Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er þeirrar skoðunar að hið persónulega sé afsprengi þess samfélags sem við lifum og hrærumst í og sé því bæði pólitískt og fræðilegt viðfangsefni.

Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnframt samfélagslegs og fræðilegs eðlis. Hún gerði ásamt Elínu Sigurðardóttur rannsókn á viðhorfum framhaldsskólanema til brúðkaupa og hjónabands og gekk í kjölfarið í hjónaband hjá sýslumanni. Hún skoðaði hugmyndir feðra og vinnuveitenda þeirra til fæðingarorlofs og samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu, sem og hugmyndir maka feðranna til sömu viðfangsefna. Í kjölfarið átti hún sitt annað barn.

Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnframt samfélagslegs og fræðilegs eðlis.

Í doktorsverkefni sínu hélt hún áfram á sömu braut, rannsakaði vinnumenningu, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð og eignaðist sitt þriðja barn. Innan áru kynjajafnréttis er yfirskrift doktorsverkefnisins sem lýsir því hvernig karlar og konur sannfæra sig um að jafnrétti ríki þrátt fyrir að raunin sé önnur. Þess háttar bil milli þess sem er og orðræðunnar hafa verið Gyðu hugleikin. Hún var á árunum 2014-2017 aðstoðarverkefnisstjóri fyrir Íslands hönd í ESB-verkefninu Garcia. Í verkefninu var reynsla og upplifun akademískra starfsmanna Háskóla Íslands af vinnuumhverfi sínu kortlögð með ýmsum hætti og þar kemur aftur við sögu bilið milli þess sem er og orðræðunnar. Gyða hefur einnig stundað rannsóknir á kynbundnu ofbeldi, málefni sem er henni afar hugleikið.

Gyða Margrét Pétursdóttir er fædd árið 1973. Hún var fyrst manna til að ljúka doktorsprófi í kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2009 þaðan sem hún lauk einnig MA- og BA-prófi í félagsfræði. Gyða var ráðin aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2010 og lektor árið 2013. Í grunnskóla var hún spurð: Hvað ætlar þú að verða væna? Svar Gyðu: „Blaðamaður á DV af því að það er frjálst og óháð dagblað.“ Gyða var með svarinu að leitast við að ná utan um löngun sína til að fjalla um tvískinnung og ranglæti sem hún varð áskynja í samfélaginu. Í rannsóknum sínum og kennslu nýtur Gyða þess nú að kortleggja kynjakerfið með öllum sínum kynjaða tvískinnungi og starfar því við það sem hún ætlaði sér þótt hún ætti ekki orð yfir það á sínum tíma.

Mynd:

Útgáfudagur

22.8.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76195.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 22. ágúst). Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76195

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76195>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?
Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er þeirrar skoðunar að hið persónulega sé afsprengi þess samfélags sem við lifum og hrærumst í og sé því bæði pólitískt og fræðilegt viðfangsefni.

Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnframt samfélagslegs og fræðilegs eðlis. Hún gerði ásamt Elínu Sigurðardóttur rannsókn á viðhorfum framhaldsskólanema til brúðkaupa og hjónabands og gekk í kjölfarið í hjónaband hjá sýslumanni. Hún skoðaði hugmyndir feðra og vinnuveitenda þeirra til fæðingarorlofs og samræmingar fjölskyldulífs og atvinnu, sem og hugmyndir maka feðranna til sömu viðfangsefna. Í kjölfarið átti hún sitt annað barn.

Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnframt samfélagslegs og fræðilegs eðlis.

Í doktorsverkefni sínu hélt hún áfram á sömu braut, rannsakaði vinnumenningu, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð og eignaðist sitt þriðja barn. Innan áru kynjajafnréttis er yfirskrift doktorsverkefnisins sem lýsir því hvernig karlar og konur sannfæra sig um að jafnrétti ríki þrátt fyrir að raunin sé önnur. Þess háttar bil milli þess sem er og orðræðunnar hafa verið Gyðu hugleikin. Hún var á árunum 2014-2017 aðstoðarverkefnisstjóri fyrir Íslands hönd í ESB-verkefninu Garcia. Í verkefninu var reynsla og upplifun akademískra starfsmanna Háskóla Íslands af vinnuumhverfi sínu kortlögð með ýmsum hætti og þar kemur aftur við sögu bilið milli þess sem er og orðræðunnar. Gyða hefur einnig stundað rannsóknir á kynbundnu ofbeldi, málefni sem er henni afar hugleikið.

Gyða Margrét Pétursdóttir er fædd árið 1973. Hún var fyrst manna til að ljúka doktorsprófi í kynjafræði frá Háskóla Íslands árið 2009 þaðan sem hún lauk einnig MA- og BA-prófi í félagsfræði. Gyða var ráðin aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands árið 2010 og lektor árið 2013. Í grunnskóla var hún spurð: Hvað ætlar þú að verða væna? Svar Gyðu: „Blaðamaður á DV af því að það er frjálst og óháð dagblað.“ Gyða var með svarinu að leitast við að ná utan um löngun sína til að fjalla um tvískinnung og ranglæti sem hún varð áskynja í samfélaginu. Í rannsóknum sínum og kennslu nýtur Gyða þess nú að kortleggja kynjakerfið með öllum sínum kynjaða tvískinnungi og starfar því við það sem hún ætlaði sér þótt hún ætti ekki orð yfir það á sínum tíma.

Mynd:

...