Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?

Sólveig Ása Árnadóttir

Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið.

Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt?

Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pack“ er notað yfir formið á einum þekktasta kviðvöðvanum sem heitir kviðbeinn á íslensku (lat. rectus abdominis, e. straight muscle of abdomen). Vöðvinn liggur grunnt og myndar framvegg kviðarhols þar sem hann tengir saman brjóstkassa og mjaðmagrind. Kviðbeinn skiptist í tvo hluta, hægri og vinstri kviðbein, sem tengjast miðlægt í hvítleitu sinabandi sem kallast hvítalína (lat. linea alba) og naflinn liggur á þessari línu.

Hliðlægt enda báðir hlutar kviðbeins í langsum bogadreginni millisin sem kallast hálfmánalína (lat. linea semilunari, e. semilunar line,). Formið á kviðbeini einkennist af þverlægum millisinum (lat. intersectiones tendineae, e. tendinous intersections) sem tengja hvítulínu og hálfmánalínu og skipta vöðvanum upp í afmörkuð hólf. Algengast er að sjá þrjú pör af millisinum og sex vöðvahólf sem eru rótin að nafninu „six pack“. Heilbrigður kviðbeinsvöðvi getur þó haft ýmis önnur form eins og færri eða fleiri millisinar, sem mynda þá til dæmis „eight pack“. Heilbrigður vöðvi getur líka haft ósamhverfar millisinar, sem liggja ýmist lárétt eða á ská, eða ná aðeins yfir hluta vöðvans.

Kviðbeinn tengir saman brjóstkassa og mjaðmagrind. Hann skiptist í tvo hluta sem tengjast miðlægt í sinabandi sem kallast hvítalína. Báðir hlutar kviðbeins enda við hálfmánalínu. Í kviðbeini eru þverlægar millisinar.

Er gott að vera með six pack?

Það er afar mikilvægt að vera með starfandi kviðbein og þar af leiðandi er gott að vera með „six pack“. Fyrir daglegt líf skiptir hinsvegar minna máli hvort „six pack“ er sýnilegur berum augum. Þessari spurningu er því hægt að svara á fleiri en einn veg:
  • Annað svarið er já, og byggir á því að allir séu með „six pack“, þótt hann sé ekki sýnilegur berum augum vegna húðfitu sem hylur vöðvann. Þrátt fyrir fitulag er nær alltaf hægt að þreifa millisinarnar og finna þannig formið á kviðbeini. Kviðbeinn er afar mikilvægur vöðvi í líkamanum og gott að hann sé kraftmikill. Hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að fjöldi millisina eða nákvæm lögun þeirra hafi bein áhrif á margþætt hlutverk vöðvans. Þar má helst nefna að hann gegnir lykilhlutverki í að beygja búkinn (gegn mótstöðu) og hann getur haldið á móti þegar ytri kraftur reynir að rétta úr búknum eða fetta hann. Spenna í kviðbeini þrýstir rifjunum niður, lyftir mjaðmagrindinni, styður við upprétta líkamsstöðu og styður við búkinn þegar útlimir hreyfast. Við spennum kviðbein til að verja innyfli í kviðarholi og auka þrýsting í kviðarholi, til dæmis við hósta eða rembing.
  • Hitt svarið er ekki eins afgerandi og miðast við þá venju að tala um að einhver sé með „six pack“ þegar greina má með berum augum hvernig kviðbeinn skiptist upp í vöðvahólf. Margir myndu segja að sýnilegur „six pack“ sé fyrst og fremst til að gleðja fegurðarskyn þeirra sem það kunna að meta, en gagnsemin sé minni. Hinsvegar má ekki gleyma þeirri staðreynd að mögum finnst gott að geta státað sig af greinilegum vöðvaskilum óháð því hversu sterkir vöðvarnir eru.

Það er afar mikilvægt að vera með starfandi kviðbein og þar af leiðandi er gott að vera með „six pack“. Fyrir daglegt líf skiptir hinsvegar minna máli hvort „six pack“ er sýnilegur berum augum.

Hver er besta leiðin til að fá six pack

Kviðbeinn styrkist og stækkar ef hann er notaður af viðeigandi ákefð og tíðni, í æfingum sem endurspegla hreyfingar og stöður þar sem vöðvinn er virkur. Æfingarnar geta til dæmis falið í sér:
  • að beygja búkinn gegn þyngdaraflinu og hverskonar mótstöðu,
  • að halda á móti ytri krafti sem reynir að rétta/fetta búkinn og
  • ýmsar hreyfingar efri og neðri útlima þar sem kviðbeinn sér um að hreyfa og styðja við búkinn.

Oft heyrist sagt að lykillinn að „six pack“ sé að finna í eldhúsinu frekar en líkamsræktinni. Það er talsvert til í því, þar sem mataræði virðist skipta miklu máli til að vöðvaskil séu sýnileg.

