Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?

Þröstur Eysteinsson

Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvort trén standi lengi upprétt eftir að þau drepast eða hvort þau falli fljótlega. Einnig er misjafnt milli trjátegunda og eftir loftslagi hvort tré séu líkleg til að standa eða falla eftir dauðann. Stundum falla trén fyrst og deyja svo, til dæmis ef þau brotna undan snjó eða rifna upp með rótum í stormi.

Viðurinn í stofni trés sér um flutning á vatni upp frá rótum og er stoðkerfið sem heldur trénu uppréttu. Það er fyrst og fremst háð niðurbroti viðarins hvort tré stendur lengi eða fellur fljótlega eftir dauðann. Þar leika fúasveppir stærsta hlutverkið, en þeir lifa á því að éta dauðan við. Niðurbrot fúasveppa á viði gerist tiltölulega hratt í röku umhverfi en mun hægar ef viðurinn nær að þorna. Ýmis skordýr taka einnig þátt í niðurbroti viðar, til dæmis barkbjöllur og termítar, en fá slík hafa fundist hérlendis.

Vofa í Þórsmörk.

Þegar ung tré drepast í skugga vegna samkeppni frá stærri trjám er það kallað sjálfgrisjun skógar. Standa slík tré gjarnan dauð í nokkur ár eða jafnvel áratugi inni í þéttum skóginum. Eftir dauðann tekur viðurinn að fúna og að því kemur að hann verði svo fúinn að tréð fellur. Eftir það fúnar (rotnar) tréð hraðar í rökum skógarbotninum og hverfur á fáum árum. Sjálfgrisjun er algeng í íslenskum birkiskógum og má oft sjá öll stig hennar. Það er til marks um hraða rotnun að ekki safnast upp teljandi magn af dauðum greinum og bolum í skógarbotninum.

Eftir skógarelda, skordýrafaraldra eða annars konar skógarskaða standa stór tré gjarnan eftir dauð. Sama niðurbrotsferli hefst þá eins og við sjálfgrisjun, en trén eru bæði stór og þau eru ekki lengur umkringd hinu raka skógarumhverfi. Niðurbrotið tekur því mun lengri tíma og geta trén staðið dauð en tiltölulega ófúin í marga áratugi. Þá þorna trén, börkurinn flagnar af, viðurinn tekur að veðrast og verður grár eða hvítur. Skógræktarfólk kallar slík tré vofur. Dæmi eru um tré í íslenskum birkiskógum sem urðu trjámaðki að bráð og hafa staðið lengi sem vofur. Þegar bæir fara í eyði og hætt er að halda við girðingum kemst búfé að og nagar gjarnan börkinn af reynivið í görðum, en við það drepast trén. Því er víða að finna reyniviðarvofur við eyðibýli hér á landi.

Viðurinn innst í stofnum trjáa er dauður vefur og fúasveppir geta komið sér fyrir í honum löngu áður en tréð deyr. Þá fúnar tréð innan frá en heldur áfram að vaxa án þess að nokkur merki um fúa sjáist utan frá til að byrja með. Með tímanum verður tréð holt að innan. Oft drepast slík tré í áföngum, til dæmis þannig að toppurinn eða stakar greinar visni án þess að allt tréð drepist. Þetta getur tekið langan tíma, fleiri hundruð ár hjá sumum tegundum, og oft fara hrörnunareinkenni að koma í ljós löngu áður en tréð drepst endanlega. Að því kemur þó að allt viðaræðakerfi trésins fúnar og drepst þá tréð. Eftir dauðann standa slík tré þó yfirleitt ekki lengi því stoðkerfið er þegar fúið. Algengt er að gömul birkitré í íslenskum skógum og gamlir reyniviðir í görðum hrörni á þennan hátt. Víða um heim eru hrörnandi tré helstu hreiðurstæði fyrir spætur og uglur.

Fallin björk í Hallormsstaðaskógi sem fúnaði innan frá eins og algengt er með gömul tré og féll fljótlega eftir dauðann.

Þegar tré er fallið eiga fúasveppir greiðan aðgang að því, einkum vegna betri rakaskilyrða í snertingu við moldina. Fer það þá að mestu eftir sverleika bolsins hversu lengi hann er að brotna niður og hverfa. Oftast er sá tími mældur í árum eða áratugum en í þurru loftslagi getur niðurbrotið tekið aldir. Viður sumra trjátegunda er fúavarinn frá náttúrunnar hendi og því lengi að rotna þótt tréð sé löngu fallið. Á það til dæmis við um rauðvið, risafuru og fleiri tegundir í sýprussætt. Trjábolur sem liggur í skógarbotni er heilt vistkerfi út af fyrir sig. Þar býr oft fjöldinn allur af sveppum, fléttum, mosum og margs konar smádýrum. Hagamýs hreiðra þar um sig og músarrindlar og skógarþrestir finna þar æti.

Hrörnandi tré, vofur og fallnir bolir gegna mikilvægu vistfræðilegu hlutverki og geta verið bæði áhugaverð og falleg fyrirbæri.

Myndir:
  • Mynd af vofu: Hreinn Óskarsson.
  • Mynd af föllnu tré: Þröstur Eysteinsson.


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja, eyðast þau upp eða standa þau dauð lengi?

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

15.10.2012

Spyrjandi

Bragi Haukur Jóhannsson

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?“ Vísindavefurinn, 15. október 2012, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63294.

