Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?

Huginn Freyr Þorsteinsson

Upprunalega spurningin var:
Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni?

Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni einfaldað vinnuferla með aukinni sjálfvirknivæðingu sem og stutt fólk í störfum sínum. En þá er einnig að gott að hafa í huga að þó að störf hverfi verða líka til fjölmörg ný störf sem við getum vart ímyndað okkur hver verða.

Á rúmlega 100 árum hafa orðið gríðarlega breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Nær væri að tala um algjöra umbyltingu. Undir lok 19. aldar störfuðu yfir 80% vinnandi fólks við landbúnað og fiskveiðar en árið 2010 var hlutfallið komið niður í 6%. Vegna samfélags- og tæknibreytinga hafa mörg störf horfið í landbúnaði en í staðinn hafa mörg ný orðið til. Um 76% vinnandi fólks sinnti þjónustustörfum árið 2010 og flest þeirra starfa hefði enginn getað gert sér í hugarlund við lok 19. aldar.

Vélar geta leyst mannshöndina af hólmi þar sem mikið er um endurtekningar. Með tilkomu gervigreindar verður hægt að nota tölvur og vélmenni til að sinna fjölbreyttari störfum sem krefjast hugarafls.

Þegar við skoðum áhrif tæknibreytinga á vinnumarkað sjáum við hvernig vélvæðing, færibönd, símar, rafvæðing og tölvur hafa umbylt vinnuumhverfi okkar. Tækni kemur oft ekki aðeins í staðinn fyrir þá sem vinna tiltekin verkefni heldur eykur hún afköst til muna. Þegar rætt er um iðnbyltingu er vísað til þess að breytingin á framleiðsluferlum verði þeim mun meiri að óhugsandi hefði verið að ná sama árangri með fyrri aðferðum. Svo notað sé einfalt dæmi þá getur manneskja aldrei att kappi við lyftara við að færa til afurðir í frystihúsi. Með lyftaranum breytist líka allt skipulag vinnslunnar í frystihúsinu. Hægt er að auka afköst þannig að fleiri starfsmenn þurfi annars staðar í vinnslunni og fjölga verði störfum í sölu- og markaðsmálum samhliða auknum afköstum.

Um þessar mundir er mest rætt um það hvernig störf eigi eftir að breytast sökum fjórðu iðnbyltingarinnar.[1] Helsta breytingin felst í aukinni sjálfvirknivæðingu í endurteknum verkferlum, þar sem hugarafli hefur verið beitt við að leysa verkefni. Þetta er nýmæli að því leyti að í fyrri iðnbyltingum hafa stór skref verið stigin við að sjálfvirknivæða líkamlega vinnu, líkt og dæmið um lyftarann sýnir.

Tækniþróun og bætt upplýsingatækni bankanna gefur viðskiptavinum möguleika á að sinna fjármálum rafrænt. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að ekki er þörf á sama vinnuafli í bönkum og áður.

Sjálfvirknivæðing á vinnumarkaði er alþjóðleg þróun sem mun að lokum hafa einhver áhrif á öll lönd, atvinnugreinar og störf. Auðvitað er ómögulegt að segja nákvæmlega til um hver áhrif alls þessa verða á einstök störf, enda tæknin breytileg og störfin líka. Þó felast ýmsar vísbendingar í eðli þeirra tækniframfara sem þegar hafa orðið – um það hvar áhrifa sjálfvirknivæðingar muni helst gæta. Í skýrslu nefndar um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna er meðal annars gerð grein fyrir mögulegum breytingum á íslenskum vinnumarkaði.[2] Sú aðferðafræði sem notast er við til að spá fyrir um þessar breytingar er frá OECD, en stofnunin hefur metið þessi áhrif í fjölmörgum öðrum ríkjum.[3]

Í skýrslunni er því spáð að á næstu 10-15 árum séu miklar líkur á því að 28% starfa á vinnumarkaði breytist verulega eða hverfi með öllu vegna sjálfvirknivæðingar. Sé miðað við tölur um vinnumarkað frá árinu 2017 eru þetta um 50 þúsund störf. Ákveðin störf í sölu- og þjónustustarfsemi eru líklegust til að hverfa eða breytast mikið.

Líkur á sjálfvirknivæðingu íslenskra starfa.

Flestir á íslenskum vinnumarkaði starfa þó í störfum þar sem miðlungslíkur eru á að þau verði sjálfvirknivædd. Þannig mun tæknin geta leyst hluta þeirra verkefna sem áður tilheyrðu starfinu. Þau störf munu taka breytingum en í þessum störfum verða einstaklingar oft í góðri stöðu til að aðlaga sig að störfunum. Fólk geti þannig mögulega nýtt sér tækni til að einfalda störf sín og öðlast nýja færni til að leysa önnur verkefni.

