Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?

Renata Emilsson Pesková

Öll spurningin hljóðaði svona:
Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt hegðunarvanda vegna allra tungumálanna?

Tungumál eru tæki sem við notum til samskipta, tjáningar og náms. Tungumál eru einnig hluti af sjálfsmynd okkar. Í raun er fjöltyngi ráðandi þáttur í samfélagi manna, enda tala um 70% jarðarbúa dags daglega fleiri en eitt tungumál. Fjöltyngi er ekki „greining“, eins og átt er við þegar einstaklingur er „greindur“ með sjúkdóm eða heilkenni. Fjöltyngi hefur alls ekki í för með sér vitsmunalega galla né frávik í félagslegum skilningi. Hins vegar getur umhverfið haft áhrif á það hvernig tungumál og notendur þeirra eru metin. Tungumál geta einnig verið notuð sem valdatæki í samskiptum, til dæmis þegar einstaklingum sem hafa ekki fullkomin tök á meirihlutatungumálinu er mismunað. Ef barn sýnir hegðunarvandamál, þarf að skoða vel hvaða þættir valda því.

Fjöltyngi er ráðandi þáttur í samfélagi manna, enda tala um 70% jarðarbúa dags daglega fleiri en eitt tungumál. Fjöltyngi hefur alls ekki í för með sér vitsmunalega galla né frávik í félagslegum skilningi.

Í fjöltyngdum fjölskyldum eru tungumál notuð á ýmsa vegu en oftast notar hvort foreldri sitt móðurmál í samskiptum við eigin börn. Stundum nota foreldrarnir þriðja tungumál til samskipta sín á milli. Það getur valdið spennu ef barnið skilur ekki það tungumál sem foreldrarnir nota sín á milli eða annað foreldri skilur ekki samskipti barns og hins foreldrisins. Foreldrar sem koma úr ólíkum menningarheimum geta haft skiptar skoðanir á uppeldi og einnig geta mismunandi skilaboð og kröfur skapað ójafnvægi, óöryggi eða önnur neikvæð viðbrögð hjá barninu.

Það getur einnig haft áhrif á hegðun barns að byrja í leikskóla eða skóla þar sem annað tungumál er talað en á heimili barnsins. Barn sem skilur ekki tungumálið í nýja umhverfinu, upplifir streitu því það er flókið að læra á nýju tungumáli og kynnast nýjum vinum. Ef barnið er nýkomið til landsins, getur það einnig upplifað svokallað menningaráfall. Viðbrögð við nýjum, krefjandi aðstæðum geta verið mismunandi, þau geta til dæmis birst sem hlédrægni, órói eða ergelsi.

Hegðunarvandi getur komið fram hjá bæði eintyngdum og fjöltyngdum börnum. Orsakir hegðunarvandans liggja hins vegar ekki í tungumálinu eða tungumálunum sem barnið notar.

Heimildir:
  • De Houwer, A. (2019). Harmonious bilingualism: Well-being for families in bilingual settings. Í S. Eisenchlas & A. Schalley (ritst.), Handbook of social and affective factors in home language maintenance and development. Mouton de Gruyter.
  • Weber, J.-J. (2015). Language racism. Palgrave Macmillan. https://doi.org/10.1057/9781137531070.0001.

Mynd:

Höfundur

Renata Emilsson Pesková

aðjúnkt og doktorsnemi í menntavísindum við HÍ

Útgáfudagur

15.2.2021

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Renata Emilsson Pesková. „Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2021. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81120.

Renata Emilsson Pesková. (2021, 15. febrúar). Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81120

Renata Emilsson Pesková. „Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2021. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81120>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er þekkt að börn sem alast upp í fjöltyngdu málumhverfi sýni hegðunarvandamál?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég á barnabarn sem er tveggja ára síðan í nóv. Móðir hans er frá Rúmeníu og talar við drenginn á rúmensku. Faðirinn er íslenskur og talar við barnið á íslensku. Drengurinn er búsettur í Danmörku og er í dönskum leikskóla og svo tala foreldrarnir ensku sín á milli. Getur barnið sýnt hegðunarvanda vegna allra tungumálanna?

Tungumál eru tæki sem við notum til samskipta, tjáningar og náms. Tungumál eru einnig hluti af sjálfsmynd okkar. Í raun er fjöltyngi ráðandi þáttur í samfélagi manna, enda tala um 70% jarðarbúa dags daglega fleiri en eitt tungumál. Fjöltyngi er ekki „greining“, eins og átt er við þegar einstaklingur er „greindur“ með sjúkdóm eða heilkenni. Fjöltyngi hefur alls ekki í för með sér vitsmunalega galla né frávik í félagslegum skilningi. Hins vegar getur umhverfið haft áhrif á það hvernig tungumál og notendur þeirra eru metin. Tungumál geta einnig verið notuð sem valdatæki í samskiptum, til dæmis þegar einstaklingum sem hafa ekki fullkomin tök á meirihlutatungumálinu er mismunað. Ef barn sýnir hegðunarvandamál, þarf að skoða vel hvaða þættir valda því.

Fjöltyngi er ráðandi þáttur í samfélagi manna, enda tala um 70% jarðarbúa dags daglega fleiri en eitt tungumál. Fjöltyngi hefur alls ekki í för með sér vitsmunalega galla né frávik í félagslegum skilningi.

Í fjöltyngdum fjölskyldum eru tungumál notuð á ýmsa vegu en oftast notar hvort foreldri sitt móðurmál í samskiptum við eigin börn. Stundum nota foreldrarnir þriðja tungumál til samskipta sín á milli. Það getur valdið spennu ef barnið skilur ekki það tungumál sem foreldrarnir nota sín á milli eða annað foreldri skilur ekki samskipti barns og hins foreldrisins. Foreldrar sem koma úr ólíkum menningarheimum geta haft skiptar skoðanir á uppeldi og einnig geta mismunandi skilaboð og kröfur skapað ójafnvægi, óöryggi eða önnur neikvæð viðbrögð hjá barninu.

Það getur einnig haft áhrif á hegðun barns að byrja í leikskóla eða skóla þar sem annað tungumál er talað en á heimili barnsins. Barn sem skilur ekki tungumálið í nýja umhverfinu, upplifir streitu því það er flókið að læra á nýju tungumáli og kynnast nýjum vinum. Ef barnið er nýkomið til landsins, getur það einnig upplifað svokallað menningaráfall. Viðbrögð við nýjum, krefjandi aðstæðum geta verið mismunandi, þau geta til dæmis birst sem hlédrægni, órói eða ergelsi.

Hegðunarvandi getur komið fram hjá bæði eintyngdum og fjöltyngdum börnum. Orsakir hegðunarvandans liggja hins vegar ekki í tungumálinu eða tungumálunum sem barnið notar.

Heimildir:
  • De Houwer, A. (2019). Harmonious bilingualism: Well-being for families in bilingual settings. Í S. Eisenchlas & A. Schalley (ritst.), Handbook of social and affective factors in home language maintenance and development. Mouton de Gruyter.
  • Weber, J.-J. (2015). Language racism. Palgrave Macmillan. https://doi.org/10.1057/9781137531070.0001.

Mynd:...