Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Steffen Mischke er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa að endurgerð umhverfis- og loftslagsþátta með því að nota eðlisfræðilega og efnafræðilega eiginleika setlaga og steingervinga sem í þeim finnast. Skilningur á umhverfis- og loftslagsbreytingum á síðustu ísöld er sérstaklega mikilvægur þegar kemur að því að meta yfirstandandi loftslagsbreytingar og breytingar á loftslagi af mannavöldum.

Steffen við sýnatökur úr rúmlega milljón ára gömlum setlögum sem innihalda verkfæri úr steini. Setlögin úr Nihewan-vatnasviðinu í Kína bera vitni um dreifingu manna mjög snemma um frekar köld svæði í Norðaustur-Asíu.

Steffen vinnur að mestu við rannsóknir á fjalllendi og þurrum svæðum þar sem loftslagsbreytingar hafa haft hvað mest áhrif fyrr á tímum. Ein rannsókn hans sýndi fram á að fyrir tveimur árþúsundum hefði orðið umhverfiskreppa af mannavöldum í Kína, svipuð og er í nútímanum, með uppþurrkun Aralvatns, eins stærsta stöðuvatns í heimi. Steffen tekur um þessar mundir einnig þátt í fornleifauppgreftri í Austurlöndum nær og Austur-Asíu. Doktorsnemi hans Jovana Alkalaj vinnur við rannsóknir á dreifingu og vistfræðilegu kjörlendi smárra krabbadýra sem kallast skeljakrabbar (Ostracoda) í íslenskum nútímastöðuvötnum, en þau gögn mætti nota til að meta áhrif mannvistar og atvinnustarfsemi á vistkerfi vatna.

Vinna við fornleifauppgröft á bökkum árinnar Jórdan í Ísrael. Hér fara fram rannsóknir á upphafi landbúnaðar á nýsteinöld og ein af þeim spurningum sem reynt verður að svara er hvort loftslagsbreytingar hafi stuðlað að breytingu á menningu?

Steffen er fæddur í Berlín í Þýskalandi árið 1969. Eftir nám í Berlín og Lanzhou í Kína lauk hann doktorsprófi frá Institute of Geological Sciences við Freie Universität Berlin árið 2001. Hann gegndi stöðu lektors við Freie Universität Berlin í sex ár, og varði svo ári sem vísindamaður við háskólann í Minnestoa. Síðan starfaði hann í fimm ár við háskólann í Potsdam með Heisenberg-rannsóknarstyrk áður en hann gekk til liðs við Háskóla Íslands í desember 2014. Steffen vinnur með vísindamönnum víðsvegar úr heiminum; frá Kína, Ísrael, Jórdaníu og Bretlandi. Hann starfar sem aðstoðarritstjóri Journal of Paleolimnology og situr í ritstjórn Palaeogeography Palaeoclimatology Palaeoecology.

Myndir:

 • Úr safni SM.
 • Útgáfudagur

  4.9.2018

  Spyrjandi

  Ritstjórn

  Tilvísun

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað?“ Vísindavefurinn, 4. september 2018. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76275.

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76275

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2018. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76275>.

  Chicago | APA | MLA

  Spyrja

  Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

  Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

  Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

  Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

  Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

  Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

  =

  Senda grein til vinar

  =

  Hvað hefur vísindamaðurinn Steffen Mischke rannsakað?
  Steffen Mischke er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa að endurgerð umhverfis- og loftslagsþátta með því að nota eðlisfræðilega og efnafræðilega eiginleika setlaga og steingervinga sem í þeim finnast. Skilningur á umhverfis- og loftslagsbreytingum á síðustu ísöld er sérstaklega mikilvægur þegar kemur að því að meta yfirstandandi loftslagsbreytingar og breytingar á loftslagi af mannavöldum.

  Steffen við sýnatökur úr rúmlega milljón ára gömlum setlögum sem innihalda verkfæri úr steini. Setlögin úr Nihewan-vatnasviðinu í Kína bera vitni um dreifingu manna mjög snemma um frekar köld svæði í Norðaustur-Asíu.

  Steffen vinnur að mestu við rannsóknir á fjalllendi og þurrum svæðum þar sem loftslagsbreytingar hafa haft hvað mest áhrif fyrr á tímum. Ein rannsókn hans sýndi fram á að fyrir tveimur árþúsundum hefði orðið umhverfiskreppa af mannavöldum í Kína, svipuð og er í nútímanum, með uppþurrkun Aralvatns, eins stærsta stöðuvatns í heimi. Steffen tekur um þessar mundir einnig þátt í fornleifauppgreftri í Austurlöndum nær og Austur-Asíu. Doktorsnemi hans Jovana Alkalaj vinnur við rannsóknir á dreifingu og vistfræðilegu kjörlendi smárra krabbadýra sem kallast skeljakrabbar (Ostracoda) í íslenskum nútímastöðuvötnum, en þau gögn mætti nota til að meta áhrif mannvistar og atvinnustarfsemi á vistkerfi vatna.

  Vinna við fornleifauppgröft á bökkum árinnar Jórdan í Ísrael. Hér fara fram rannsóknir á upphafi landbúnaðar á nýsteinöld og ein af þeim spurningum sem reynt verður að svara er hvort loftslagsbreytingar hafi stuðlað að breytingu á menningu?

  Steffen er fæddur í Berlín í Þýskalandi árið 1969. Eftir nám í Berlín og Lanzhou í Kína lauk hann doktorsprófi frá Institute of Geological Sciences við Freie Universität Berlin árið 2001. Hann gegndi stöðu lektors við Freie Universität Berlin í sex ár, og varði svo ári sem vísindamaður við háskólann í Minnestoa. Síðan starfaði hann í fimm ár við háskólann í Potsdam með Heisenberg-rannsóknarstyrk áður en hann gekk til liðs við Háskóla Íslands í desember 2014. Steffen vinnur með vísindamönnum víðsvegar úr heiminum; frá Kína, Ísrael, Jórdaníu og Bretlandi. Hann starfar sem aðstoðarritstjóri Journal of Paleolimnology og situr í ritstjórn Palaeogeography Palaeoclimatology Palaeoecology.

  Myndir:

 • Úr safni SM.
 • ...