Það sem gerir „six pack“ sýnilegan berum augum er blanda af sterkum kviðbeini og lág fituprósenta í líkamanum. Því heyrist oft sagt að lykillinn að „six pack“ sé að finna í eldhúsinu frekar en líkamsræktinni. Það er talsvert til í því, þar sem mataræði virðist skipta miklu máli til að vöðvaskil séu sýnileg, en jafnframt er mikilvægt að stunda ýmiss konar líkamlega áreynslu sem hraðar fitubrennslu í líkamanum.

Heimildir:
  • Anita, H. M., Gupta, A. og Nasar, A. (2015). Variation in tendinous intersections of rectus abdominis muscle in North Indian population with clinical implications. Journal of Clinical and Diagnostic Research, 9(6), AC10-AC12. doi:10.7860/jcdr/2015/14027.6028
  • Broyles, J. M., Schuenke, M. D., Patel, S. R., Vail, C. M., Broyles, H. V. og Dellon, A. L. (2018). Defining the anatomy of the tendinous intersections of the rectus abdominis muscle and their clinical implications in functional muscle neurotization. Annals of Plastic Surgery, 80(1), 50-53. doi:10.1097/sap.0000000000001193
  • Feneis, H. (1991). Líffæri mannsins: atlas með íslenskum, alþjóðlegum og enskum heitum (teikningar eftir Gerhard Spitzer; Súsanna Þórkatla Jónsdóttir þýddi). Reykjavík: Heimskringla.
  • Houglum, P. A. og Bertoti, D. B. (2012). Brunnstrom‘s clinical kinesiology (6. útgáfa). Philadelphia, USA: F.A. Davis.
  • Shamsi, M., Sarrafzadeh, J., Jamshidi, A., Zarabi, V. og Pourahmadi, M. R. (2016). The effect of core stability and general exercise on abdominal muscle thickness in non-specific chronic low back pain using ultrasound imaging. Physiotherapy Theory and Practice, 32(4), 277-283. doi:10.3109/09593985.2016.1138559
  • Soames, R. og Palastanga, N. (2018). Anatomy and human movement: structure and function (7. útgáfa). Edinborg: Elsevier.

Myndir:

Höfundur

Sólveig Ása Árnadóttir

dósent í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

4.12.2018

Spyrjandi

Magnús Ólafur, Linda, Hilmar Henning, Böðvar Bett

Tilvísun

Sólveig Ása Árnadóttir. „Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2018, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76246.

Sólveig Ása Árnadóttir. (2018, 4. desember). Hver er besta leiðin til að fá „six pack“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76246

Sólveig Ása Árnadóttir. „Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2018. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76246>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er besta leiðin til að fá „six pack“?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa spurt um kviðvöðvann, sem oft er vísað til með ensku orðunum „six pack“ en kallast á íslensku kviðbeinn. Hér er öllum þessum spurningum svarað lið fyrir lið.

Félagi minn er ekki með six pack, hann er með eight pack. Er það eðlilegt?

Já, það er eðlilegt. Enska orðið „six pack“ er notað yfir formið á einum þekktasta kviðvöðvanum sem heitir kviðbeinn á íslensku (lat. rectus abdominis, e. straight muscle of abdomen). Vöðvinn liggur grunnt og myndar framvegg kviðarhols þar sem hann tengir saman brjóstkassa og mjaðmagrind. Kviðbeinn skiptist í tvo hluta, hægri og vinstri kviðbein, sem tengjast miðlægt í hvítleitu sinabandi sem kallast hvítalína (lat. linea alba) og naflinn liggur á þessari línu.

Hliðlægt enda báðir hlutar kviðbeins í langsum bogadreginni millisin sem kallast hálfmánalína (lat. linea semilunari, e. semilunar line,). Formið á kviðbeini einkennist af þverlægum millisinum (lat. intersectiones tendineae, e. tendinous intersections) sem tengja hvítulínu og hálfmánalínu og skipta vöðvanum upp í afmörkuð hólf. Algengast er að sjá þrjú pör af millisinum og sex vöðvahólf sem eru rótin að nafninu „six pack“. Heilbrigður kviðbeinsvöðvi getur þó haft ýmis önnur form eins og færri eða fleiri millisinar, sem mynda þá til dæmis „eight pack“. Heilbrigður vöðvi getur líka haft ósamhverfar millisinar, sem liggja ýmist lárétt eða á ská, eða ná aðeins yfir hluta vöðvans.

Kviðbeinn tengir saman brjóstkassa og mjaðmagrind. Hann skiptist í tvo hluta sem tengjast miðlægt í sinabandi sem kallast hvítalína. Báðir hlutar kviðbeins enda við hálfmánalínu. Í kviðbeini eru þverlægar millisinar.

Er gott að vera með six pack?

