Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?

Jón Már Halldórsson

Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veðri og þá sérstaklega hagamúsum. Algengt er að þær skjóti sér inn í hús um opnar dyr eða glugga, undir bílskúrsdyr ef þéttikantur er ekki nægjanlega góður eða inn um smá rifur eða göt. En hversu smátt þarf gatið að vera til að stoppa mýs?

Ef mús getur troðið höfði í gegnum gat þá fylgir kroppurinn á eftir.

Mýs komast í gegnum merkilega lítil göt. Ólíkt mönnum þá stoppar breidd axla ekki mýsnar heldur er það sennilega breidd hauskúpunnar og þá neðri kjálka sem takmarkar helst umferð músa í gegnum glufur og holur. Komist höfuðið í gegn fylgir búkurinn á eftir. Við gerð þessa svars fundust ekki niðurstöður vísindalegra rannsókna á því hversu smá göt mýs geta troðið sér í gegnum. Hins vegar hafa leikmenn gert ýmis próf og er hægt að sjá sum þeirra á vefnum. Þessi próf hafa sýnt að við venjulegar aðstæður komast fullvaxnar mýs auðveldlega í gegnum gat sem er 19 mm breitt og jafnvel 17 mm.

Samkvæmt ýmsum síðum sem fjalla um eyðingu meindýra geta smáar mýs komist í gegnum enn þrengri rifur, allt niður í ¼ úr tommu, sem samsvarar rúmum 6 mm. Hvort sú er raunin skal ósagt látið hér en allur er varinn góður og best að loka smæstu götum og glufum vilji fólk ekki fá mýs í heimsókn.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.11.2018

Síðast uppfært

27.11.2020

Spyrjandi

Bjarni Gunnarsson, Björn Tryggvason, Edda Axelsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?“ Vísindavefurinn, 1. nóvember 2018, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76177.

Jón Már Halldórsson. (2018, 1. nóvember). Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76177

Jón Már Halldórsson. „Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?“ Vísindavefurinn. 1. nóv. 2018. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76177>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu lítil göt komast hagamýs í gegnum?
Mýs, líkt og rottur, geta verið miklir skaðvaldar í híbýlum fólks, auk þess sem flestum finnst óþægilegt að vita af þeim inni á heimilinu. Það er ekki óalgengt að mýs komi inn í hús hér á landi. Bæði eru það húsamýs (Mus musculus) og hagamýs (Apodemus sylvaticus) og fer að bera meira á þeim þegar kólna tekur í veðri og þá sérstaklega hagamúsum. Algengt er að þær skjóti sér inn í hús um opnar dyr eða glugga, undir bílskúrsdyr ef þéttikantur er ekki nægjanlega góður eða inn um smá rifur eða göt. En hversu smátt þarf gatið að vera til að stoppa mýs?

Ef mús getur troðið höfði í gegnum gat þá fylgir kroppurinn á eftir.

Mýs komast í gegnum merkilega lítil göt. Ólíkt mönnum þá stoppar breidd axla ekki mýsnar heldur er það sennilega breidd hauskúpunnar og þá neðri kjálka sem takmarkar helst umferð músa í gegnum glufur og holur. Komist höfuðið í gegn fylgir búkurinn á eftir. Við gerð þessa svars fundust ekki niðurstöður vísindalegra rannsókna á því hversu smá göt mýs geta troðið sér í gegnum. Hins vegar hafa leikmenn gert ýmis próf og er hægt að sjá sum þeirra á vefnum. Þessi próf hafa sýnt að við venjulegar aðstæður komast fullvaxnar mýs auðveldlega í gegnum gat sem er 19 mm breitt og jafnvel 17 mm.

Samkvæmt ýmsum síðum sem fjalla um eyðingu meindýra geta smáar mýs komist í gegnum enn þrengri rifur, allt niður í ¼ úr tommu, sem samsvarar rúmum 6 mm. Hvort sú er raunin skal ósagt látið hér en allur er varinn góður og best að loka smæstu götum og glufum vilji fólk ekki fá mýs í heimsókn.

Heimildir og myndir:

...