Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?

Guðrún Kvaran

Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið leyfir það ekki.

Ýmislegt má finna í gömlum orðabókum. Í orðabók Guðmundar Andréssonar, sem er elst útgefinna íslenskra orðabóka frá 1683 finnast myndirnar göngurvofa, göngukona, kongu-, kóngu- eða könguló og kongur-, kóngur- eða köngurvofa en þarna er einnig erfitt að meta hvort lesa eigi o, ó eða ö. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar handritasafnara, sem hann safnaði til 1734–1779 koma fyrir myndirnar konguló, kónguló, köngurrófa, klungurvofa, kunguló, göngurófa og gönguvofa en Jón greinir á milli o, ó og ö.

Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja. Málverk frá 19. öld af dauða Hervarar.

Í orðabók Björns Halldórssonar, sem gefin var út 1814, eru flettimyndirnar köngulló, köngulvofa, konúngvofa og gaunguló.

Ýmislegt er að finna í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans í dæmum úr prentuðum bókum. Örfáar heimildir eru um forliðinn köngul-, kongul- eða kóngulló og öll frá miðri 20. öld. Mun fleiri eru með forliðinn köngu-, kongu- eða kónguló. Elst þeirra er úr Guðbrandsbiblíu frá 1584. Þar er ekki gerður greinarmunur á sérhljóðunum og í dæminu stendur „Konguloar Vefu“. Í sálmaþýðingu frá 17. öld kemur fyrir „Kongulooar Vefnad“ og er þar greinilega greint á milli o og ó (oo). Mörg fleiri afbrigði eru með k-. Þar má nefna kongulófa, kongulvofa, köngur-, kongur- eða kóngurló, kongurófa, kóngur- og köngurváfa og kögurvofa.

Allmargar myndir eru einnig með göngu- í forlið en með mismunandi viðliðum. Í gamalli öfugmælavísu kemur til dæmis fyrir orðmyndin gönguló: „Golþorsk sá eg grafa staf / gaungulóna skrifa bréf.“ Þar má nefna göngulóf í „göngulófar vefur“ og göngulófa í „gaunguloofu vef“. Í Guðbrandsbiblíu er einnig bæði að finna myndina gönguróf í „Gaungurofar vefur“ og göngurófa í „Gøngurofurnar vinna med sijnum høndum.“

Ég spurðist fyrir í útvarpsþætti um um íslenskt mál um nöfn á köngulónni fyrir allmörgum árum og fékk engin dæmi um orðmyndir með g-. Flestar heimildirnar voru um kónguló og könguló en fáeinir könnuðust við framburðarmyndina konguló. Ekki virtist hún vera staðbundin.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:538) er köngurváfa talin upprunalegasta myndin og hann telur hinar myndirnar ummyndanir úr henni. Dæmin úr fornu máli styðja þessa skoðun sem og heimildir úr nágrannamálum eins og til dæmis kongurvág í færeysku í merkingunni ‘köngulóarvefur’. En hvernig má þá skýra hinar myndirnar?

Myndir með köngul- að fyrri lið eru að öllum líkindum lagaðar að köngull ‘axleit fræblaðaskipan, fræblaðahylki’. Ef til vill er um eldgamla tvímynd að ræða við köngur- með mismunandi hliðar- og sveifluhljóð (l/r) í annarri samstöfu.

Myndir með kóng- má skýra á tvo vegu. Annars vegar að um framburðarmynd sé að ræða, ö verður ó á undan ng. Dæmi um slíkt eru einkum þekkt af Vestfjörðum. Hins vegar að hún hafi verið tengd við kóngur ‘lítill hnöttur, pípuhaus, tindur, hnúkur, kuðungur’. Myndin kóngur- fyrir köngur- hefur síðar verið misskilin og tengd orðinu kóngur ‘konungur’ og skýrir það konungvofa hjá Birni Halldórssyni. Myndin klungurvofa er einnig tilraun til skýringar á fyrri liðnum og sama er að segja um kringvefju. Vefur köngulóarinnar virðist ofinn í mörgum hringjum.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:538) er köngurváfa talin upprunalegasta mynd orðisns könguló og hann telur hinar myndirnar ummyndanir úr henni.