Það er afar mikilvægt að vera með starfandi kviðbein og þar af leiðandi er gott að vera með „six pack“. Fyrir daglegt líf skiptir hinsvegar minna máli hvort „six pack“ er sýnilegur berum augum. Þessari spurningu er því hægt að svara á fleiri en einn veg:
  • Annað svarið er já, og byggir á því að allir séu með „six pack“, þótt hann sé ekki sýnilegur berum augum vegna húðfitu sem hylur vöðvann. Þrátt fyrir fitulag er nær alltaf hægt að þreifa millisinarnar og finna þannig formið á kviðbeini. Kviðbeinn er afar mikilvægur vöðvi í líkamanum og gott að hann sé kraftmikill. Hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að fjöldi millisina eða nákvæm lögun þeirra hafi bein áhrif á margþætt hlutverk vöðvans. Þar má helst nefna að hann gegnir lykilhlutverki í að beygja búkinn (gegn mótstöðu) og hann getur haldið á móti þegar ytri kraftur reynir að rétta úr búknum eða fetta hann. Spenna í kviðbeini þrýstir rifjunum niður, lyftir mjaðmagrindinni, styður við upprétta líkamsstöðu og styður við búkinn þegar útlimir hreyfast. Við spennum kviðbein til að verja innyfli í kviðarholi og auka þrýsting í kviðarholi, til dæmis við hósta eða rembing.
  • Hitt svarið er ekki eins afgerandi og miðast við þá venju að tala um að einhver sé með „six pack“ þegar greina má með berum augum hvernig kviðbeinn skiptist upp í vöðvahólf. Margir myndu segja að sýnilegur „six pack“ sé fyrst og fremst til að gleðja fegurðarskyn þeirra sem það kunna að meta, en gagnsemin sé minni. Hinsvegar má ekki gleyma þeirri staðreynd að mögum finnst gott að geta státað sig af greinilegum vöðvaskilum óháð því hversu sterkir vöðvarnir eru.

Það er afar mikilvægt að vera með starfandi kviðbein og þar af leiðandi er gott að vera með „six pack“. Fyrir daglegt líf skiptir hinsvegar minna máli hvort „six pack“ er sýnilegur berum augum.

Hver er besta leiðin til að fá six pack

Kviðbeinn styrkist og stækkar ef hann er notaður af viðeigandi ákefð og tíðni, í æfingum sem endurspegla hreyfingar og stöður þar sem vöðvinn er virkur. Æfingarnar geta til dæmis falið í sér:
  • að beygja búkinn gegn þyngdaraflinu og hverskonar mótstöðu,
  • að halda á móti ytri krafti sem reynir að rétta/fetta búkinn og
  • ýmsar hreyfingar efri og neðri útlima þar sem kviðbeinn sér um að hreyfa og styðja við búkinn.

Oft heyrist sagt að lykillinn að „six pack“ sé að finna í eldhúsinu frekar en líkamsræktinni. Það er talsvert til í því, þar sem mataræði virðist skipta miklu máli til að vöðvaskil séu sýnileg.

Það sem gerir „six pack“ sýnilegan berum augum er blanda af sterkum kviðbeini og lág fituprósenta í líkamanum. Því heyrist oft sagt að lykillinn að „six pack“ sé að finna í eldhúsinu frekar en líkamsræktinni. Það er talsvert til í því, þar sem mataræði virðist skipta miklu máli til að vöðvaskil séu sýnileg, en jafnframt er mikilvægt að stunda ýmiss konar líkamlega áreynslu sem hraðar fitubrennslu í líkamanum.

Heimildir:
  • Anita, H. M., Gupta, A. og Nasar, A. (2015). Variation in tendinous intersections of rectus abdominis muscle in North Indian population with clinical implications. Journal of Clinical and Diagnostic Research, 9(6), AC10-AC12. doi:10.7860/jcdr/2015/14027.6028
  • Broyles, J. M., Schuenke, M. D., Patel, S. R., Vail, C. M., Broyles, H. V. og Dellon, A. L. (2018). Defining the anatomy of the tendinous intersections of the rectus abdominis muscle and their clinical implications in functional muscle neurotization. Annals of Plastic Surgery, 80(1), 50-53. doi:10.1097/sap.0000000000001193
  • Feneis, H. (1991). Líffæri mannsins: atlas með íslenskum, alþjóðlegum og enskum heitum (teikningar eftir Gerhard Spitzer; Súsanna Þórkatla Jónsdóttir þýddi). Reykjavík: Heimskringla.
  • Houglum, P. A. og Bertoti, D. B. (2012). Brunnstrom‘s clinical kinesiology (6. útgáfa). Philadelphia, USA: F.A. Davis.
  • Shamsi, M., Sarrafzadeh, J., Jamshidi, A., Zarabi, V. og Pourahmadi, M. R. (2016). The effect of core stability and general exercise on abdominal muscle thickness in non-specific chronic low back pain using ultrasound imaging. Physiotherapy Theory and Practice, 32(4), 277-283. doi:10.3109/09593985.2016.1138559
  • Soames, R. og Palastanga, N. (2018). Anatomy and human movement: structure and function (7. útgáfa). Edinborg: Elsevier.

Myndir:

...