Í aðeins um 14% starfa á íslenskum vinnumarkaði eru taldar litlar líkur á sjálfvirknivæðingu. Þetta eru meðal annars sérfræði- og stjórnendastörf og er þau einna helst að finna í fræðslugeiranum, heilbrigðisþjónustu og stjórnsýslu. Áhrifin geta verið ólík innan starfsstétta og helgast það af því hversu ólík störf geta í raun verið talin heyra til sömu starfsstéttar. Mörg störf í umönnun og velferðarþjónustu er til að mynda erfitt að sjálfvirknivæða þar sem þau eru ófyrirsjáanleg og krefjast mjög margra mannlegra eiginleika. Þá eru störf þar sem krafist er færni eins og gagnrýninnar hugsunar, tilfinningagreindar, næmni fyrir aðstæðum, dómgreindar og skapandi hugsunar erfitt að brjóta niður í ferla sem hægt er að sjálfvirknivæða.

Þróunin á Íslandi er á margan hátt lík því sem aðrar þjóðir á Norðurlöndum standa frammi fyrir en rannsóknir sýna að áhrif sjálfvirknivæðingar verði ef til vill minni þar en hjá mörgum öðrum ríkjum heims. Engu að síður stefnir í að talsverðar breytingar á vinnumarkaði verði hér á landi vegna tækniþróunar.

Tilvísanir:
  1. ^ Frey & Osborn. (2013). The Future of Employment: How Susceptible are Jobs to Computerisation?
  2. ^ Huginn Freyr Þorsteinsson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Lilja Dögg Jónsdóttir. Forsætisráðuneytið (2019). Ísland og fjórða iðnbyltingin.
  3. ^ Nedelkoska, L. and G. Quintini. (2018). Automation, skills use and training, OECD Social, Employment and Migration Working Papers, No. 202, OECD Publishing, Paris.

Myndir:

Höfundur

Huginn Freyr Þorsteinsson

doktor í vísindaheimspeki

Útgáfudagur

3.10.2019

Spyrjandi

Hrönn Júlía Stefánsdóttir

Tilvísun

Huginn Freyr Þorsteinsson. „Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?“ Vísindavefurinn, 3. október 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76431.

Huginn Freyr Þorsteinsson. (2019, 3. október). Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76431

Huginn Freyr Þorsteinsson. „Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76431>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verða einhver störf sem nú eru til ekki til í framtíðinni?
Upprunalega spurningin var:

Eru einhver störf í dag sem talið er að muni ekki vera til staðar í framtíðinni?

Já, það er afar líklegt að einhver störf sem við þekkjum vel í dag verði ekki lengur til staðar í framtíðinni. Þá munu mörg störf breytast vegna þróunar bæði samfélags og tækni. Þannig getur tækni einfaldað vinnuferla með aukinni sjálfvirknivæðingu sem og stutt fólk í störfum sínum. En þá er einnig að gott að hafa í huga að þó að störf hverfi verða líka til fjölmörg ný störf sem við getum vart ímyndað okkur hver verða.

Á rúmlega 100 árum hafa orðið gríðarlega breytingar á íslenskum vinnumarkaði. Nær væri að tala um algjöra umbyltingu. Undir lok 19. aldar störfuðu yfir 80% vinnandi fólks við landbúnað og fiskveiðar en árið 2010 var hlutfallið komið niður í 6%. Vegna samfélags- og tæknibreytinga hafa mörg störf horfið í landbúnaði en í staðinn hafa mörg ný orðið til. Um 76% vinnandi fólks sinnti þjónustustörfum árið 2010 og flest þeirra starfa hefði enginn getað gert sér í hugarlund við lok 19. aldar.

Vélar geta leyst mannshöndina af hólmi þar sem mikið er um endurtekningar. Með tilkomu gervigreindar verður hægt að nota tölvur og vélmenni til að sinna fjölbreyttari störfum sem krefjast hugarafls.

Þegar við skoðum áhrif tæknibreytinga á vinnumarkað sjáum við hvernig vélvæðing, færibönd, símar, rafvæðing og tölvur hafa umbylt vinnuumhverfi okkar. Tækni kemur oft ekki aðeins í staðinn fyrir þá sem vinna tiltekin verkefni heldur eykur hún afköst til muna. Þegar rætt er um iðnbyltingu er vísað til þess að breytingin á framleiðsluferlum verði þeim mun meiri að óhugsandi hefði verið að ná sama árangri með fyrri aðferðum. Svo notað sé einfalt dæmi þá getur manneskja aldrei att kappi við lyftara við að færa til afurðir í frystihúsi. Með lyftaranum breytist líka allt skipulag vinnslunnar í frystihúsinu. Hægt er að auka afköst þannig að fleiri starfsmenn þurfi annars staðar í vinnslunni og fjölga verði störfum í sölu- og markaðsmálum samhliða auknum afköstum.