Orðmyndir með göngu(r)- virðast hafa verið nokkuð útbreiddar og dæmi um þær eru allt frá 17. öld. Breytingin verður til við það að fyrri liður hefur ekki þótt ljós og hefur orðið fyrir áhrif frá sögninni að ganga.

Þá er það síðari liðurinn. Elsta myndin –váfa er skyld sögninni að vefja, það er ‘sú sem vefur’. Viðliðurinn –vefja í kring-, kong-, köngurvefja er tilraun til skýringar og notaður til að mynda gerandnafn eins og –váfa. Dæmi um viðlið án v má skýra sem áhrif frá þriðju kennimynd sagnarinnar að vefa, það er ófum. Þar féll v brott á undan ó. Þar sem forliðurinn var köngul-, kongul-, kóngul- og viðliðurinn –óf, -ófa hafa orðaskilin hugsanlega færst til og fram komið myndirnar köngu-, kongu-, kóngu- lóf(a). Ekki er alveg ljóst hvernig fara skal með -f- milli sérhljóða, hvort þar er einungis um ritháttarmynd að ræða.

Myndin –rófa er sennilega í sumum tilvikum sett í samband við nafnorðið rófa ‘hali, skott’.

Aðeins ung dæmi fundust um köngur-ló, með r, í rimáli og tel ég að um stafsetningarmynd sé að ræða.

Hafi einhverjir áhuga á að lesa nánar um köngulóna get ég bent á grein mína „Könguló“ í ritinu Íslenskt mál og almenn málfræði. 18. árg. (1996), bls. 193–209. Þar er margt nefnt sem ég sleppti hér.

Myndir


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Komið þið sæl, við erum hópur af nemendum í Tübingen í Þýskalandi sem er að læra íslensku. Og við vorum að spá í hvaðan orðið "kónguló" kemur. Bestu kveðjur, Ina, Katharina, Jeanette, Jasmin, Tabea og Carina

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

14.8.2019

Spyrjandi

Carina Bianca Kramer og fleiri

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur? “ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2019. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76129.

Guðrún Kvaran. (2019, 14. ágúst). Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76129

Guðrún Kvaran. „Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur? “ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2019. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76129>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Við erum hópur nemenda í Þýskalandi og viljum vita hvaðan orðið "kónguló" kemur?
Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja í mismunandi uppskriftum en erfitt er að skera úr um sérhljóðana í gömlum handritum. Tína mætti til fleiri myndir úr fornum handritum en rúmið leyfir það ekki.

Ýmislegt má finna í gömlum orðabókum. Í orðabók Guðmundar Andréssonar, sem er elst útgefinna íslenskra orðabóka frá 1683 finnast myndirnar göngurvofa, göngukona, kongu-, kóngu- eða könguló og kongur-, kóngur- eða köngurvofa en þarna er einnig erfitt að meta hvort lesa eigi o, ó eða ö. Í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar handritasafnara, sem hann safnaði til 1734–1779 koma fyrir myndirnar konguló, kónguló, köngurrófa, klungurvofa, kunguló, göngurófa og gönguvofa en Jón greinir á milli o, ó og ö.

Köngulóarinnar er snemma getið í íslenskum fornbókmenntum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs, einni fornaldarsagna, koma fram myndirnar köngurváfa, könguróa og kongvefja. Málverk frá 19. öld af dauða Hervarar.

Í orðabók Björns Halldórssonar, sem gefin var út 1814, eru flettimyndirnar köngulló, köngulvofa, konúngvofa og gaunguló.

Ýmislegt er að finna í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans í dæmum úr prentuðum bókum. Örfáar heimildir eru um forliðinn köngul-, kongul- eða kóngulló og öll frá miðri 20. öld. Mun fleiri eru með forliðinn köngu-, kongu- eða kónguló. Elst þeirra er úr Guðbrandsbiblíu frá 1584. Þar er ekki gerður greinarmunur á sérhljóðunum og í dæminu stendur „Konguloar Vefu“. Í sálmaþýðingu frá 17. öld kemur fyrir „Kongulooar Vefnad“ og er þar greinilega greint á milli o og ó (oo). Mörg fleiri afbrigði eru með k-. Þar má nefna kongulófa, kongulvofa, köngur-, kongur- eða kóngurló, kongurófa, kóngur- og köngurváfa og kögurvofa.

