Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval hefur hún nýtt habitus-hugtakið úr smiðju félagsfræðingsins Pierre Bourdieu, en það má skilgreina sem félagslega huglægni og kemur fram í því að við greinum okkur í aðgreinda hópa með ýmis konar vali og viðhorfum. Þessa félagslegu aðgreiningu er unnt að mæla og hefur Guðbjörg gert það í tveimur rannsóknum meðal ungs fólks hér á landi. Þar mældust skýrt aðgreindir habitus-hópar sem hugsa marktækt ólíkt um störf og náms- og starfsval.

Ennfremur hefur Guðbjörg gert rannsóknir sem styðjast við hugsmíðahyggjukenningu sálfræðingsins Mark Savickas. Hún gengur út frá veruleika á vinnumarkaði og hvernig unnt er að aðstoða fólk við að skilja sögu sína og sjá möguleika við þessar nýju aðstæður (tíð starfsskipti, ný samskiptatækni, fjölgun starfa, minna trygglyndi vinnuveitenda, og svo framvegis). Guðbjörg hefur tekið þátt í alþjóðlegri rannsókn við gerð sálfræðilegs mælitækis á aðlögun á náms- og starfsferli og gefið út íslenska útgáfu af mælitækinu sem heitir Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (KANS). Á síbreytilegum vinnumarkaði reynir mjög á hæfnina til að laga sig að breytingum og KANS mælir hvort þessi hæfni er til staðar og að hvaða marki.

Guðbjörg hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf.

Guðbjörg hefur gert nokkrar rannsóknir á frásagnarráðgjöf, nánar tiltekið á aðferð sem kallast á íslensku starfshyggjuviðtal (e. career construction interview). Þar eru meginþemu frásagnanna úr lífi og starfi ráðþega dregin fram sem verða honum efniviður til að byggja á til framtíðar. Framlag Guðbjargar í rannsóknum á starfshyggjuviðtölum hefur verið að skoða aðferðir úr bókmenntafræði til að greina frásagnirnar.

Guðbjörg hefur rannsakað árangur af náms- og starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í rannsóknum sínum og meðal annars komist að því að nemendur sem taka litlum framförum í að skipuleggja hugsun sína um störf í 10. bekk eru líklegri til að hverfa frá námi í framhaldsskóla. Einnig stýrði Guðbjörg fyrstu rannsókninni sem ber saman náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndum og leggur mat á árangur í ráðgjafarþjónustu við fullorðna notendur framhaldsfræðslunnar.

Guðbjörg hefur skráð íslenska sögu náms- og starfsráðgjafar á 20. öld og fram á þessa öld og nýlega hafið þátttöku í alþjóðlegri rannsókn sem skoðar viðhorf ungmenna um tvítugt til starfa sem þau stunda.

Guðbjörg fæddist í Hafnarfirði 1956 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1976. Hún lauk BA-prófi í uppeldisfræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982. Hún lauk embættisprófi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskólanum í Lyon, Frakklandi 1985, Maîtrise í uppeldisfræði frá Háskólanum Háskólanum í París IV - Sorbonne 1987 og doktorsprófi á sviði náms- og starfsráðgjafarfræða frá Hertfordshire-háskóla í Englandi 2004. Guðbjörg hefur starfað við Háskóla Íslands frá 1991 og gegnt stöðu prófessors frá 2010. Guðbjörg var deildarforseti í Félags- og mannvísindadeild frá 2016-2018. Guðbjörg hefur hlotið viðurkenningar frá National Career Development Association og Félagi náms- og starfsráðgjafa fyrir störf sín að náms- og starfsráðgjöf.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

11.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 11. október 2018, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76406.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. október). Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76406

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2018. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval hefur hún nýtt habitus-hugtakið úr smiðju félagsfræðingsins Pierre Bourdieu, en það má skilgreina sem félagslega huglægni og kemur fram í því að við greinum okkur í aðgreinda hópa með ýmis konar vali og viðhorfum. Þessa félagslegu aðgreiningu er unnt að mæla og hefur Guðbjörg gert það í tveimur rannsóknum meðal ungs fólks hér á landi. Þar mældust skýrt aðgreindir habitus-hópar sem hugsa marktækt ólíkt um störf og náms- og starfsval.

Ennfremur hefur Guðbjörg gert rannsóknir sem styðjast við hugsmíðahyggjukenningu sálfræðingsins Mark Savickas. Hún gengur út frá veruleika á vinnumarkaði og hvernig unnt er að aðstoða fólk við að skilja sögu sína og sjá möguleika við þessar nýju aðstæður (tíð starfsskipti, ný samskiptatækni, fjölgun starfa, minna trygglyndi vinnuveitenda, og svo framvegis). Guðbjörg hefur tekið þátt í alþjóðlegri rannsókn við gerð sálfræðilegs mælitækis á aðlögun á náms- og starfsferli og gefið út íslenska útgáfu af mælitækinu sem heitir Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (KANS). Á síbreytilegum vinnumarkaði reynir mjög á hæfnina til að laga sig að breytingum og KANS mælir hvort þessi hæfni er til staðar og að hvaða marki.

Guðbjörg hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf.

Guðbjörg hefur gert nokkrar rannsóknir á frásagnarráðgjöf, nánar tiltekið á aðferð sem kallast á íslensku starfshyggjuviðtal (e. career construction interview). Þar eru meginþemu frásagnanna úr lífi og starfi ráðþega dregin fram sem verða honum efniviður til að byggja á til framtíðar. Framlag Guðbjargar í rannsóknum á starfshyggjuviðtölum hefur verið að skoða aðferðir úr bókmenntafræði til að greina frásagnirnar.

Guðbjörg hefur rannsakað árangur af náms- og starfsfræðslu og náms- og starfsráðgjöf í rannsóknum sínum og meðal annars komist að því að nemendur sem taka litlum framförum í að skipuleggja hugsun sína um störf í 10. bekk eru líklegri til að hverfa frá námi í framhaldsskóla. Einnig stýrði Guðbjörg fyrstu rannsókninni sem ber saman náms- og starfsráðgjöf á Norðurlöndum og leggur mat á árangur í ráðgjafarþjónustu við fullorðna notendur framhaldsfræðslunnar.

Guðbjörg hefur skráð íslenska sögu náms- og starfsráðgjafar á 20. öld og fram á þessa öld og nýlega hafið þátttöku í alþjóðlegri rannsókn sem skoðar viðhorf ungmenna um tvítugt til starfa sem þau stunda.

Guðbjörg fæddist í Hafnarfirði 1956 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1976. Hún lauk BA-prófi í uppeldisfræði og heimspeki við Háskóla Íslands 1982. Hún lauk embættisprófi í náms- og starfsráðgjöf frá Háskólanum í Lyon, Frakklandi 1985, Maîtrise í uppeldisfræði frá Háskólanum Háskólanum í París IV - Sorbonne 1987 og doktorsprófi á sviði náms- og starfsráðgjafarfræða frá Hertfordshire-háskóla í Englandi 2004. Guðbjörg hefur starfað við Háskóla Íslands frá 1991 og gegnt stöðu prófessors frá 2010. Guðbjörg var deildarforseti í Félags- og mannvísindadeild frá 2016-2018. Guðbjörg hefur hlotið viðurkenningar frá National Career Development Association og Félagi náms- og starfsráðgjafa fyrir störf sín að náms- og starfsráðgjöf.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...