Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 18:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:33 • Sest 09:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 22:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:35 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:12 • sest 18:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:33 • Sest 09:12 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 22:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:35 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvor hliðin er „heads“ og hvor er „tails“ á íslenskri mynt?

GrH og JGÞ

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ef íslenskri mynt er kastað í loftið vegna veðmáls við útlending, hvor hliðin telst þá vera „heads“ og hvor er „tails“?

Tilvísun í haus og hala (e. heads and tails) á myntpeningum vísar til fram- og afturenda á dýrum. Lengi vel tíðkaðist að hafa vangamynd af ríkjandi þjóðhöfðingja öðru megin á myntpeningum og þá hefur sjálfsagt legið beinast við að hin hliðin á peningnum vísaði í rófuendann.

Rómverjar til forna köstuðu gjarnan mynt í þeim tilgangi að skera úr um eitthvað, og kölluðu það „navia aut caput“ sem þýðir bókstaflega 'skip eða höfuð'.

Flestir líta svo á að „heads“ sé framhlið myntar og „tails“ bakhliðin. Ekki er hins vegar alltaf augljóst á myntum hvernig þessu háttar. Í tilfelli evrumyntar er fólk til að mynda ekki á einu máli um hvort framhliðin sé þessi með landakorti/hnetti og tölustaf eða sú sem sérkennir evruríkið sem lét slá myntina. Ef ágreiningur er uppi um slíkt hjá þeim sem vilja kasta evrumynt upp í veðmáli er skynsamlegast að þátttakendur ákveði fyrst hvor hliðin skuli vera haus og hvor hali.

Evrumynt frá Þýskalandi. Ekki eru allir á einu máli um hvort framhliðin sé þessi með landakorti/hnetti og tölustaf eða sú sem sérkennir evruríkið sem lét slá myntina.

Á íslenskum myntpeningum er heldur ekki sjálfgefið hvor hliðin er framhlið og hvor bakhlið. Einfaldast er hins vegar að fylgja bara skilgreiningu Seðlabankans á þessu. Á vefsíðu Seðlabankans um mynt í gildi segir að landvættir séu á framhlið myntanna (í tilfelli 1 kr. er það bergrisinn úr landvættamerkinu) og á bakhliðinni eru eftirfarandi sjávardýr: hrognkelsi á 100 kr, bogkrabbi á 50 kr., loðna á 10 kr., höfrungur á 5 kr. og þorskur á 1 kr.

Samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans eru landvættir á framhlið íslenskar myntar. Í tilfelli 1 kr. er að bergrisinn úr landvættamerkinu. Landvættahlið myntanna samsvarar því sem nefn er „heads“ á ensku.

Sé þetta haft í huga þá samsvara landvættirnir „heads“ og sjávardýrin „tails“ sem er líka nokkuð röklegt. Svo er einnig hægt að brydda upp á íslenskukennslu ef farið er í veðmál við útlendinga með íslenskri mynt og spyrja hvort menn vilji „fisk eða skjaldarmerki“ eða „krónu eða skjaldarmerki“ sem einnig þekkist.

Frekar lesefni:

Myndir:

Höfundar

Gréta Hauksdóttir

bókmenntafræðingur og MA í hagnýtri ritstjórn og útgáfu

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.2.2025

Spyrjandi

Baldvin Árnason

Tilvísun

GrH og JGÞ. „Hvor hliðin er „heads“ og hvor er „tails“ á íslenskri mynt?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2025, sótt 18. febrúar 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=76045.

GrH og JGÞ. (2025, 4. febrúar). Hvor hliðin er „heads“ og hvor er „tails“ á íslenskri mynt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76045

GrH og JGÞ. „Hvor hliðin er „heads“ og hvor er „tails“ á íslenskri mynt?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2025. Vefsíða. 18. feb. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76045>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvor hliðin er „heads“ og hvor er „tails“ á íslenskri mynt?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ef íslenskri mynt er kastað í loftið vegna veðmáls við útlending, hvor hliðin telst þá vera „heads“ og hvor er „tails“?

Tilvísun í haus og hala (e. heads and tails) á myntpeningum vísar til fram- og afturenda á dýrum. Lengi vel tíðkaðist að hafa vangamynd af ríkjandi þjóðhöfðingja öðru megin á myntpeningum og þá hefur sjálfsagt legið beinast við að hin hliðin á peningnum vísaði í rófuendann.

Rómverjar til forna köstuðu gjarnan mynt í þeim tilgangi að skera úr um eitthvað, og kölluðu það „navia aut caput“ sem þýðir bókstaflega 'skip eða höfuð'.

Flestir líta svo á að „heads“ sé framhlið myntar og „tails“ bakhliðin. Ekki er hins vegar alltaf augljóst á myntum hvernig þessu háttar. Í tilfelli evrumyntar er fólk til að mynda ekki á einu máli um hvort framhliðin sé þessi með landakorti/hnetti og tölustaf eða sú sem sérkennir evruríkið sem lét slá myntina. Ef ágreiningur er uppi um slíkt hjá þeim sem vilja kasta evrumynt upp í veðmáli er skynsamlegast að þátttakendur ákveði fyrst hvor hliðin skuli vera haus og hvor hali.

Evrumynt frá Þýskalandi. Ekki eru allir á einu máli um hvort framhliðin sé þessi með landakorti/hnetti og tölustaf eða sú sem sérkennir evruríkið sem lét slá myntina.

Á íslenskum myntpeningum er heldur ekki sjálfgefið hvor hliðin er framhlið og hvor bakhlið. Einfaldast er hins vegar að fylgja bara skilgreiningu Seðlabankans á þessu. Á vefsíðu Seðlabankans um mynt í gildi segir að landvættir séu á framhlið myntanna (í tilfelli 1 kr. er það bergrisinn úr landvættamerkinu) og á bakhliðinni eru eftirfarandi sjávardýr: hrognkelsi á 100 kr, bogkrabbi á 50 kr., loðna á 10 kr., höfrungur á 5 kr. og þorskur á 1 kr.

Samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans eru landvættir á framhlið íslenskar myntar. Í tilfelli 1 kr. er að bergrisinn úr landvættamerkinu. Landvættahlið myntanna samsvarar því sem nefn er „heads“ á ensku.

Sé þetta haft í huga þá samsvara landvættirnir „heads“ og sjávardýrin „tails“ sem er líka nokkuð röklegt. Svo er einnig hægt að brydda upp á íslenskukennslu ef farið er í veðmál við útlendinga með íslenskri mynt og spyrja hvort menn vilji „fisk eða skjaldarmerki“ eða „krónu eða skjaldarmerki“ sem einnig þekkist.

Frekar lesefni:

Myndir:...