Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni?

Kristinn R. Þórisson

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni? Verða menn þá óþarfir?

Ef það er rétt ályktað að greind sé samsett úr ýmsum flóknum upplýsingaferlum, og að þau ferli sé hægt að endurgera í öllum lykildráttum í vél sem hægt er að smíða, þá bendir flest til þess að vélar geti orðið jafn greindar, ef ekki greindari, en menn. Greind er hins vegar flókið fyrirbæri; til að skilja betur hvað mun hugsanlega (og hugsanlega ekki) gerast í framtíðinni nægir ekki að svara einungis þessari spurningu – við þurfum líka að svara á hvaða hátt þær verði greindari. En þar sem góðar vísindalegar kenningar um greind hafa enn ekki litið dagsins ljós verðum við að láta vangaveltur duga í bili.

Það sem við köllum „greind" í daglegu tali byggir á fjölmörgum undirþáttum – skynjun, rökhugsun, þekkingu, samanburðar- og samlíkingarhæfileikum, óhlutbundinni hugsun, sköpunargáfu, innsæi, námshæfileikum, félagsfærni, samskiptahæfileikum, hreyfigetu, og fleiru. Allir þessi ættir eiga sér fjölda birtingarmynda hjá hverjum einstaklingi eftir kringumstæðum, fyrri notkun, reynslu og þjálfun. Nær allar þrautir, spurningar og vandamál sem mannshugurinn getur leyst og framkvæmt krefjast flókins samspils allra þessara þátta, og fleiri til.

Það sem við köllum „greind“ í daglegu tali byggir á fjölmörgum undirþáttum – skynjun, rökhugsun, þekkingu, samanburðar- og samlíkingarhæfileikum, óhlutbundinni hugsun, sköpunargáfu, innsæi, námshæfileikum, félagsfærni, samskiptahæfileikum, hreyfigetu, og fleiru.

Flestir gervigreindarvísindamenn telja að þessi ferli séu alfarið upplýsingalegs eðlis, og því ætti að vera hægt að endurskapa þau í stafrænni tölvu eins og þeim sem við þekkjum í dag. Sú tölva mundi þurfa að hafa næga reiknigetu til að keyra öll nauðsynleg hugsanaferli, þar með talin þau sem minnst er á hér að ofan. Lágmarksreiknigetu má áætla út frá reiknigetu mannsheilans annars vegar og hraða tækniframfara hins vegar. Ýmsar spár byggðar á því benda til að ódýr tölva með reiknigetu mannsheilans líti dagsins ljós fyrir árið 2030. Hvort sú tölva geti framkvæmt eitthvað líkt mannshuga er hins vegar erfiðara að svara í ljósi þess að við vitum ekki hvernig forrit tölvan þyrfti til þess. Líklega komast vísindamenn ekki að því fyrr en þeir hafa tölvuna og geta prófað sig áfram. Reiknigeta er eitt, eðli gervigreindarinnar – hönnun huga hennar – er annað.

Á hvaða hátt gætu ofurgreindar vélar framtíðarinnar staðið manninum framar? Hafa ber í huga að vélarnar verða framleiddar til að gera eitthvert gagn – sérstaklega á þeim sviðum þar sem mannleg greind er takmörkunum háð. Slíkt mun beina hönnun þeirra í ákveðinn farveg og gera þær að einhverju leyti ólíkar okkur. Auk rökhugsunar stjórnast mannshugurinn af hvötum og tilfinningum sem er erfitt að breyta; þegar manneskja forðar sér frá bráðum bana, finnur sér æti, eða leitar að lífsgæðum, stjórnast hún meðal annars af hvötum sem eru „grafnar djúpt í stýrikerfið” á máta sem ræðst bæði af uppeldi og þróun lífs á jörðinni. Gervigreind framtíðarinnar mun líklega hafa verulega ólíkt hvatakerfi, nátengt nytsemi þeirra, til dæmis til að auka lífsgæði okkar, spara okkur fé, og til ýmissa annarra verka.

Ofurgreindar vélar framtíðarinnar verða því væntanlega hvorki nákvæm eftirlíking af mannlegri greind né eitthvað sem kalla mætti „mannlega greind á sterum”. Þær munu frekar uppfylla aðrar þarfir, eins og tryggja öruggari flugumferð, sjá um betri veðurspá og upplýstari ákvarðanatökur, sem við þekkjum vel í dag, en jafnframt opna nýja möguleika eins og einstaklingssniðna vöruhönnun og -framleiðslu, betri sjúkdómsgreiningar, einstaklingsmiðuð lyf, einstaklingsmiðað nám og margt fleira.

Ofurgreindar vélar framtíðarinnar verða væntanlega hvorki nákvæm eftirlíking af mannlegri greind né það sem nefnt hefur verið „mannleg greind á sterum”.

Hvort og hvenær ofurgreindar vélar verði smíðaðar, og hversu vel þær ná að endurskapa lykilþætti mannlegrar greindar, er langt frá því að vera ljóst þegar þetta svar er skrifað (vor 2018). Fjórða iðnbyltingin, sem byggir á sjálfvirkni- og gervigreindarvæðingu, mun hafa mikil áhrif á mannlegt samfélag; menn verða eflaust „óþarfir” til ýmissa verka eftir því sem þróun slíkrar tækni fleygir fram. Í ljósi sjálfvirkni fyrri iðnbyltinga er hins vegar einnig ljóst, þegar á heildina er litið, að manneskjur verða líklega ekkert „óþarfari” en þær hafa verið hingað til. Það verðum áfram við mennirnir sem ákveðum hvernig við viljum lifa og hvernig við notum tæknina.

