Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ólöf Ásta Ólafsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þótt ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg er hún ung háskólagrein. Þegar ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands árið 1996 tók Ólöf Ásta að sér að fylgja ljósmóðurfræðinni úr hlaði og þróa frá grunni námsskrá í ljósmóðurfræði á háskólastigi byggða á hugmyndafræðilegum áherslum ljósmóðurfræða og ljósmóðurstarfs í takti við nýjustu strauma og stefnur í faginu. Rannsóknir Ólafar Ástu hafa einkum beinst að því að varpa ljósi á þróun þekkingar í ljósmóðurfræði, hvernig ljósmóðurfræðin hefur þróast í starfi, meðal annars í gagnkvæmu sambandi ljósmóður og konu og hvernig barneignarþjónustan hefur þróast í takt við ríkjandi menningu hverju sinni. Doktorsrannsókn Ólafar Ástu fjallaði um þekkingu ljósmæðra, menningu barneigna og ljósmóðurstarfs á Íslandi frá miðri síðustu öld til okkar daga. Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós mikilvægi yfirsetu ljósmóður í fæðingum sem eykur öryggi mæðra og barna og stuðlar að verndun eðlilegra fæðinga.

Rannsóknir Ólafar Ástu hafa einkum beinst að því að varpa ljósi á þróun þekkingar í ljósmóðurfræði, hvernig ljósmóðurfræðin hefur þróast í starfi, meðal annars í gagnkvæmu sambandi ljósmóður og konu og hvernig barneignarþjónustan hefur þróast í takt við ríkjandi menningu hverju sinni.

Rannsóknir Ólafar Ástu með samstarfsfólki og framhaldsnemum hafa einkum miðast við að skoða ákveðna þætti innan barneignarþjónustunnar, reynslu af þeirri þjónustu og hvaða áhrif hún hefur á heilsu kvenna og fjölskyldu þeirra. Í norrænu samstarfi hefur Ólöf Ásta verið í rannsóknarsamstarfi varðandi skipulag og öryggi heimafæðinga. Þá hefur hún verið í rannsóknarhópi um þróun og innleiðingu umönnunarmódels (svokallaðs MíMÓ-módels) í fæðingarhjálp sem byggir á sænskum og íslenskum veruleika þar sem lögð er áhersla á ljósmóðurfræðilega nálgun og að umönnun í barneignarferli sé veitt í faglegu sambandi ljósmóður og konu út frá forsendum konunnar og fjölskyldunnar. Einnig hefur hún unnið að því að þróa norræn framhaldsnámskeið í ljósmóðurfræði á meistara- og doktorsstigi.

Ólöf Ásta er höfundur fjölda fræðigreina og nokkurra bókarkafla í innlendum og erlendum fræðiritum, bæði ein og í þverfaglegu og alþjóðlegu samstarfi. Núverandi rannsóknaráherslur fela í sér áhuga á að beita sér fyrir eflingu þverfaglegrar samvinnu þar sem þekkingargrunnur ljósmæðra og heilbrigðisfagfólks nýtist til að bæta kynheilbrigðs- og barneignarþjónustu.

20. útskriftarhópur ljósmæðra frá Háskóla Íslands. Ólöf Ásta er efst til vinstri og við hlið hennar stendur Berglind Hálfdánsdóttir lektor.

Ólöf Ásta er fædd árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1975 og útskrifaðist frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1978. Hún hlaut BS-gráðu í hjúkrunarfræði árið 1985 og meistaragráðu frá Háskólanum í Cardiff í Wales árið 1992. Doktorsprófi í ljósmóðurfræði lauk Ólöf Ásta frá Thames Vally-háskólanum í London árið 2006. Frá því að ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands til ársins 2011 veitti Ólöf Ásta náminu forstöðu í 15 ár og var einnig um árabil forstöðumaður fræðasviðs ljósmóðurfræða á kvennasviði Landspítala.

Ólöf Ásta hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi Ljósmæðrafélags Íslands, var lengi í fræðslu- og þróunarnefndum ljósmæðra og sat í ritstjórn Ljósmæðrablaðsins um árabil, sem hefur verið ritrýnt að hluta frá árinu 2002. Ólöf Ásta er núverandi ritstjóri Ljósmæðrablaðsins.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni ÓÁÓ.

