Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Katrín Anna Lund er mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Fræðilegar áherslur rannsókna hennar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika (e. mobility), skynjun og frásögnum (e. narratives) með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi. Áherslan á landslag felur í sér hvernig landslag og umhverfi er síkvikt og í stöðugri mótun í samspili við hreyfanleika fólks, fyrirbæra og hugmynda, jafnt í tíma sem og rými. Þessi sýn kallar fram áherslu á landslag og efnismenningu þess sem virkan gerenda fremur en hlutbundið og óvirkt og dregur fram hvernig náttúra og menning eru ekki aðskilin fyrirbæri heldur samfléttuð og óaðskiljanleg. Hvernig fólk skynjar landslag er bundið því hvernig landslag snertir við fólki í gegnum samspil hreyfanleikans, það er á hvaða máta fólk ferðast um það og skynjar það og hvers kyns frásögur og birtingarmyndir landslagið kallar fram.

Á síðastliðnum árum hafa rannsóknir Katrínar beinst að ferðamálum á Íslandi og þá í tengslum við mótun og sköpun Íslands, og svæða á Íslandi, sem áfangastaða í ferðamennsku með áherslu á jaðarsvæði á norðurslóðum. Hún hefur, í samvinnu við prófessor Gunnar Þór Jóhannesson, gert rannsóknir á Ströndum og beint sjónum að því hvernig saga galdra hefur átt þátt í mótun svæðisins sem áfangastaðar. Hún hefur einnig beint sjónum sínum að Íslandi sem áfangastað á jaðri norðurslóða og hvernig ímynd þess er sett fram sem slík, meðal annars með áherslu á norðurljósaferðamennsku. Að undanförnu hefur Katrín beint athygli sinni að hugtakinu samsköpun (e. co-creation) í ferðamennsku með áherslu á deilihagkerfið annars vegar og á þátt rannsakandans í sköpunarferli ferðaþjónustu hins vegar.

Fræðilegar áherslur rannsókna Katrínar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika, skynjun og frásögnum með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi.

Katrín hefur einnig stundað rannsóknir utan Íslands. Doktorsritgerð hennar Landslag, minningar og ferðamennska á Suður-Spáni var byggð á vettvangsrannsókn í Andalúsíu á Suður-Spáni. Rannsóknin var gerð í þorpi í fjöllum Sierra Nevada í Granada-héraði og beindi sjónum að því hvernig fólk skynjar og tengir sig landslagi á mismunandi hátt miðað við ólíkan bakgrunn og reynsluheim á stað þar sem landslag var að taka á sig nýjar þýðingar í ljósi félagslegra og efnahagslegra umbreytinga frá landbúnaði til ferðamennsku. Hún hefur einnig unnið við rannsóknir á fjallgöngum í Skotlandi þar sem að hún fetaði í fótspor fjallgöngufólks og horfði til samfléttunar landslags, fólks og efnismenningar í ferli göngunnar sem ferðamáta.

Katrín hefur gefið út fjölda ritrýndra greina og kafla í ritum. Hún hefur ritstýrt tveimur bókum: Conversations with Landscape, með Karli Benediktssyni, prófessor í landfræði og Green Ice: Tourism Ecologies in the European High North, ásamt Simone Abrams, dósent við Háskólann í Durham.

Katrín er fædd í Reykjavík árið 1964. Hún lauk BA-námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1991. Hún lauk meistaranámi í mannfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1992 og doktorsnámi frá sama skóla árið 1998. Hún hóf störf við Háskóla Íslands, sem lektor í land- og ferðamálafræði árið 2006 en hafði áður unnið sem lektor við Queen's-háskólann í Belfast á Norður-Írlandi og Viktoríu-háskólann í Wellington á Nýja Sjálandi auk þess að hafa sinnt rannsóknum við Aberdeen-háskóla í Skotlandi.

Mynd:
  • Úr safni KAL.

