Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?

Eiríkur Rögnvaldsson

Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona:

Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "lesa fleiri bækur". Einnig hef ég heyrt nefnt að til að sletta minna eigi maður að venja sig á að tala hægar og bíða eftir því að heilinn finni réttu íslensku orðin. Önnur spurning sem brennur á mér er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Mér líkar það vel þegar að annað fólk notar gamaldags orðfæri en ég óttast að sjálfur myndi ég hljóma tilgerðarlegur ef ég færi allt í einu að tileinka mér sjaldgæf orð og orðasambönd og skyti þeim inn í mál mitt. Dæmi um Íslendinga sem mér finnst tala flotta íslensku: Gerður Kristný, Jakob Frímann, Valgeir Guðjóns, Össur Skarp og hún þarna kennarinn sem gaf út bókina um hollan mat fyrir ungabörn.

Þessari spurningu er erfitt að svara á mjög vísindalegan hátt. Það liggur ekki fyrir nein ótvíræð skilgreining á því hvað sé góð íslenska, og jafnvel þótt svo væri skortir rannsóknir á því hvernig sé best að bera sig að til að ná betra valdi á henni. Þetta svar byggist því einkum á viðteknum hugmyndum og mati þess sem svarar. En við getum byrjað á að reyna að skilgreina hvað sé góð íslenska. Því er yfirleitt svarað svo að það sé mál sem sé í samræmi við íslenska málstefnu og þann málstaðal sem miðað er við í íslensku málsamfélagi. Sá staðall er reyndar hvergi skráður í heild en að talsverðu leyti má styðjast við ýmis hjálpargögn eins og Handbók um íslensku og Málfarsbanka Árnastofnunar.

Til að svara því hvaða leiðir séu færar til að tala betri íslensku þarf fyrst að skilgreina hvað sé góð íslenska. Gerður Kristný rithöfundur er ein af þeim sem að mati spyrjanda hefur náð að tileinka sér „flotta íslensku“.

Í stuttu máli má segja að miðað sé við að málið sé notað í samræmi við hefð – í beygingum, setningagerð, orðavali og merkingu orða, notkun orðtaka og fastra orðasambanda, og fleira. En þetta er ekki nóg. Þótt fólk tali kórrétt mál miðað við málstaðalinn er það ekki trygging fyrir því að um góða íslensku sé að ræða. Eftir sem áður getur stíllinn verið kauðslegur, orðalag uppskrúfað eða flatneskjulegt, málsnið óviðeigandi og svo framvegis.

Þótt oft sé vísað til fornmálsins sem fyrirmyndar fer því fjarri að það sé eina viðmiðið. Ýmislegt hefur breyst frá forníslensku til nútímamáls – sum fornmálsorð eru nú alveg horfin en önnur hafa breytt um merkingu, beyging margra orða hefur breyst, og sumar setningagerðir horfið. Vissulega getur farið vel á því að bregða fyrir sig gömlum orðum og orðasamböndum sem nú heyrast sjaldan, en hætta er á að úr því verði stílbrot.

Eitt af því sem máli skiptir til að um gott mál sé að ræða er að málsnið sé við hæfi. Það sem er gott mál við ákveðnar aðstæður þarf ekki að vera það við aðrar aðstæður. Til dæmis má benda á að þótt yfirleitt sé talið æskilegt að forðast erlend orð og slangur í góðu máli geta slík orð stundum átt við; „Ekkert orð er skrípi ef það stendur á réttum stað“ skrifaði Halldór Laxness.

Þeim sem spyrja hvernig eigi að tala betri íslensku er venjulega bent á að lesa sem mest, og lestur er mikilvægur á margan hátt. Af lestri lærir fólk ný orð og orðasambönd og hvernig eigi að nota þau, áttar sig á ýmsum merkingarblæbrigðum orða og orðasambanda sem það þekkir fyrir, og fær tilfinningu fyrir málsniði – hvað á saman, hvað tilheyrir hverri stíltegund, hvað á við í tilteknum aðstæðum.