Útgáfudagur

16.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2018. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76112.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. ágúst). Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76112

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2018. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76112>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ólöf Ásta Ólafsdóttir stundað?
Ólöf Ásta Ólafsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands. Þótt ljósmóðurfræðin standi á gömlum merg er hún ung háskólagrein. Þegar ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands árið 1996 tók Ólöf Ásta að sér að fylgja ljósmóðurfræðinni úr hlaði og þróa frá grunni námsskrá í ljósmóðurfræði á háskólastigi byggða á hugmyndafræðilegum áherslum ljósmóðurfræða og ljósmóðurstarfs í takti við nýjustu strauma og stefnur í faginu. Rannsóknir Ólafar Ástu hafa einkum beinst að því að varpa ljósi á þróun þekkingar í ljósmóðurfræði, hvernig ljósmóðurfræðin hefur þróast í starfi, meðal annars í gagnkvæmu sambandi ljósmóður og konu og hvernig barneignarþjónustan hefur þróast í takt við ríkjandi menningu hverju sinni. Doktorsrannsókn Ólafar Ástu fjallaði um þekkingu ljósmæðra, menningu barneigna og ljósmóðurstarfs á Íslandi frá miðri síðustu öld til okkar daga. Niðurstöður leiddu meðal annars í ljós mikilvægi yfirsetu ljósmóður í fæðingum sem eykur öryggi mæðra og barna og stuðlar að verndun eðlilegra fæðinga.

Rannsóknir Ólafar Ástu hafa einkum beinst að því að varpa ljósi á þróun þekkingar í ljósmóðurfræði, hvernig ljósmóðurfræðin hefur þróast í starfi, meðal annars í gagnkvæmu sambandi ljósmóður og konu og hvernig barneignarþjónustan hefur þróast í takt við ríkjandi menningu hverju sinni.

Rannsóknir Ólafar Ástu með samstarfsfólki og framhaldsnemum hafa einkum miðast við að skoða ákveðna þætti innan barneignarþjónustunnar, reynslu af þeirri þjónustu og hvaða áhrif hún hefur á heilsu kvenna og fjölskyldu þeirra. Í norrænu samstarfi hefur Ólöf Ásta verið í rannsóknarsamstarfi varðandi skipulag og öryggi heimafæðinga. Þá hefur hún verið í rannsóknarhópi um þróun og innleiðingu umönnunarmódels (svokallaðs MíMÓ-módels) í fæðingarhjálp sem byggir á sænskum og íslenskum veruleika þar sem lögð er áhersla á ljósmóðurfræðilega nálgun og að umönnun í barneignarferli sé veitt í faglegu sambandi ljósmóður og konu út frá forsendum konunnar og fjölskyldunnar. Einnig hefur hún unnið að því að þróa norræn framhaldsnámskeið í ljósmóðurfræði á meistara- og doktorsstigi.

Ólöf Ásta er höfundur fjölda fræðigreina og nokkurra bókarkafla í innlendum og erlendum fræðiritum, bæði ein og í þverfaglegu og alþjóðlegu samstarfi. Núverandi rannsóknaráherslur fela í sér áhuga á að beita sér fyrir eflingu þverfaglegrar samvinnu þar sem þekkingargrunnur ljósmæðra og heilbrigðisfagfólks nýtist til að bæta kynheilbrigðs- og barneignarþjónustu.

20. útskriftarhópur ljósmæðra frá Háskóla Íslands. Ólöf Ásta er efst til vinstri og við hlið hennar stendur Berglind Hálfdánsdóttir lektor.

Ólöf Ásta er fædd árið 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1975 og útskrifaðist frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1978. Hún hlaut BS-gráðu í hjúkrunarfræði árið 1985 og meistaragráðu frá Háskólanum í Cardiff í Wales árið 1992. Doktorsprófi í ljósmóðurfræði lauk Ólöf Ásta frá Thames Vally-háskólanum í London árið 2006. Frá því að ljósmóðurnám fluttist í Háskóla Íslands til ársins 2011 veitti Ólöf Ásta náminu forstöðu í 15 ár og var einnig um árabil forstöðumaður fræðasviðs ljósmóðurfræða á kvennasviði Landspítala.

Ólöf Ásta hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi Ljósmæðrafélags Íslands, var lengi í fræðslu- og þróunarnefndum ljósmæðra og sat í ritstjórn Ljósmæðrablaðsins um árabil, sem hefur verið ritrýnt að hluta frá árinu 2002. Ólöf Ásta er núverandi ritstjóri Ljósmæðrablaðsins.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • Úr safni ÓÁÓ.

...