Sólin Sólin Rís 03:03 • sest 23:58 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:16 • Síðdegis: 19:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:14 • Síðdegis: 13:17 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann síðan 1980. Hann var forseti félagsvísindadeildar skólans 2001-2008 og fyrsti forseti Félagsvísindasviðs hans 2008-2013. Ólafur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, sat meðal annars lengi í háskólaráði og var formaður nefndar sem undirbjó endurskipulagningu skólans í fræðasvið og deildir 2007-2008. Hann hefur tekið virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi og til að mynda setið í stjórn Norræna stjórnmálafræðingasambandsins (NOPSA) og í framkvæmdastjórn Evrópusamtaka stjórnmálafræðinga (ECPR), auk þess að taka þátt í mörgum fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Ólafur er gjarnan kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna.

Rannsóknir Ólafs hafa einkum beinst að kosningum, kosningakerfum, almenningsáliti, stjórnmálaflokkum og lýðræði – bæði á Íslandi og í alþjóðlegum samanburði. Hann stóð fyrir fyrstu kosningarannsókninni á Íslandi árið 1983, en Íslenska kosningarannsóknin (ICENES) hefur verið framkvæmd við allar alþingiskosningar síðan – sextán talsins alls – og myndar nú eitt stærsta gagnasafn íslenskra félagsvísinda. Gögnin eru í opnum aðgangi á heimasíðu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Auk þess er hluti gagnanna í alþjóðlegum gagnasöfnum.

Ólafur hefur birt rannsóknarniðurstöður sínar í fjölmörgum bókum, bókarköflum og ritrýndum vísindatímaritum, bæði á Íslandi og í útlöndum. Doktorsritgerð hans, Parties and Voters in Iceland, fjallar um kjósendur og stjórnmálaflokka á Íslandi í samanburði við vestræna stjórnmálaþróun. Hann skrifaði bókina The Nordic Voter ásamt fjórum forystumönnum kosningarannsókna á hinum Norðurlöndunum, en það er fyrsta samanburðarrannsóknin á norrænni kosningahegðun. Þá hefur hann fjallað um stjórnmál og stjórnmálafræði á alþýðlegri hátt í innlendum og útlendum fjölmiðlum í 40 ár og verið helsti stjórnmálaskýrandi Ríkissjónvarpsins í íslenskum kosningum síðan 1986.

Ólafur með tveimur nánum norskum vinum og samstarfsmönnum til áratuga, sem nú eru bæði látin. Henry Valen var faðir norsku kosningarannsóknanna og Hanne Marthe Narud fetaði í fótspor hans. Hún var einn fimm höfunda The Nordic Voter. Bæði voru prófessorar í stjórnmálafræði við Oslóarháskóla.

Ólafur er fæddur 1951 og alinn upp í Hafnarfirði, á Hjalteyri við Eyjafjörð og í Ólafsvík, auk þess sem hann dvaldi sex sumur í sveit hjá móðurfólki sínu á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971, stúdentsprófi frá sama skóla 1973, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1977, M.Sc.-prófi í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science 1979 og doktorsprófi frá sama skóla 1994. Hann kenndi við Barna- og miðskólann á Höfn 1971-1972 og við Flensborgarskóla og Námsflokka Hafnarfjarðar með námi 1972-1977.

Ólafur hefur verið gestafræðimaður við Háskólann í Essex, Háskólann í Michigan í Ann Arbor, London School of Economics and Political Science, Gautaborgarháskóla, Boston háskóla og Harvard háskóla.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni ÓÞH.

Útgáfudagur

13.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?“ Vísindavefurinn, 13. ágúst 2018. Sótt 30. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=76108.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 13. ágúst). Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76108

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?“ Vísindavefurinn. 13. ágú. 2018. Vefsíða. 30. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76108>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ólafur Þ. Harðarson stundað?
Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og hefur kennt við skólann síðan 1980. Hann var forseti félagsvísindadeildar skólans 2001-2008 og fyrsti forseti Félagsvísindasviðs hans 2008-2013. Ólafur hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Háskóla Íslands, sat meðal annars lengi í háskólaráði og var formaður nefndar sem undirbjó endurskipulagningu skólans í fræðasvið og deildir 2007-2008. Hann hefur tekið virkan þátt í fjölþjóðlegu samstarfi og til að mynda setið í stjórn Norræna stjórnmálafræðingasambandsins (NOPSA) og í framkvæmdastjórn Evrópusamtaka stjórnmálafræðinga (ECPR), auk þess að taka þátt í mörgum fjölþjóðlegum rannsóknarverkefnum.

Ólafur er gjarnan kallaður faðir íslenskra kosningarannsókna.

Rannsóknir Ólafs hafa einkum beinst að kosningum, kosningakerfum, almenningsáliti, stjórnmálaflokkum og lýðræði – bæði á Íslandi og í alþjóðlegum samanburði. Hann stóð fyrir fyrstu kosningarannsókninni á Íslandi árið 1983, en Íslenska kosningarannsóknin (ICENES) hefur verið framkvæmd við allar alþingiskosningar síðan – sextán talsins alls – og myndar nú eitt stærsta gagnasafn íslenskra félagsvísinda. Gögnin eru í opnum aðgangi á heimasíðu Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Auk þess er hluti gagnanna í alþjóðlegum gagnasöfnum.

Ólafur hefur birt rannsóknarniðurstöður sínar í fjölmörgum bókum, bókarköflum og ritrýndum vísindatímaritum, bæði á Íslandi og í útlöndum. Doktorsritgerð hans, Parties and Voters in Iceland, fjallar um kjósendur og stjórnmálaflokka á Íslandi í samanburði við vestræna stjórnmálaþróun. Hann skrifaði bókina The Nordic Voter ásamt fjórum forystumönnum kosningarannsókna á hinum Norðurlöndunum, en það er fyrsta samanburðarrannsóknin á norrænni kosningahegðun. Þá hefur hann fjallað um stjórnmál og stjórnmálafræði á alþýðlegri hátt í innlendum og útlendum fjölmiðlum í 40 ár og verið helsti stjórnmálaskýrandi Ríkissjónvarpsins í íslenskum kosningum síðan 1986.

Ólafur með tveimur nánum norskum vinum og samstarfsmönnum til áratuga, sem nú eru bæði látin. Henry Valen var faðir norsku kosningarannsóknanna og Hanne Marthe Narud fetaði í fótspor hans. Hún var einn fimm höfunda The Nordic Voter. Bæði voru prófessorar í stjórnmálafræði við Oslóarháskóla.

Ólafur er fæddur 1951 og alinn upp í Hafnarfirði, á Hjalteyri við Eyjafjörð og í Ólafsvík, auk þess sem hann dvaldi sex sumur í sveit hjá móðurfólki sínu á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1971, stúdentsprófi frá sama skóla 1973, BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1977, M.Sc.-prófi í stjórnmálafræði frá London School of Economics and Political Science 1979 og doktorsprófi frá sama skóla 1994. Hann kenndi við Barna- og miðskólann á Höfn 1971-1972 og við Flensborgarskóla og Námsflokka Hafnarfjarðar með námi 1972-1977.

Ólafur hefur verið gestafræðimaður við Háskólann í Essex, Háskólann í Michigan í Ann Arbor, London School of Economics and Political Science, Gautaborgarháskóla, Boston háskóla og Harvard háskóla.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni ÓÞH.

...