Um þessar mundir er mest rætt um það hvernig störf eigi eftir að breytast sökum fjórðu iðnbyltingarinnar.[1] Helsta breytingin felst í aukinni sjálfvirknivæðingu í endurteknum verkferlum, þar sem hugarafli hefur verið beitt við að leysa verkefni. Þetta er nýmæli að því leyti að í fyrri iðnbyltingum hafa stór skref verið stigin við að sjálfvirknivæða líkamlega vinnu, líkt og dæmið um lyftarann sýnir.

Tækniþróun og bætt upplýsingatækni bankanna gefur viðskiptavinum möguleika á að sinna fjármálum rafrænt. Þetta hefur meðal annars leitt til þess að ekki er þörf á sama vinnuafli í bönkum og áður.

Sjálfvirknivæðing á vinnumarkaði er alþjóðleg þróun sem mun að lokum hafa einhver áhrif á öll lönd, atvinnugreinar og störf. Auðvitað er ómögulegt að segja nákvæmlega til um hver áhrif alls þessa verða á einstök störf, enda tæknin breytileg og störfin líka. Þó felast ýmsar vísbendingar í eðli þeirra tækniframfara sem þegar hafa orðið – um það hvar áhrifa sjálfvirknivæðingar muni helst gæta. Í skýrslu nefndar um Ísland og fjórðu iðnbyltinguna er meðal annars gerð grein fyrir mögulegum breytingum á íslenskum vinnumarkaði.[2] Sú aðferðafræði sem notast er við til að spá fyrir um þessar breytingar er frá OECD, en stofnunin hefur metið þessi áhrif í fjölmörgum öðrum ríkjum.[3]

Í skýrslunni er því spáð að á næstu 10-15 árum séu miklar líkur á því að 28% starfa á vinnumarkaði breytist verulega eða hverfi með öllu vegna sjálfvirknivæðingar. Sé miðað við tölur um vinnumarkað frá árinu 2017 eru þetta um 50 þúsund störf. Ákveðin störf í sölu- og þjónustustarfsemi eru líklegust til að hverfa eða breytast mikið.

Líkur á sjálfvirknivæðingu íslenskra starfa.

Flestir á íslenskum vinnumarkaði starfa þó í störfum þar sem miðlungslíkur eru á að þau verði sjálfvirknivædd. Þannig mun tæknin geta leyst hluta þeirra verkefna sem áður tilheyrðu starfinu. Þau störf munu taka breytingum en í þessum störfum verða einstaklingar oft í góðri stöðu til að aðlaga sig að störfunum. Fólk geti þannig mögulega nýtt sér tækni til að einfalda störf sín og öðlast nýja færni til að leysa önnur verkefni.

Í aðeins um 14% starfa á íslenskum vinnumarkaði eru taldar litlar líkur á sjálfvirknivæðingu. Þetta eru meðal annars sérfræði- og stjórnendastörf og er þau einna helst að finna í fræðslugeiranum, heilbrigðisþjónustu og stjórnsýslu. Áhrifin geta verið ólík innan starfsstétta og helgast það af því hversu ólík störf geta í raun verið talin heyra til sömu starfsstéttar. Mörg störf í umönnun og velferðarþjónustu er til að mynda erfitt að sjálfvirknivæða þar sem þau eru ófyrirsjáanleg og krefjast mjög margra mannlegra eiginleika. Þá eru störf þar sem krafist er færni eins og gagnrýninnar hugsunar, tilfinningagreindar, næmni fyrir aðstæðum, dómgreindar og skapandi hugsunar erfitt að brjóta niður í ferla sem hægt er að sjálfvirknivæða.

Þróunin á Íslandi er á margan hátt lík því sem aðrar þjóðir á Norðurlöndum standa frammi fyrir en rannsóknir sýna að áhrif sjálfvirknivæðingar verði ef til vill minni þar en hjá mörgum öðrum ríkjum heims. Engu að síður stefnir í að talsverðar breytingar á vinnumarkaði verði hér á landi vegna tækniþróunar.

Tilvísanir:
  1. ^ Frey & Osborn. (2013). The Future of Employment: How Susceptible are Jobs to Computerisation?
  2. ^ Huginn Freyr Þorsteinsson, Guðmundur Jónsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Lilja Dögg Jónsdóttir. Forsætisráðuneytið (2019). Ísland og fjórða iðnbyltingin.
  3. ^ Nedelkoska, L. and G. Quintini. (2018). Automation, skills use and training, OECD Social, Employment and Migration Working Papers, No. 202, OECD Publishing, Paris.

Myndir:

...