Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Dóra S. Bjarnason var prófessor í félagsfræði og fötlunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar voru einkum á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra ungmenna af skóla og samfélagi samfara breytingum á kerfislægum og almennum stuðningi við það á ungum fullorðinsárum.

Dóra vann að samanburðarrannsókn á reynslu foreldra fatlaðra barna af formlegum og óformlegum stuðningi við fjölskyldur vegna fötlunar á tímabilinu 1974 til 2004 og samskonar reynslu innlendra og erlendra foreldra eftir hrun. Hún kannað líka nokkuð meðgöngu og tækni og glímdi við spurninguna: Í hverju felst stuðningur við verðandi foreldra ef grunur leikur á „fósturskaða“?

Rannsóknir Dóru voru einkum verið á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar.

Dóra hóf störf sem stundakennari við Kennaraháskóla Íslands haustið 1971 og var fastráðin 1981. Hún var ráðin prófessor við Kennaraháskólann 2004 (sem haustið 2008 varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands) og tók þá að beina sjónum sínum enn frekar að menntavísindum, stefnumótun í menntamálum, jaðarsetningu og aðstæðum fólks með fötlun í skóla og samfélagi. Skrif hennar á þeim vettvangi hverfðust flest um nokkur meginþemu sem tengjast ofangreindu og lýðræði, mannréttindum og menntun.

Meðal bóka Dóru eru: Social policy and social capital. Parents and exceptionality 1974-2007 (2010) og New Voices From Iceland: Disability and Young adulthood (2004). Báðar gefnar út af Nova Science Publishers Inc. Dóra var í ritstjórn nokkurra bóka, síðast Skóla margbreytileikans sem kom út 2016. Enn fremur liggur eftir Dóru fjöldi fræðigreina og bókarkafla ýmist sem eini höfundur eða meðhöfundur, á íslensku, ensku, og fleiri tungumálum.

Dóra tók að beina sjónum sínum enn frekar að menntavísindum, stefnumótun í menntamálum, jaðarsetningu og aðstæðum fólks með fötlun í skóla og samfélags eftir að hafa verið ráðin prófessor við Kennaraháskólann (nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands).

Dóra hlaut ýmsar viðurkenningar, var Morris Ginsberg-fellow við London School of Economics 1977-1978 og sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Kennaraháskóla Íslands og síðar Háskóla Íslands, síðast í doktorsráði Menntavísindasviðs. Hún var einnig gestakennari við fjölmarga erlenda háskóla.

Dóra fæddist í Reykjavík 1947. Hún lauk BA-prófi í félagsfræði við Manchester-háskóla og MA-prófi við Keele-háskóla. Hún lauk D.phil. í fötlunarfræði-sérkennslu frá Oslóarháskóla 2003. Hún lést árið 2020.

Myndir:
  • Úr safni DSB.

Útgáfudagur

5.10.2018

Síðast uppfært

5.10.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?“ Vísindavefurinn, 5. október 2018, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76370.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 5. október). Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76370

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2018. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76370>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Dóra S. Bjarnason stundað?
Dóra S. Bjarnason var prófessor í félagsfræði og fötlunarfræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar voru einkum á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar, sögu og afrakstri sérkennslu, jaðarsetningu fatlaðs fólks, og á reynslu þriggja kynslóða fatlaðra ungmenna af skóla og samfélagi samfara breytingum á kerfislægum og almennum stuðningi við það á ungum fullorðinsárum.

Dóra vann að samanburðarrannsókn á reynslu foreldra fatlaðra barna af formlegum og óformlegum stuðningi við fjölskyldur vegna fötlunar á tímabilinu 1974 til 2004 og samskonar reynslu innlendra og erlendra foreldra eftir hrun. Hún kannað líka nokkuð meðgöngu og tækni og glímdi við spurninguna: Í hverju felst stuðningur við verðandi foreldra ef grunur leikur á „fósturskaða“?

Rannsóknir Dóru voru einkum verið á sviði félagsfræði menntunar, fötlunarfræði og skólastefnunnar skóli án aðgreiningar.

Dóra hóf störf sem stundakennari við Kennaraháskóla Íslands haustið 1971 og var fastráðin 1981. Hún var ráðin prófessor við Kennaraháskólann 2004 (sem haustið 2008 varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands) og tók þá að beina sjónum sínum enn frekar að menntavísindum, stefnumótun í menntamálum, jaðarsetningu og aðstæðum fólks með fötlun í skóla og samfélagi. Skrif hennar á þeim vettvangi hverfðust flest um nokkur meginþemu sem tengjast ofangreindu og lýðræði, mannréttindum og menntun.

Meðal bóka Dóru eru: Social policy and social capital. Parents and exceptionality 1974-2007 (2010) og New Voices From Iceland: Disability and Young adulthood (2004). Báðar gefnar út af Nova Science Publishers Inc. Dóra var í ritstjórn nokkurra bóka, síðast Skóla margbreytileikans sem kom út 2016. Enn fremur liggur eftir Dóru fjöldi fræðigreina og bókarkafla ýmist sem eini höfundur eða meðhöfundur, á íslensku, ensku, og fleiri tungumálum.

Dóra tók að beina sjónum sínum enn frekar að menntavísindum, stefnumótun í menntamálum, jaðarsetningu og aðstæðum fólks með fötlun í skóla og samfélags eftir að hafa verið ráðin prófessor við Kennaraháskólann (nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands).

Dóra hlaut ýmsar viðurkenningar, var Morris Ginsberg-fellow við London School of Economics 1977-1978 og sat í ýmsum nefndum og ráðum fyrir Kennaraháskóla Íslands og síðar Háskóla Íslands, síðast í doktorsráði Menntavísindasviðs. Hún var einnig gestakennari við fjölmarga erlenda háskóla.

Dóra fæddist í Reykjavík 1947. Hún lauk BA-prófi í félagsfræði við Manchester-háskóla og MA-prófi við Keele-háskóla. Hún lauk D.phil. í fötlunarfræði-sérkennslu frá Oslóarháskóla 2003. Hún lést árið 2020.

Myndir:
  • Úr safni DSB.
...