Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 16:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:17 • Sest 02:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:20 • Síðdegis: 24:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Af hverju höggva spætur í tré?

Jón Már Halldórsson

Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu og er 50 cm á lengd og vegur tæplega 400 g. Keisaraspætan (Campephilus imperialis) sem að öllum líkindum er útdauð en átti heimkynni sín í Mexíkó gat orðið enn stærri eða allt að 60 cm löng.

Eitt helsta einkenni spæta er það háttarlaga þeirra að höggva í trjástofna. Þær geta verið afar öflugar á þessu sviði og höggvið með hvössum goggnum allt að 20 sinnum á sekúndu. Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu atferli.

Svartspæta (Dryocopus martius) með unga í holu.

Í fyrsta lagi er það hreiðurgerð en langflestar spætur gera sér hreiðurstæði í trjábolum eða gildum greinum með því að höggva í þær holu. Það er algengt að spætur geri sér nýja holu á hverju ári en það getur tekið allt að einn mánuð að ljúka við hreiðurgerðina. Yfirgefnar spætuholur gagnast síðan öðrum fuglategundum og spendýrum sem ala afkvæmi sín í holum en geta ekki búið til sínar eigin. Reyndar eru nokkrar undantekningar á því að spætur geri hreiður í trjábolum, til dæmis skræpótta spætan (Dryobates scalaris) sem lifir í Mið-Ameríku og gerir sér hreiðurstæði í kaktusum og suður-amerísk tegund sem kallast á ensku campo flicker (Colaptes campestris) og gerir sér oft hreiður í termítahraukum. Einnig má nefna spætutegund frá Perú sem gerir sér hreiðurstæði í holum í jörðinni á bökkum lækja og fljóta og hina afrísku jarðspætu (Geocolaples olivaceus) sem gerir sér hreiður í jörðu.

Önnur ástæða fyrir því að spætur höggva í trjáboli er fæðuöflun. Þannig ná þær í skordýr og aðra hryggleysingja sem leynast í viðnum undir berki trjánna. Bent hefur verið á að spætur gegna mikilvægu hlutverki í að halda niðri ágangi skordýra á trjám. Sumar spætutegundir nærast líka á trjákvoðu sem þær komast í með því að höggva í trjáboli.

Holur eftir spætur í fæðuleit.

Talið er að ein ástæðan enn fyrir því að spætur höggva í trjáboli séu samskipti. Reyndar er það ekki eingöngu bundið við trjáboli heldur getur annað hart yfirborð sem gefur gott trommuhljóð einnig komið við sögu. Hver spætutegund er talin hafa sinn takt, það er hversu oft og lengi er höggvið í einu og hversu langt hlé er á milli. Með þessu getur fuglinn verið að helga sér svæði eða laðað að sér maka.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.4.2019

Spyrjandi

Hlynur Fannar Stefánsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju höggva spætur í tré?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2019. Sótt 21. janúar 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=76070.

Jón Már Halldórsson. (2019, 5. apríl). Af hverju höggva spætur í tré? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76070

Jón Már Halldórsson. „Af hverju höggva spætur í tré?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2019. Vefsíða. 21. jan. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju höggva spætur í tré?
Spætur eru tiltölulega algengar í skóglendi og víðar í Evrasíu, Ameríku og Afríku en lifa ekki í Eyjaálfu og á Madagaskar. Spætutegundir eru mjög mismunandi að stærð, allt frá fuglum sem eru um 7 cm og vega örfá grömm upp í stóru gránuspætuna (Mulleripicus pulverulentus) sem finnst í regnskógum Suðaustur-Asíu og er 50 cm á lengd og vegur tæplega 400 g. Keisaraspætan (Campephilus imperialis) sem að öllum líkindum er útdauð en átti heimkynni sín í Mexíkó gat orðið enn stærri eða allt að 60 cm löng.

Eitt helsta einkenni spæta er það háttarlaga þeirra að höggva í trjástofna. Þær geta verið afar öflugar á þessu sviði og höggvið með hvössum goggnum allt að 20 sinnum á sekúndu. Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu atferli.

Svartspæta (Dryocopus martius) með unga í holu.

Í fyrsta lagi er það hreiðurgerð en langflestar spætur gera sér hreiðurstæði í trjábolum eða gildum greinum með því að höggva í þær holu. Það er algengt að spætur geri sér nýja holu á hverju ári en það getur tekið allt að einn mánuð að ljúka við hreiðurgerðina. Yfirgefnar spætuholur gagnast síðan öðrum fuglategundum og spendýrum sem ala afkvæmi sín í holum en geta ekki búið til sínar eigin. Reyndar eru nokkrar undantekningar á því að spætur geri hreiður í trjábolum, til dæmis skræpótta spætan (Dryobates scalaris) sem lifir í Mið-Ameríku og gerir sér hreiðurstæði í kaktusum og suður-amerísk tegund sem kallast á ensku campo flicker (Colaptes campestris) og gerir sér oft hreiður í termítahraukum. Einnig má nefna spætutegund frá Perú sem gerir sér hreiðurstæði í holum í jörðinni á bökkum lækja og fljóta og hina afrísku jarðspætu (Geocolaples olivaceus) sem gerir sér hreiður í jörðu.

Önnur ástæða fyrir því að spætur höggva í trjáboli er fæðuöflun. Þannig ná þær í skordýr og aðra hryggleysingja sem leynast í viðnum undir berki trjánna. Bent hefur verið á að spætur gegna mikilvægu hlutverki í að halda niðri ágangi skordýra á trjám. Sumar spætutegundir nærast líka á trjákvoðu sem þær komast í með því að höggva í trjáboli.

Holur eftir spætur í fæðuleit.

Talið er að ein ástæðan enn fyrir því að spætur höggva í trjáboli séu samskipti. Reyndar er það ekki eingöngu bundið við trjáboli heldur getur annað hart yfirborð sem gefur gott trommuhljóð einnig komið við sögu. Hver spætutegund er talin hafa sinn takt, það er hversu oft og lengi er höggvið í einu og hversu langt hlé er á milli. Með þessu getur fuglinn verið að helga sér svæði eða laðað að sér maka.

Heimildir og myndir:

...