Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?

EDS

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu? segir um stjórnmálaflokka að þeir séu ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum og hafi oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessu svari er tekið mið af þessu og litið svo á að fjöldi stjórnmálaflokka hverju sinni sé sá sami og fjöldi framboða.

Haustið 2016 sækjast 13 stjórnmálaflokkar eftir því að fá fulltrúa á Alþingi.

Fjöldi stjórnmálaflokka á hverjum tíma mjög breytilegur og því er ekki hægt að svara þessari spurningu í eitt skipti fyrir öll. Ef litið er til síðustu 100 ára voru yfirleitt 3-5 flokkar í framboði í alþingiskosningum allt fram að 8. áratug síðustu aldar. Á tímabilinu 1971-2009 voru framboðin fæst árið 1971 eða sex en flest árið 1991 þegar 11 flokkar buðu fram lista. Þegar kosið var til Alþingis árið 2013 gátu kjósendur hins vegar valið á milli 15 framboða.

Alls hafa 12 stjórnmálaflokkar eða samtök tilkynnt að þau ætli að bjóða fram í kosningum til Alþingis þann 29. október 2016. Þetta eru í stafrófsröð:
  • Alþýðufylkingin (R)
  • Björt framtíð (A)
  • Dögun (T)
  • Flokkur fólksins (F)
  • Framsóknarflokkurinn (B)
  • Húmanistaflokkurinn (H)
  • Íslenska þjóðfylkingin (E)
  • Píratar (Þ)
  • Samfylkingin (S)
  • Sjálfstæðisflokkurinn (D)
  • Viðreisn (C)
  • Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)

Níu þessara flokka bjóða fram á landsvísu en Alþýðufylkingin, Húmanistaflokkurinn og Íslenska þjóðfylkingin eru ekki með lista í öllum kjördæmum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

26.10.2016

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

EDS. „Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?“ Vísindavefurinn, 26. október 2016. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63330.

EDS. (2016, 26. október). Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63330

EDS. „Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2016. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63330>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir stjórnmálaflokkar á Íslandi og hvað heita þeir?
Í svari við spurningunni Hver er munurinn á stjórnmálaflokki og stjórnmálahreyfingu? segir um stjórnmálaflokka að þeir séu ólíkir öðrum samtökum að því leyti að þeir bjóða fram í almennum kosningum og hafi oftast nær það yfirlýsta markmið að vilja stjórna ríkisvaldinu. Í þessu svari er tekið mið af þessu og litið svo á að fjöldi stjórnmálaflokka hverju sinni sé sá sami og fjöldi framboða.

Haustið 2016 sækjast 13 stjórnmálaflokkar eftir því að fá fulltrúa á Alþingi.

Fjöldi stjórnmálaflokka á hverjum tíma mjög breytilegur og því er ekki hægt að svara þessari spurningu í eitt skipti fyrir öll. Ef litið er til síðustu 100 ára voru yfirleitt 3-5 flokkar í framboði í alþingiskosningum allt fram að 8. áratug síðustu aldar. Á tímabilinu 1971-2009 voru framboðin fæst árið 1971 eða sex en flest árið 1991 þegar 11 flokkar buðu fram lista. Þegar kosið var til Alþingis árið 2013 gátu kjósendur hins vegar valið á milli 15 framboða.

Alls hafa 12 stjórnmálaflokkar eða samtök tilkynnt að þau ætli að bjóða fram í kosningum til Alþingis þann 29. október 2016. Þetta eru í stafrófsröð:
  • Alþýðufylkingin (R)
  • Björt framtíð (A)
  • Dögun (T)
  • Flokkur fólksins (F)
  • Framsóknarflokkurinn (B)
  • Húmanistaflokkurinn (H)
  • Íslenska þjóðfylkingin (E)
  • Píratar (Þ)
  • Samfylkingin (S)
  • Sjálfstæðisflokkurinn (D)
  • Viðreisn (C)
  • Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V)

Níu þessara flokka bjóða fram á landsvísu en Alþýðufylkingin, Húmanistaflokkurinn og Íslenska þjóðfylkingin eru ekki með lista í öllum kjördæmum.

Heimildir og mynd:...