Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði.

Rannsóknir Jóns Atla hafa einkum beinst að þróun aðferða við úrvinnslu fjarkönnunargagna, eða stafrænna myndgagna sem fengin eru með skynjurum frá flugvélum eða gervitunglum. Rannsóknirnar hafa meðal annars snúist um að þróa aðferðir til að flokka myndefnið í mismunandi yfirborðsgerðir til að draga fram mikilvægar upplýsingar úr myndefninu.

Rannsóknir Jóns Atla Benediktssonar hafa einkum beinst að þróun aðferða við úrvinnslu fjarkönnunargagna, eða stafrænna myndgagna sem fengin eru með skynjurum frá flugvélum eða gervitunglum.

Fjarkönnunargögn hafa með tímanum orðið mjög umfangsmikil og oft flókin í úrvinnslu. Á síðustu árum hafa komið fram fjarkönnunarnemar sem safna gögnum samtímis á hundruðum bylgjulengdarbanda. Dæmi um slík gögn eru myndir sem teknar eru samtímis á 224 mismunandi bylgjulengdarböndum á sýnilegu, nær- og miðinnrauðu sviði. Sagt er að slík gögn hafi mikla rófupplausn. Einnig eru komnir fram skynjarar sem hafa mjög mikla rúmupplausn, með þeim má greina auðveldlega með berum augum hluti sem eru á yfirborði jarðar. Jón Atli og samstarfsfólk hafa þróað árangursríkar aðferðir sem vakið hafa mikla athygli og beinast að því að greina róf- og rúmupplýsingar fjarkönnunarmyndanna saman. Þessar aðferðir hafa meðal annars byggst á stærðfræðilegri formsíun (e. mathematical morphology) og vélrænu námi. Gagnamagnið við vinnsluna getur orðið mikið og því þarf að þróa aðferðir sem einfalda úrvinnslu á myndefninu.

Jón Atli og samstarfsfólk hafa meðal annars þróað aðferðir til að flokka fjarkönnunarmyndir í mismunandi yfirborðsgerðir til að draga fram mikilvægar upplýsingar úr myndefninu. Á þessari mynd hefur slíkum aðferðum verið beitt á fjarkönnunarmyndir af eldfjallinu Heklu.

Jón Atli hefur verið virkur í nýsköpun og stofnaði meðal annars með Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og fleirum sprotafyrirtækið Oxymap. Þar hefur verið unnið að þróun greiningartækis sem mælir súrefnismettun í augnbotnum til að auðvelda greiningu á ýmiss konar sjúkdómum sem valda blindu, svo sem gláku, sykursýki og hrörnun í augnbotnum.

Jón Atli er höfundur einnar fræðibókar og yfir 400 ritrýndra fræðigreina, það er tímaritsgreina, ráðstefnugreina og bókarkafla. Þá hefur Jón Atli fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir rannsóknir. Hann er heiðursfélagi (Fellow) hjá tveimur alþjóðlegum fagfélögum: IEEE (2004) og SPIE (2013). Nefna má að Jón Atli var á árunum 2003-2008 aðalritstjóri ISI-fræðitímaritsins IEEE Transactions on Geoscience and Remote Sensing. Hann hefur setið í ritstjórnum margra alþjóðlegra fræðirita. Jón Atli var forseti IEEE Geoscience and Remote Sensing Society á árunum 2011 og 2012.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni JAB.

Útgáfudagur

19.5.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2018. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75803.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. maí). Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75803

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2018. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75803>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Atli Benediktsson rannsakað?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands og prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, hefur helgað sig rannsóknum í fjarkönnun, mynsturgreiningu (e. pattern recognition), vélrænu námi (e. machine learning), stafrænni myndvinnslu, gagnabræðslu (e. data fusion) og lífverkfræði.

Rannsóknir Jóns Atla hafa einkum beinst að þróun aðferða við úrvinnslu fjarkönnunargagna, eða stafrænna myndgagna sem fengin eru með skynjurum frá flugvélum eða gervitunglum. Rannsóknirnar hafa meðal annars snúist um að þróa aðferðir til að flokka myndefnið í mismunandi yfirborðsgerðir til að draga fram mikilvægar upplýsingar úr myndefninu.

Rannsóknir Jóns Atla Benediktssonar hafa einkum beinst að þróun aðferða við úrvinnslu fjarkönnunargagna, eða stafrænna myndgagna sem fengin eru með skynjurum frá flugvélum eða gervitunglum.

Fjarkönnunargögn hafa með tímanum orðið mjög umfangsmikil og oft flókin í úrvinnslu. Á síðustu árum hafa komið fram fjarkönnunarnemar sem safna gögnum samtímis á hundruðum bylgjulengdarbanda. Dæmi um slík gögn eru myndir sem teknar eru samtímis á 224 mismunandi bylgjulengdarböndum á sýnilegu, nær- og miðinnrauðu sviði. Sagt er að slík gögn hafi mikla rófupplausn. Einnig eru komnir fram skynjarar sem hafa mjög mikla rúmupplausn, með þeim má greina auðveldlega með berum augum hluti sem eru á yfirborði jarðar. Jón Atli og samstarfsfólk hafa þróað árangursríkar aðferðir sem vakið hafa mikla athygli og beinast að því að greina róf- og rúmupplýsingar fjarkönnunarmyndanna saman. Þessar aðferðir hafa meðal annars byggst á stærðfræðilegri formsíun (e. mathematical morphology) og vélrænu námi. Gagnamagnið við vinnsluna getur orðið mikið og því þarf að þróa aðferðir sem einfalda úrvinnslu á myndefninu.

Jón Atli og samstarfsfólk hafa meðal annars þróað aðferðir til að flokka fjarkönnunarmyndir í mismunandi yfirborðsgerðir til að draga fram mikilvægar upplýsingar úr myndefninu. Á þessari mynd hefur slíkum aðferðum verið beitt á fjarkönnunarmyndir af eldfjallinu Heklu.

Jón Atli hefur verið virkur í nýsköpun og stofnaði meðal annars með Einari Stefánssyni, prófessor í augnlækningum, og fleirum sprotafyrirtækið Oxymap. Þar hefur verið unnið að þróun greiningartækis sem mælir súrefnismettun í augnbotnum til að auðvelda greiningu á ýmiss konar sjúkdómum sem valda blindu, svo sem gláku, sykursýki og hrörnun í augnbotnum.

Jón Atli er höfundur einnar fræðibókar og yfir 400 ritrýndra fræðigreina, það er tímaritsgreina, ráðstefnugreina og bókarkafla. Þá hefur Jón Atli fengið margvíslegar viðurkenningar fyrir rannsóknir. Hann er heiðursfélagi (Fellow) hjá tveimur alþjóðlegum fagfélögum: IEEE (2004) og SPIE (2013). Nefna má að Jón Atli var á árunum 2003-2008 aðalritstjóri ISI-fræðitímaritsins IEEE Transactions on Geoscience and Remote Sensing. Hann hefur setið í ritstjórnum margra alþjóðlegra fræðirita. Jón Atli var forseti IEEE Geoscience and Remote Sensing Society á árunum 2011 og 2012.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni JAB.

...