Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig læra börn að nota tungumálið?

JGÞ

Máltaka barna er flókið fyrirbæri en til einföldunar má segja að börn læri að nota tungumálið með því að kenna sér það sjálf!

Sigríður Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um máltökuna í svari við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?
Börn læra ekki málið með því að endurtaka eins og páfagaukar það sem fullorðnir segja. Þau læra móðumál sitt að mestu leyti sjálf og eins og margir kannast við þá þýðir lítið að leiðrétta mál ungra barna. Börn fylgja sínum eigin málfræðireglum og virðast verða að átta sig á því sjálf að reglur þeirra eru rangar.
Þrátt fyrir þetta er vert að hafa í huga að öll samskipti við börn á máltökuskeiði eru nauðsynleg til þess að börnin nái valdi á tungumálinu. Þó að börnin læri grundvallaratriðin sjálf, er gott máluppeldi nauðsynlegt. Börnin bæta til dæmis við orðaforðann með samskiptum við aðra og læra einnig reglur af þeim. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem mikið er talað við og lesið fyrir hafa meiri orðaforða en börn sem lítið er sinnt, þau ná einnig fyrr valdi á ýmsu í tungumálinu.



Flest börn eru altalandi 4-6 ára gömul. Þá hafa þau náð tökum á málkerfinu í meginatriðum, þó að ýmislegt vanti upp á orðaforðann og einnig skortir skilning á einstaka reglum. Tímabilið frá fæðingu og fram að kynþroska er nefnt máltökuskeið. Ef barn lærir ekki móðurmál sitt á þessu skeiði er ekki hægt að segja að það hafi neitt mál að móðurmáli.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

17.2.2009

Spyrjandi

Sigríður Elísa

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig læra börn að nota tungumálið?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2009, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=29038.

JGÞ. (2009, 17. febrúar). Hvernig læra börn að nota tungumálið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=29038

JGÞ. „Hvernig læra börn að nota tungumálið?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2009. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=29038>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig læra börn að nota tungumálið?
Máltaka barna er flókið fyrirbæri en til einföldunar má segja að börn læri að nota tungumálið með því að kenna sér það sjálf!

Sigríður Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um máltökuna í svari við spurningunni Hvernig læra börn tungumálið?
Börn læra ekki málið með því að endurtaka eins og páfagaukar það sem fullorðnir segja. Þau læra móðumál sitt að mestu leyti sjálf og eins og margir kannast við þá þýðir lítið að leiðrétta mál ungra barna. Börn fylgja sínum eigin málfræðireglum og virðast verða að átta sig á því sjálf að reglur þeirra eru rangar.
Þrátt fyrir þetta er vert að hafa í huga að öll samskipti við börn á máltökuskeiði eru nauðsynleg til þess að börnin nái valdi á tungumálinu. Þó að börnin læri grundvallaratriðin sjálf, er gott máluppeldi nauðsynlegt. Börnin bæta til dæmis við orðaforðann með samskiptum við aðra og læra einnig reglur af þeim. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem mikið er talað við og lesið fyrir hafa meiri orðaforða en börn sem lítið er sinnt, þau ná einnig fyrr valdi á ýmsu í tungumálinu.



Flest börn eru altalandi 4-6 ára gömul. Þá hafa þau náð tökum á málkerfinu í meginatriðum, þó að ýmislegt vanti upp á orðaforðann og einnig skortir skilning á einstaka reglum. Tímabilið frá fæðingu og fram að kynþroska er nefnt máltökuskeið. Ef barn lærir ekki móðurmál sitt á þessu skeiði er ekki hægt að segja að það hafi neitt mál að móðurmáli.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:...