Þröstur Eysteinsson. (2012, 15. október). Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63294

Þröstur Eysteinsson. „Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2012. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63294>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja?
Tré deyja af ýmsum ástæðum. Ung tré geta drepist vegna skugga frá eldri og stærri trjám. Skógareldar og skordýraplágur drepa tré, stundum á stórum samfelldum svæðum. Ef tré ná að verða gömul er algengt að stofnar þeirra fúni í miðjunni, sem að lokum leiðir þau til dauða. Dánarorsökin hefur talsverð áhrif á það hvort trén standi lengi upprétt eftir að þau drepast eða hvort þau falli fljótlega. Einnig er misjafnt milli trjátegunda og eftir loftslagi hvort tré séu líkleg til að standa eða falla eftir dauðann. Stundum falla trén fyrst og deyja svo, til dæmis ef þau brotna undan snjó eða rifna upp með rótum í stormi.

Viðurinn í stofni trés sér um flutning á vatni upp frá rótum og er stoðkerfið sem heldur trénu uppréttu. Það er fyrst og fremst háð niðurbroti viðarins hvort tré stendur lengi eða fellur fljótlega eftir dauðann. Þar leika fúasveppir stærsta hlutverkið, en þeir lifa á því að éta dauðan við. Niðurbrot fúasveppa á viði gerist tiltölulega hratt í röku umhverfi en mun hægar ef viðurinn nær að þorna. Ýmis skordýr taka einnig þátt í niðurbroti viðar, til dæmis barkbjöllur og termítar, en fá slík hafa fundist hérlendis.

Vofa í Þórsmörk.

Þegar ung tré drepast í skugga vegna samkeppni frá stærri trjám er það kallað sjálfgrisjun skógar. Standa slík tré gjarnan dauð í nokkur ár eða jafnvel áratugi inni í þéttum skóginum. Eftir dauðann tekur viðurinn að fúna og að því kemur að hann verði svo fúinn að tréð fellur. Eftir það fúnar (rotnar) tréð hraðar í rökum skógarbotninum og hverfur á fáum árum. Sjálfgrisjun er algeng í íslenskum birkiskógum og má oft sjá öll stig hennar. Það er til marks um hraða rotnun að ekki safnast upp teljandi magn af dauðum greinum og bolum í skógarbotninum.

Eftir skógarelda, skordýrafaraldra eða annars konar skógarskaða standa stór tré gjarnan eftir dauð. Sama niðurbrotsferli hefst þá eins og við sjálfgrisjun, en trén eru bæði stór og þau eru ekki lengur umkringd hinu raka skógarumhverfi. Niðurbrotið tekur því mun lengri tíma og geta trén staðið dauð en tiltölulega ófúin í marga áratugi. Þá þorna trén, börkurinn flagnar af, viðurinn tekur að veðrast og verður grár eða hvítur. Skógræktarfólk kallar slík tré vofur. Dæmi eru um tré í íslenskum birkiskógum sem urðu trjámaðki að bráð og hafa staðið lengi sem vofur. Þegar bæir fara í eyði og hætt er að halda við girðingum kemst búfé að og nagar gjarnan börkinn af reynivið í görðum, en við það drepast trén. Því er víða að finna reyniviðarvofur við eyðibýli hér á landi.

Viðurinn innst í stofnum trjáa er dauður vefur og fúasveppir geta komið sér fyrir í honum löngu áður en tréð deyr. Þá fúnar tréð innan frá en heldur áfram að vaxa án þess að nokkur merki um fúa sjáist utan frá til að byrja með. Með tímanum verður tréð holt að innan. Oft drepast slík tré í áföngum, til dæmis þannig að toppurinn eða stakar greinar visni án þess að allt tréð drepist. Þetta getur tekið langan tíma, fleiri hundruð ár hjá sumum tegundum, og oft fara hrörnunareinkenni að koma í ljós löngu áður en tréð drepst endanlega. Að því kemur þó að allt viðaræðakerfi trésins fúnar og drepst þá tréð. Eftir dauðann standa slík tré þó yfirleitt ekki lengi því stoðkerfið er þegar fúið. Algengt er að gömul birkitré í íslenskum skógum og gamlir reyniviðir í görðum hrörni á þennan hátt. Víða um heim eru hrörnandi tré helstu hreiðurstæði fyrir spætur og uglur.

Fallin björk í Hallormsstaðaskógi sem fúnaði innan frá eins og algengt er með gömul tré og féll fljótlega eftir dauðann.

Þegar tré er fallið eiga fúasveppir greiðan aðgang að því, einkum vegna betri rakaskilyrða í snertingu við moldina. Fer það þá að mestu eftir sverleika bolsins hversu lengi hann er að brotna niður og hverfa. Oftast er sá tími mældur í árum eða áratugum en í þurru loftslagi getur niðurbrotið tekið aldir. Viður sumra trjátegunda er fúavarinn frá náttúrunnar hendi og því lengi að rotna þótt tréð sé löngu fallið. Á það til dæmis við um rauðvið, risafuru og fleiri tegundir í sýprussætt. Trjábolur sem liggur í skógarbotni er heilt vistkerfi út af fyrir sig. Þar býr oft fjöldinn allur af sveppum, fléttum, mosum og margs konar smádýrum. Hagamýs hreiðra þar um sig og músarrindlar og skógarþrestir finna þar æti.

Hrörnandi tré, vofur og fallnir bolir gegna mikilvægu vistfræðilegu hlutverki og geta verið bæði áhugaverð og falleg fyrirbæri.

Myndir:
  • Mynd af vofu: Hreinn Óskarsson.
  • Mynd af föllnu tré: Þröstur Eysteinsson.


Í heild hljóðaði spurningin svona:

Getið þið sagt mér hvað verður um trén eftir að þau deyja, eyðast þau upp eða standa þau dauð lengi?
...