Allmargar myndir eru einnig með göngu- í forlið en með mismunandi viðliðum. Í gamalli öfugmælavísu kemur til dæmis fyrir orðmyndin gönguló: „Golþorsk sá eg grafa staf / gaungulóna skrifa bréf.“ Þar má nefna göngulóf í „göngulófar vefur“ og göngulófa í „gaunguloofu vef“. Í Guðbrandsbiblíu er einnig bæði að finna myndina gönguróf í „Gaungurofar vefur“ og göngurófa í „Gøngurofurnar vinna med sijnum høndum.“

Ég spurðist fyrir í útvarpsþætti um um íslenskt mál um nöfn á köngulónni fyrir allmörgum árum og fékk engin dæmi um orðmyndir með g-. Flestar heimildirnar voru um kónguló og könguló en fáeinir könnuðust við framburðarmyndina konguló. Ekki virtist hún vera staðbundin.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:538) er köngurváfa talin upprunalegasta myndin og hann telur hinar myndirnar ummyndanir úr henni. Dæmin úr fornu máli styðja þessa skoðun sem og heimildir úr nágrannamálum eins og til dæmis kongurvág í færeysku í merkingunni ‘köngulóarvefur’. En hvernig má þá skýra hinar myndirnar?

Myndir með köngul- að fyrri lið eru að öllum líkindum lagaðar að köngull ‘axleit fræblaðaskipan, fræblaðahylki’. Ef til vill er um eldgamla tvímynd að ræða við köngur- með mismunandi hliðar- og sveifluhljóð (l/r) í annarri samstöfu.

Myndir með kóng- má skýra á tvo vegu. Annars vegar að um framburðarmynd sé að ræða, ö verður ó á undan ng. Dæmi um slíkt eru einkum þekkt af Vestfjörðum. Hins vegar að hún hafi verið tengd við kóngur ‘lítill hnöttur, pípuhaus, tindur, hnúkur, kuðungur’. Myndin kóngur- fyrir köngur- hefur síðar verið misskilin og tengd orðinu kóngur ‘konungur’ og skýrir það konungvofa hjá Birni Halldórssyni. Myndin klungurvofa er einnig tilraun til skýringar á fyrri liðnum og sama er að segja um kringvefju. Vefur köngulóarinnar virðist ofinn í mörgum hringjum.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:538) er köngurváfa talin upprunalegasta mynd orðisns könguló og hann telur hinar myndirnar ummyndanir úr henni.

Orðmyndir með göngu(r)- virðast hafa verið nokkuð útbreiddar og dæmi um þær eru allt frá 17. öld. Breytingin verður til við það að fyrri liður hefur ekki þótt ljós og hefur orðið fyrir áhrif frá sögninni að ganga.

Þá er það síðari liðurinn. Elsta myndin –váfa er skyld sögninni að vefja, það er ‘sú sem vefur’. Viðliðurinn –vefja í kring-, kong-, köngurvefja er tilraun til skýringar og notaður til að mynda gerandnafn eins og –váfa. Dæmi um viðlið án v má skýra sem áhrif frá þriðju kennimynd sagnarinnar að vefa, það er ófum. Þar féll v brott á undan ó. Þar sem forliðurinn var köngul-, kongul-, kóngul- og viðliðurinn –óf, -ófa hafa orðaskilin hugsanlega færst til og fram komið myndirnar köngu-, kongu-, kóngu- lóf(a). Ekki er alveg ljóst hvernig fara skal með -f- milli sérhljóða, hvort þar er einungis um ritháttarmynd að ræða.

Myndin –rófa er sennilega í sumum tilvikum sett í samband við nafnorðið rófa ‘hali, skott’.

Aðeins ung dæmi fundust um köngur-ló, með r, í rimáli og tel ég að um stafsetningarmynd sé að ræða.

Hafi einhverjir áhuga á að lesa nánar um köngulóna get ég bent á grein mína „Könguló“ í ritinu Íslenskt mál og almenn málfræði. 18. árg. (1996), bls. 193–209. Þar er margt nefnt sem ég sleppti hér.

Myndir


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Komið þið sæl, við erum hópur af nemendum í Tübingen í Þýskalandi sem er að læra íslensku. Og við vorum að spá í hvaðan orðið "kónguló" kemur. Bestu kveðjur, Ina, Katharina, Jeanette, Jasmin, Tabea og Carina

...