Af lestri lærir fólk ný orð og orðasambönd og hvernig eigi að nota þau, áttar sig á ýmsum merkingarblæbrigðum orða og orðasambanda sem það þekkir fyrir, og fær tilfinningu fyrir málsniði – hvað á saman, hvað tilheyrir hverri stíltegund, hvað á við í tilteknum aðstæðum.

Vissulega er mest að græða á textum æfðra höfunda sem skrifa af öryggi, en til að fá góða tilfinningu fyrir málsniði og stíl er mikilvægt er að textarnir séu af ýmsu tagi – skáldverk, frásagnir, fræðibækur, blaðagreinar og fleira. Til að læra sem mest af lestrinum er mikilvægt að lesa ekki of hratt, heldur íhuga hvert orð og hverja málsgrein.

Það er líka bráðnauðsynlegt að nota hvers kyns hjálpargögn, bæði prentuð og rafræn. Aðgengi að margs konar rafrænum orðabókum og orðasöfnum hefur stóraukist á seinustu árum og um að gera að nýta sér það. Auk Málfarsbankans sem vísað er til hér að ofan má einkum nefna Málið.is en þar er hægt að leita í einu í ýmsum gagnasöfnum, svo sem Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Stafsetningarorðabókinni, Íslenskri nútímamálsorðabók, Málfarsbankanum og Íðorðabankanum. Íslenskt orðanet er einnig mjög gagnlegt, svo og Snara, en að henni þarf að kaupa aðgang.

Mikilvægast er að þó að hugsa um málið, taka eftir því hvernig það er notað bæði í tali og riti, velta fyrir sér mismunandi málnotkun, vega hana og meta. Hvað finnst okkur gott mál, og hvers vegna? Þótt vel sé hægt að læra að tala og rita gott mál er tæpast hægt að kenna það – það lærist fyrst og fremst af reynslunni.

Myndir:

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

15.12.2017

Spyrjandi

Andrés Jónsson

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku? “ Vísindavefurinn, 15. desember 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58222.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2017, 15. desember). Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58222

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku? “ Vísindavefurinn. 15. des. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58222>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku?
Önnur spurning sem brennur á Andrési er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Spurning hans í heild sinni hljóðaði svona:

Kæri vísindavefur. Ég hef mikinn áhuga á að vita hvaða leiðir eru færar til að tala betri íslensku. Klassískt svar er við þessari spurningu er að maður eigi að "lesa fleiri bækur". Einnig hef ég heyrt nefnt að til að sletta minna eigi maður að venja sig á að tala hægar og bíða eftir því að heilinn finni réttu íslensku orðin. Önnur spurning sem brennur á mér er hvort það jafngildi því að tala góða íslensku að tala fornt mál. Mér líkar það vel þegar að annað fólk notar gamaldags orðfæri en ég óttast að sjálfur myndi ég hljóma tilgerðarlegur ef ég færi allt í einu að tileinka mér sjaldgæf orð og orðasambönd og skyti þeim inn í mál mitt. Dæmi um Íslendinga sem mér finnst tala flotta íslensku: Gerður Kristný, Jakob Frímann, Valgeir Guðjóns, Össur Skarp og hún þarna kennarinn sem gaf út bókina um hollan mat fyrir ungabörn.

Þessari spurningu er erfitt að svara á mjög vísindalegan hátt. Það liggur ekki fyrir nein ótvíræð skilgreining á því hvað sé góð íslenska, og jafnvel þótt svo væri skortir rannsóknir á því hvernig sé best að bera sig að til að ná betra valdi á henni. Þetta svar byggist því einkum á viðteknum hugmyndum og mati þess sem svarar. En við getum byrjað á að reyna að skilgreina hvað sé góð íslenska. Því er yfirleitt svarað svo að það sé mál sem sé í samræmi við íslenska málstefnu og þann málstaðal sem miðað er við í íslensku málsamfélagi. Sá staðall er reyndar hvergi skráður í heild en að talsverðu leyti má styðjast við ýmis hjálpargögn eins og Handbók um íslensku og Málfarsbanka Árnastofnunar.