Útgáfudagur

19.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2018. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76002.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 19. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76002

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2018. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76002>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Katrín Anna Lund rannsakað?
Katrín Anna Lund er mannfræðingur og prófessor í land- og ferðamálafræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Fræðilegar áherslur rannsókna hennar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika (e. mobility), skynjun og frásögnum (e. narratives) með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi. Áherslan á landslag felur í sér hvernig landslag og umhverfi er síkvikt og í stöðugri mótun í samspili við hreyfanleika fólks, fyrirbæra og hugmynda, jafnt í tíma sem og rými. Þessi sýn kallar fram áherslu á landslag og efnismenningu þess sem virkan gerenda fremur en hlutbundið og óvirkt og dregur fram hvernig náttúra og menning eru ekki aðskilin fyrirbæri heldur samfléttuð og óaðskiljanleg. Hvernig fólk skynjar landslag er bundið því hvernig landslag snertir við fólki í gegnum samspil hreyfanleikans, það er á hvaða máta fólk ferðast um það og skynjar það og hvers kyns frásögur og birtingarmyndir landslagið kallar fram.

Á síðastliðnum árum hafa rannsóknir Katrínar beinst að ferðamálum á Íslandi og þá í tengslum við mótun og sköpun Íslands, og svæða á Íslandi, sem áfangastaða í ferðamennsku með áherslu á jaðarsvæði á norðurslóðum. Hún hefur, í samvinnu við prófessor Gunnar Þór Jóhannesson, gert rannsóknir á Ströndum og beint sjónum að því hvernig saga galdra hefur átt þátt í mótun svæðisins sem áfangastaðar. Hún hefur einnig beint sjónum sínum að Íslandi sem áfangastað á jaðri norðurslóða og hvernig ímynd þess er sett fram sem slík, meðal annars með áherslu á norðurljósaferðamennsku. Að undanförnu hefur Katrín beint athygli sinni að hugtakinu samsköpun (e. co-creation) í ferðamennsku með áherslu á deilihagkerfið annars vegar og á þátt rannsakandans í sköpunarferli ferðaþjónustu hins vegar.

Fræðilegar áherslur rannsókna Katrínar hafa beinst að fyrirbærafræði landslags, hreyfanleika, skynjun og frásögnum með áherslu á ferðamennsku í víðum skilningi.

Katrín hefur einnig stundað rannsóknir utan Íslands. Doktorsritgerð hennar Landslag, minningar og ferðamennska á Suður-Spáni var byggð á vettvangsrannsókn í Andalúsíu á Suður-Spáni. Rannsóknin var gerð í þorpi í fjöllum Sierra Nevada í Granada-héraði og beindi sjónum að því hvernig fólk skynjar og tengir sig landslagi á mismunandi hátt miðað við ólíkan bakgrunn og reynsluheim á stað þar sem landslag var að taka á sig nýjar þýðingar í ljósi félagslegra og efnahagslegra umbreytinga frá landbúnaði til ferðamennsku. Hún hefur einnig unnið við rannsóknir á fjallgöngum í Skotlandi þar sem að hún fetaði í fótspor fjallgöngufólks og horfði til samfléttunar landslags, fólks og efnismenningar í ferli göngunnar sem ferðamáta.

Katrín hefur gefið út fjölda ritrýndra greina og kafla í ritum. Hún hefur ritstýrt tveimur bókum: Conversations with Landscape, með Karli Benediktssyni, prófessor í landfræði og Green Ice: Tourism Ecologies in the European High North, ásamt Simone Abrams, dósent við Háskólann í Durham.

Katrín er fædd í Reykjavík árið 1964. Hún lauk BA-námi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 1991. Hún lauk meistaranámi í mannfræði frá Háskólanum í Manchester árið 1992 og doktorsnámi frá sama skóla árið 1998. Hún hóf störf við Háskóla Íslands, sem lektor í land- og ferðamálafræði árið 2006 en hafði áður unnið sem lektor við Queen's-háskólann í Belfast á Norður-Írlandi og Viktoríu-háskólann í Wellington á Nýja Sjálandi auk þess að hafa sinnt rannsóknum við Aberdeen-háskóla í Skotlandi.

Mynd:
  • Úr safni KAL.

...