons ber heilbrigði á góma með þessum hætti án þess þó að um það sé fjallað sérstaklega.

Platon fjallar hvergi í löngu máli um heilbrigði sem slíkt. Það er aðallega nefnt í tengslum við eitthvað annað. Myndin sýnir Platon í Akademíunni.

Í níundu bók Ríkisins (583D) bendir Sókrates á að sjúklingar segi gjarnan að góð heilsa sé öllu öðru ánægjulegri en þeir hafi ekki áttað sig á því fyrr en þeir veiktust. Skömmu síðar (591C) sammælast þó viðmælendur um að þeir sem öðlast hafa skilning viti að dygðin sé heilsunni mikilvægari. En Platon tengir reyndar líka dygðina – nánar tiltekið réttlæti – og hugmyndina um heilbrigði. Í samræðunni Gorgíasi verður nefnilega til sú hugmynd (476A-481A) að ranglæti sé ekki bara skortur á þekkingu heldur einhvers konar sjúkdómur sálarinnar og mein sem þarf að lækna. Refsing fyrir afbrot verður þá að eins konar lækningu afbrotamannsins. En af þessu leiðir væntanlega að réttlætið – sem er andstæða ranglætisins – er einhvers konar sálarheilbrigði. Í fjórðu bók Ríkisins (444C-D) er þessi líking aftur notuð því þar er sagt að réttlæti og ranglæti séu sálinni það sama og heilbrigði og óheilbrigði eru líkamanum. Dygð er þá einhvers konar heilbrigði og gott ástand sálarinnar en löstur er á hinn bóginn einhvers konar sjúkdómur sálarinnar.

Mynd:...