Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað einkennir helst íslenskt nútímamál?

Höskuldur Þráinsson

Ef spurt er um einkenni íslensks nútímamáls hlýtur svarið að fara að verulegu leyti eftir því við hvað er miðað. Ef við miðum til dæmis við íslenskt fornmál er mesti munurinn sjálfsagt fólginn í því að orðaforði íslensks nútímamáls er margfalt stærri. Heildarfjöldi mismunandi orða í öllum helstu Íslendingasögum (útgáfa Svarts á hvítu undir lok síðustu aldar) er um 12.500 orð (sjá grein eftir Eirík Rögnvaldsson í tímaritinu Skáldskaparmál 1. hefti, 1990) en uppflettiorð í nýjust útgáfu af Íslenskri orðabók eru um 100.000. Ástæðan er einkum sú að samfélag nútímans er miklu flóknara en samfélag fornmanna og þess vegna fleira sem þarf að hafa einhver orð um. Auðvitað má finna mörg orð í fornum textum sem eru ókunnuleg og ekki hluti af venjulegum orðaforða nútímamanna en það sem hefur bæst við orðaforðann er þó margfalt meira. Þetta endurspeglast líka í stöðugu og skipulegu nýyrðastarfi í ýmsum greinum sem ýmsir sinna af kappi.

Orðaforði íslensks nútímamáls er margfalt stærri en íslensks fornmáls. Ástæðan er einkum sú að samfélag nútímans er miklu flóknara en samfélag fornmanna og þess vegna fleira sem þarf að hafa einhver orð um.

Ef við berum íslenskt nútímamál hins vegar saman við nágrannamálin, til dæmis Norðurlandamálin og ensku, er ríkulegt beygingakerfi íslenskunnar kannski mest áberandi. Nafnorð, lýsingarorð og fornöfn beygjast í föllum og tölum, eins og allir vita, en lítið er eftir af þessum beygingum í nágrannamálunum. Ef lýsingarorð tekur stigbreytingu (stigbeygingu) geta verið til yfir 100 ólíkar myndir af því. Sagnir beygjast í persónu, tölu og tíð, þannig að af hverri sögn eru líka til fjölmargar beygingarmyndir. Mest af þessu lýtur þó tiltölulega einföldum reglum og börn ná tökum á þessu kerfi með því að tileinka sér helstu reglur og alhæfingar um beygingar þegar á máltökuskeiði, það er áður en þau byrja í skóla. Það sem er sjaldgæft og óreglulegt lærist auðvitað síðar, rétt eins og í öðrum tungumálum.

Þau einkenni íslensks nútímamáls sem nú voru nefnd valda því að í íslensku má sjá ýmiss konar vitnisburð um almennt eðli tungumála sem er falinn í nágrannamálunum. Íslenska er með öðrum orðum nægilega lík vel þekktum og þaulrannsökuðum tungumálum, eins og ensku, þýsku og frönsku til dæmis, til þess að samanburður sé tiltölulega auðveldur en um leið nægilega ólík þessum tungumálum til að geta varpað nýju og áhugaverðu ljósi á ýmis atriði sem varða setningagerð tungumála almennt. Vegna þessa hefur íslenskt nútímamál verið vinsælt rannsóknarefni hjá málvísindamönnum víða um heim undanfarna áratugi.

Mynd:

Höfundur

Höskuldur Þráinsson

prófessor í íslensku við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2014

Spyrjandi

Pálmi John Price Þórarinsson

Tilvísun

Höskuldur Þráinsson. „Hvað einkennir helst íslenskt nútímamál?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2014, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66406.

Höskuldur Þráinsson. (2014, 13. febrúar). Hvað einkennir helst íslenskt nútímamál? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66406

Höskuldur Þráinsson. „Hvað einkennir helst íslenskt nútímamál?“ Vísindavefurinn. 13. feb. 2014. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað einkennir helst íslenskt nútímamál?
Ef spurt er um einkenni íslensks nútímamáls hlýtur svarið að fara að verulegu leyti eftir því við hvað er miðað. Ef við miðum til dæmis við íslenskt fornmál er mesti munurinn sjálfsagt fólginn í því að orðaforði íslensks nútímamáls er margfalt stærri. Heildarfjöldi mismunandi orða í öllum helstu Íslendingasögum (útgáfa Svarts á hvítu undir lok síðustu aldar) er um 12.500 orð (sjá grein eftir Eirík Rögnvaldsson í tímaritinu Skáldskaparmál 1. hefti, 1990) en uppflettiorð í nýjust útgáfu af Íslenskri orðabók eru um 100.000. Ástæðan er einkum sú að samfélag nútímans er miklu flóknara en samfélag fornmanna og þess vegna fleira sem þarf að hafa einhver orð um. Auðvitað má finna mörg orð í fornum textum sem eru ókunnuleg og ekki hluti af venjulegum orðaforða nútímamanna en það sem hefur bæst við orðaforðann er þó margfalt meira. Þetta endurspeglast líka í stöðugu og skipulegu nýyrðastarfi í ýmsum greinum sem ýmsir sinna af kappi.

Orðaforði íslensks nútímamáls er margfalt stærri en íslensks fornmáls. Ástæðan er einkum sú að samfélag nútímans er miklu flóknara en samfélag fornmanna og þess vegna fleira sem þarf að hafa einhver orð um.

Ef við berum íslenskt nútímamál hins vegar saman við nágrannamálin, til dæmis Norðurlandamálin og ensku, er ríkulegt beygingakerfi íslenskunnar kannski mest áberandi. Nafnorð, lýsingarorð og fornöfn beygjast í föllum og tölum, eins og allir vita, en lítið er eftir af þessum beygingum í nágrannamálunum. Ef lýsingarorð tekur stigbreytingu (stigbeygingu) geta verið til yfir 100 ólíkar myndir af því. Sagnir beygjast í persónu, tölu og tíð, þannig að af hverri sögn eru líka til fjölmargar beygingarmyndir. Mest af þessu lýtur þó tiltölulega einföldum reglum og börn ná tökum á þessu kerfi með því að tileinka sér helstu reglur og alhæfingar um beygingar þegar á máltökuskeiði, það er áður en þau byrja í skóla. Það sem er sjaldgæft og óreglulegt lærist auðvitað síðar, rétt eins og í öðrum tungumálum.

Þau einkenni íslensks nútímamáls sem nú voru nefnd valda því að í íslensku má sjá ýmiss konar vitnisburð um almennt eðli tungumála sem er falinn í nágrannamálunum. Íslenska er með öðrum orðum nægilega lík vel þekktum og þaulrannsökuðum tungumálum, eins og ensku, þýsku og frönsku til dæmis, til þess að samanburður sé tiltölulega auðveldur en um leið nægilega ólík þessum tungumálum til að geta varpað nýju og áhugaverðu ljósi á ýmis atriði sem varða setningagerð tungumála almennt. Vegna þessa hefur íslenskt nútímamál verið vinsælt rannsóknarefni hjá málvísindamönnum víða um heim undanfarna áratugi.

Mynd:

...