Til að svara því hvaða leiðir séu færar til að tala betri íslensku þarf fyrst að skilgreina hvað sé góð íslenska. Gerður Kristný rithöfundur er ein af þeim sem að mati spyrjanda hefur náð að tileinka sér „flotta íslensku“.

Í stuttu máli má segja að miðað sé við að málið sé notað í samræmi við hefð – í beygingum, setningagerð, orðavali og merkingu orða, notkun orðtaka og fastra orðasambanda, og fleira. En þetta er ekki nóg. Þótt fólk tali kórrétt mál miðað við málstaðalinn er það ekki trygging fyrir því að um góða íslensku sé að ræða. Eftir sem áður getur stíllinn verið kauðslegur, orðalag uppskrúfað eða flatneskjulegt, málsnið óviðeigandi og svo framvegis.

Þótt oft sé vísað til fornmálsins sem fyrirmyndar fer því fjarri að það sé eina viðmiðið. Ýmislegt hefur breyst frá forníslensku til nútímamáls – sum fornmálsorð eru nú alveg horfin en önnur hafa breytt um merkingu, beyging margra orða hefur breyst, og sumar setningagerðir horfið. Vissulega getur farið vel á því að bregða fyrir sig gömlum orðum og orðasamböndum sem nú heyrast sjaldan, en hætta er á að úr því verði stílbrot.

Eitt af því sem máli skiptir til að um gott mál sé að ræða er að málsnið sé við hæfi. Það sem er gott mál við ákveðnar aðstæður þarf ekki að vera það við aðrar aðstæður. Til dæmis má benda á að þótt yfirleitt sé talið æskilegt að forðast erlend orð og slangur í góðu máli geta slík orð stundum átt við; „Ekkert orð er skrípi ef það stendur á réttum stað“ skrifaði Halldór Laxness.

Þeim sem spyrja hvernig eigi að tala betri íslensku er venjulega bent á að lesa sem mest, og lestur er mikilvægur á margan hátt. Af lestri lærir fólk ný orð og orðasambönd og hvernig eigi að nota þau, áttar sig á ýmsum merkingarblæbrigðum orða og orðasambanda sem það þekkir fyrir, og fær tilfinningu fyrir málsniði – hvað á saman, hvað tilheyrir hverri stíltegund, hvað á við í tilteknum aðstæðum.

Af lestri lærir fólk ný orð og orðasambönd og hvernig eigi að nota þau, áttar sig á ýmsum merkingarblæbrigðum orða og orðasambanda sem það þekkir fyrir, og fær tilfinningu fyrir málsniði – hvað á saman, hvað tilheyrir hverri stíltegund, hvað á við í tilteknum aðstæðum.

Vissulega er mest að græða á textum æfðra höfunda sem skrifa af öryggi, en til að fá góða tilfinningu fyrir málsniði og stíl er mikilvægt er að textarnir séu af ýmsu tagi – skáldverk, frásagnir, fræðibækur, blaðagreinar og fleira. Til að læra sem mest af lestrinum er mikilvægt að lesa ekki of hratt, heldur íhuga hvert orð og hverja málsgrein.

Það er líka bráðnauðsynlegt að nota hvers kyns hjálpargögn, bæði prentuð og rafræn. Aðgengi að margs konar rafrænum orðabókum og orðasöfnum hefur stóraukist á seinustu árum og um að gera að nýta sér það. Auk Málfarsbankans sem vísað er til hér að ofan má einkum nefna Málið.is en þar er hægt að leita í einu í ýmsum gagnasöfnum, svo sem Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, Stafsetningarorðabókinni, Íslenskri nútímamálsorðabók, Málfarsbankanum og Íðorðabankanum. Íslenskt orðanet er einnig mjög gagnlegt, svo og Snara, en að henni þarf að kaupa aðgang.

Mikilvægast er að þó að hugsa um málið, taka eftir því hvernig það er notað bæði í tali og riti, velta fyrir sér mismunandi málnotkun, vega hana og meta. Hvað finnst okkur gott mál, og hvers vegna? Þótt vel sé hægt að læra að tala og rita gott mál er tæpast hægt að kenna það – það lærist fyrst og fremst af reynslunni.

Myndir:

...