Sólin Sólin Rís 10:46 • sest 15:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 05:29 • Sest 15:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:45 • Síðdegis: 15:58 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:00 • Síðdegis: 22:17 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði. Kandídatsritgerð hans fjallaði um orðaröð nútímamáls og hann hélt áfram rannsóknum á því sviði um tíma en færði sig síðan yfir í sögulega setningafræði íslensku og athuganir á orðafari fornmáls.

Um aldamótin sneri hann sér að máltækni og hefur skrifað fjölda greina um það svið, flestar í samstarfi við fræðimenn við Háskólann í Reykjavík og á Stofnun Árna Magnússonar, og á seinni árum einnig í samstarfi við erlenda fræðimenn. Hann stjórnaði verkefninu Hagkvæm máltækni utan ensku sem hlaut öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs 2009–2011, og frá 2011–2013 stýrði hann íslenskum hluta Evrópuverkefnisins META-NORD innan 7. rammaáætlunar Evrópusambandsins.

Rannsóknir Eiríks snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði.

Á seinustu árum hefur Eiríkur einkum fengist við rannsóknir á stöðu íslenskunnar og stjórnar ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor verkefninu Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis sem hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs 2016. Verkefnið felst í viðamikilli rannsókn á stöðu íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi – áhrifum ensku á íslensku í gegnum stafræna miðla, viðhorfum málnotenda til íslensku og ensku, málumhverfi íslenskra málnotenda og fleiru.

Eiríkur hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum og -netum á sviði setningafræði og máltækni, svo og ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum í máltækni í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, stofnanir og fyrirtæki, meðal annars verkefnisstjórn íslensks talgervils sem Blindrafélagið lét gera og verkefnisstjórn íslensks talgreinis sem Máltæknisetur, Háskólinn í Reykjavík og Google stóðu að. Hann hefur frá upphafi tekið virkan þátt í starfi sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms sem vinnur að uppbyggingu íslenskrar máltækni.

Eiríkur hefur sinnt ýmsum ábyrgðar- og stjórnunarstörfum innan og utan háskólasamfélagsins – setið í háskólaráði, verið forseti Íslensku- og menningardeildar, formaður íslenskuskorar og námsbrautar í íslensku, stjórnarformaður Málvísindastofnunar og Orðabókar Háskólans, formaður málnefndar Háskólans, setið í Íslenskri málnefnd og stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, og verið formaður Verkefnisstjórnar í íslensku á vegum Lýðveldissjóðs. Þá hefur hann verið fulltrúi Íslands í stjórn NGSLT (Nordic Graduate School of Language Technology) og varaforseti NEALT (Northern European Association for Language Technology). Nú situr hann í stjórn Almannaróms.

Eiríkur Rögnvaldsson er fæddur á Sauðárkróki 1. júní 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1975, BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1979 og cand.mag.-prófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1982. Hann kenndi við Háskóla Íslands frá 1981-2018, fyrst sem stundakennari í almennum málvísindum og íslensku en sem fastur kennari í íslensku frá 1986 — lektor til 1988, dósent til 1993, og prófessor til starfsloka um mitt ár 2018. Hann stóð að og tók þátt í ýmsum nýjungum og tilraunum í kennslu; kennaranámi (M.Paed.) í íslensku, diplómanámi í hagnýtri íslensku, þverfaglegu meistaranámi í máltækni, fjarkennslu, vendikennslu og nýtingu opins vefnámskeiðs (MOOC) í eigin kennslu. Hann hefur skrifað kennslubækur fyrir háskólanema um íslenska hljóðfræði, hljóðkerfisfræði og beygingar- og orðmyndunarfræði.

Mynd:
  • Úr safni ER.

Útgáfudagur

8.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?“ Vísindavefurinn, 8. október 2018. Sótt 1. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=76415.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. október). Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76415

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2018. Vefsíða. 1. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76415>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?
Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði. Kandídatsritgerð hans fjallaði um orðaröð nútímamáls og hann hélt áfram rannsóknum á því sviði um tíma en færði sig síðan yfir í sögulega setningafræði íslensku og athuganir á orðafari fornmáls.

Um aldamótin sneri hann sér að máltækni og hefur skrifað fjölda greina um það svið, flestar í samstarfi við fræðimenn við Háskólann í Reykjavík og á Stofnun Árna Magnússonar, og á seinni árum einnig í samstarfi við erlenda fræðimenn. Hann stjórnaði verkefninu Hagkvæm máltækni utan ensku sem hlaut öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs 2009–2011, og frá 2011–2013 stýrði hann íslenskum hluta Evrópuverkefnisins META-NORD innan 7. rammaáætlunar Evrópusambandsins.

Rannsóknir Eiríks snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði.

Á seinustu árum hefur Eiríkur einkum fengist við rannsóknir á stöðu íslenskunnar og stjórnar ásamt Sigríði Sigurjónsdóttur prófessor verkefninu Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis sem hlaut þriggja ára öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs 2016. Verkefnið felst í viðamikilli rannsókn á stöðu íslensku og ensku í íslensku málsamfélagi – áhrifum ensku á íslensku í gegnum stafræna miðla, viðhorfum málnotenda til íslensku og ensku, málumhverfi íslenskra málnotenda og fleiru.

Eiríkur hefur tekið þátt í fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum samstarfsverkefnum og -netum á sviði setningafræði og máltækni, svo og ýmsum rannsóknar- og þróunarverkefnum í máltækni í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, stofnanir og fyrirtæki, meðal annars verkefnisstjórn íslensks talgervils sem Blindrafélagið lét gera og verkefnisstjórn íslensks talgreinis sem Máltæknisetur, Háskólinn í Reykjavík og Google stóðu að. Hann hefur frá upphafi tekið virkan þátt í starfi sjálfseignarstofnunarinnar Almannaróms sem vinnur að uppbyggingu íslenskrar máltækni.

Eiríkur hefur sinnt ýmsum ábyrgðar- og stjórnunarstörfum innan og utan háskólasamfélagsins – setið í háskólaráði, verið forseti Íslensku- og menningardeildar, formaður íslenskuskorar og námsbrautar í íslensku, stjórnarformaður Málvísindastofnunar og Orðabókar Háskólans, formaður málnefndar Háskólans, setið í Íslenskri málnefnd og stjórn Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, og verið formaður Verkefnisstjórnar í íslensku á vegum Lýðveldissjóðs. Þá hefur hann verið fulltrúi Íslands í stjórn NGSLT (Nordic Graduate School of Language Technology) og varaforseti NEALT (Northern European Association for Language Technology). Nú situr hann í stjórn Almannaróms.

Eiríkur Rögnvaldsson er fæddur á Sauðárkróki 1. júní 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1975, BA-prófi í íslensku og almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands 1979 og cand.mag.-prófi í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands 1982. Hann kenndi við Háskóla Íslands frá 1981-2018, fyrst sem stundakennari í almennum málvísindum og íslensku en sem fastur kennari í íslensku frá 1986 — lektor til 1988, dósent til 1993, og prófessor til starfsloka um mitt ár 2018. Hann stóð að og tók þátt í ýmsum nýjungum og tilraunum í kennslu; kennaranámi (M.Paed.) í íslensku, diplómanámi í hagnýtri íslensku, þverfaglegu meistaranámi í máltækni, fjarkennslu, vendikennslu og nýtingu opins vefnámskeiðs (MOOC) í eigin kennslu. Hann hefur skrifað kennslubækur fyrir háskólanema um íslenska hljóðfræði, hljóðkerfisfræði og beygingar- og orðmyndunarfræði.

Mynd:
  • Úr safni ER.

...