Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:03 • Sest 14:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:54 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:06 • Síðdegis: 22:16 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hverjum er hægt að bjóða birginn?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða?

Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða einhverju, þverskallast við einhvern, veita viðnám’. Uppruni er óviss og ritháttur sömuleiðis. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:97) er flettiorðið byrgin(n) og orðasambandið sagt frá 18. öld. Ásgeir telur upprunann óljósan og óvíst hvort rita skuli orðið með i eða y. Hann segir að giskað hafi verið á að upphafleg mynd orðtaksins sé að bjóða einhverjum byrgin ‘bjóða einhverjum að sækja á virkið’ eða að það væri leitt af orðinu *byrgir ‘hnefi’ eða að um sé að ræða styttingu úr bjóða einhverjum byrginn kost þar sem lýsingarorðið byrginn/birginn merki ‘harður, óvæginn’. Ekki kemur fram hverjir hafi giskað á þessar skýringar. * merkir að engin dæmi hafi fundist um orðið byrgir í þessari mynd.

Upphafleg mynd orðtaksins að bjóða einhverjum byrgin gæti verið að ‘bjóða einhverjum að sækja á virkið’. Teikningin er eftir Edward Mason af árásinni á Sackville-virkið árið 1779 í Bandaríska frelsisstríðinu.

Jón G. Friðjónsson dregur saman helstu skýringartilgátur í bókinni Mergur málsins (2006:125). Þar má sjá að byrgi ‘vígi’ kemur fram í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:77). Ágiskunin ‘hnefi’ er úr bók Halldórs Halldórssonar Íslenzk orðtök (1954:145) og eignar hann hana Birni Bjarnasyni frá Viðfirði. Þá nefnir Jón þá skýringu Finns Jónssonar að birgin(n) sé nafnorð með greini (hk.ft. eða kk.et.) dregið af lýsingarorðinu birgur og að undanskilið sé þá eitthvert nafnorð. Halldór nefndi þessa skýringu Finns líka en taldi ógerlegt að giska á hvað orð hafi fallið brott. Ekki kemst ég lengra í ágiskun en þessir mætu menn.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1954. Íslenzk orðtök. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. 2. útg. Mál og menning, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

25.7.2018

Spyrjandi

Gylfi Bergmann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hverjum er hægt að bjóða birginn?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2018. Sótt 9. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=75779.

Guðrún Kvaran. (2018, 25. júlí). Hverjum er hægt að bjóða birginn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75779

Guðrún Kvaran. „Hverjum er hægt að bjóða birginn?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2018. Vefsíða. 9. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75779>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hverjum er hægt að bjóða birginn?
Spurningin í heild sinni hljómaði svona:

Ef maður bíður einhverjum birginn,(sem ég held að þýði að standa í hárinu á einhverjum, sem vekur svo aftur upp spurninguna hvaða hári?) hvaða birg er maður þá að bjóða?

Orðasambandið að bjóða einhverjum byrginn/birginn merkir að ‘standa fast á sínu gegn einhverjum eða einhverju, þverskallast við einhvern, veita viðnám’. Uppruni er óviss og ritháttur sömuleiðis. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:97) er flettiorðið byrgin(n) og orðasambandið sagt frá 18. öld. Ásgeir telur upprunann óljósan og óvíst hvort rita skuli orðið með i eða y. Hann segir að giskað hafi verið á að upphafleg mynd orðtaksins sé að bjóða einhverjum byrgin ‘bjóða einhverjum að sækja á virkið’ eða að það væri leitt af orðinu *byrgir ‘hnefi’ eða að um sé að ræða styttingu úr bjóða einhverjum byrginn kost þar sem lýsingarorðið byrginn/birginn merki ‘harður, óvæginn’. Ekki kemur fram hverjir hafi giskað á þessar skýringar. * merkir að engin dæmi hafi fundist um orðið byrgir í þessari mynd.

Upphafleg mynd orðtaksins að bjóða einhverjum byrgin gæti verið að ‘bjóða einhverjum að sækja á virkið’. Teikningin er eftir Edward Mason af árásinni á Sackville-virkið árið 1779 í Bandaríska frelsisstríðinu.

Jón G. Friðjónsson dregur saman helstu skýringartilgátur í bókinni Mergur málsins (2006:125). Þar má sjá að byrgi ‘vígi’ kemur fram í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal (1920–1924:77). Ágiskunin ‘hnefi’ er úr bók Halldórs Halldórssonar Íslenzk orðtök (1954:145) og eignar hann hana Birni Bjarnasyni frá Viðfirði. Þá nefnir Jón þá skýringu Finns Jónssonar að birgin(n) sé nafnorð með greini (hk.ft. eða kk.et.) dregið af lýsingarorðinu birgur og að undanskilið sé þá eitthvert nafnorð. Halldór nefndi þessa skýringu Finns líka en taldi ógerlegt að giska á hvað orð hafi fallið brott. Ekki kemst ég lengra í ágiskun en þessir mætu menn.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1954. Íslenzk orðtök. Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. 2. útg. Mál og menning, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. 1920–1924. Íslensk-dönsk orðabók. Reykjavík.

Mynd:...