Ef íslenskri mynt er kastað í loftið vegna veðmáls við útlending, hvor hliðin telst þá vera „heads“ og hvor er „tails“?Tilvísun í haus og hala (e. heads and tails) á myntpeningum vísar til fram- og afturenda á dýrum. Lengi vel tíðkaðist að hafa vangamynd af ríkjandi þjóðhöfðingja öðru megin á myntpeningum og þá hefur sjálfsagt legið beinast við að hin hliðin á peningnum vísaði í rófuendann. Rómverjar til forna köstuðu gjarnan mynt í þeim tilgangi að skera úr um eitthvað, og kölluðu það „navia aut caput“ sem þýðir bókstaflega 'skip eða höfuð'. Flestir líta svo á að „heads“ sé framhlið myntar og „tails“ bakhliðin. Ekki er hins vegar alltaf augljóst á myntum hvernig þessu háttar. Í tilfelli evrumyntar er fólk til að mynda ekki á einu máli um hvort framhliðin sé þessi með landakorti/hnetti og tölustaf eða sú sem sérkennir evruríkið sem lét slá myntina. Ef ágreiningur er uppi um slíkt hjá þeim sem vilja kasta evrumynt upp í veðmáli er skynsamlegast að þátttakendur ákveði fyrst hvor hliðin skuli vera haus og hvor hali.

Evrumynt frá Þýskalandi. Ekki eru allir á einu máli um hvort framhliðin sé þessi með landakorti/hnetti og tölustaf eða sú sem sérkennir evruríkið sem lét slá myntina.

Samkvæmt skilgreiningu Seðlabankans eru landvættir á framhlið íslenskar myntar. Í tilfelli 1 kr. er að bergrisinn úr landvættamerkinu. Landvættahlið myntanna samsvarar því sem nefn er „heads“ á ensku.
- Navia Aut Caput: The Tradition of Heads or Tails
- Mynt í gildi. (Sótt 4.02.2025).
- I «landvættir», spiriti protettori dell’Islanda. – Un italiano in Islanda. (Sótt 4.02.2025).