Myndir:

Höfundur

Kristinn R. Þórisson

prófessor í tölvunarfræði við HR og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands

Útgáfudagur

20.3.2018

Spyrjandi

Dagur Magnússon

Tilvísun

Kristinn R. Þórisson. „Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2018, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=12986.

Kristinn R. Þórisson. (2018, 20. mars). Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=12986

Kristinn R. Þórisson. „Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2018. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=12986>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni? Verða menn þá óþarfir?

Ef það er rétt ályktað að greind sé samsett úr ýmsum flóknum upplýsingaferlum, og að þau ferli sé hægt að endurgera í öllum lykildráttum í vél sem hægt er að smíða, þá bendir flest til þess að vélar geti orðið jafn greindar, ef ekki greindari, en menn. Greind er hins vegar flókið fyrirbæri; til að skilja betur hvað mun hugsanlega (og hugsanlega ekki) gerast í framtíðinni nægir ekki að svara einungis þessari spurningu – við þurfum líka að svara á hvaða hátt þær verði greindari. En þar sem góðar vísindalegar kenningar um greind hafa enn ekki litið dagsins ljós verðum við að láta vangaveltur duga í bili.

Það sem við köllum „greind" í daglegu tali byggir á fjölmörgum undirþáttum – skynjun, rökhugsun, þekkingu, samanburðar- og samlíkingarhæfileikum, óhlutbundinni hugsun, sköpunargáfu, innsæi, námshæfileikum, félagsfærni, samskiptahæfileikum, hreyfigetu, og fleiru. Allir þessi ættir eiga sér fjölda birtingarmynda hjá hverjum einstaklingi eftir kringumstæðum, fyrri notkun, reynslu og þjálfun. Nær allar þrautir, spurningar og vandamál sem mannshugurinn getur leyst og framkvæmt krefjast flókins samspils allra þessara þátta, og fleiri til.

Það sem við köllum „greind“ í daglegu tali byggir á fjölmörgum undirþáttum – skynjun, rökhugsun, þekkingu, samanburðar- og samlíkingarhæfileikum, óhlutbundinni hugsun, sköpunargáfu, innsæi, námshæfileikum, félagsfærni, samskiptahæfileikum, hreyfigetu, og fleiru.

Flestir gervigreindarvísindamenn telja að þessi ferli séu alfarið upplýsingalegs eðlis, og því ætti að vera hægt að endurskapa þau í stafrænni tölvu eins og þeim sem við þekkjum í dag. Sú tölva mundi þurfa að hafa næga reiknigetu til að keyra öll nauðsynleg hugsanaferli, þar með talin þau sem minnst er á hér að ofan. Lágmarksreiknigetu má áætla út frá reiknigetu mannsheilans annars vegar og hraða tækniframfara hins vegar. Ýmsar spár byggðar á því benda til að ódýr tölva með reiknigetu mannsheilans líti dagsins ljós fyrir árið 2030. Hvort sú tölva geti framkvæmt eitthvað líkt mannshuga er hins vegar erfiðara að svara í ljósi þess að við vitum ekki hvernig forrit tölvan þyrfti til þess. Líklega komast vísindamenn ekki að því fyrr en þeir hafa tölvuna og geta prófað sig áfram. Reiknigeta er eitt, eðli gervigreindarinnar – hönnun huga hennar – er annað.

Á hvaða hátt gætu ofurgreindar vélar framtíðarinnar staðið manninum framar? Hafa ber í huga að vélarnar verða framleiddar til að gera eitthvert gagn – sérstaklega á þeim sviðum þar sem mannleg greind er takmörkunum háð. Slíkt mun beina hönnun þeirra í ákveðinn farveg og gera þær að einhverju leyti ólíkar okkur. Auk rökhugsunar stjórnast mannshugurinn af hvötum og tilfinningum sem er erfitt að breyta; þegar manneskja forðar sér frá bráðum bana, finnur sér æti, eða leitar að lífsgæðum, stjórnast hún meðal annars af hvötum sem eru „grafnar djúpt í stýrikerfið” á máta sem ræðst bæði af uppeldi og þróun lífs á jörðinni. Gervigreind framtíðarinnar mun líklega hafa verulega ólíkt hvatakerfi, nátengt nytsemi þeirra, til dæmis til að auka lífsgæði okkar, spara okkur fé, og til ýmissa annarra verka.

Ofurgreindar vélar framtíðarinnar verða því væntanlega hvorki nákvæm eftirlíking af mannlegri greind né eitthvað sem kalla mætti „mannlega greind á sterum”. Þær munu frekar uppfylla aðrar þarfir, eins og tryggja öruggari flugumferð, sjá um betri veðurspá og upplýstari ákvarðanatökur, sem við þekkjum vel í dag, en jafnframt opna nýja möguleika eins og einstaklingssniðna vöruhönnun og -framleiðslu, betri sjúkdómsgreiningar, einstaklingsmiðuð lyf, einstaklingsmiðað nám og margt fleira.

Ofurgreindar vélar framtíðarinnar verða væntanlega hvorki nákvæm eftirlíking af mannlegri greind né það sem nefnt hefur verið „mannleg greind á sterum”.

Hvort og hvenær ofurgreindar vélar verði smíðaðar, og hversu vel þær ná að endurskapa lykilþætti mannlegrar greindar, er langt frá því að vera ljóst þegar þetta svar er skrifað (vor 2018). Fjórða iðnbyltingin, sem byggir á sjálfvirkni- og gervigreindarvæðingu, mun hafa mikil áhrif á mannlegt samfélag; menn verða eflaust „óþarfir” til ýmissa verka eftir því sem þróun slíkrar tækni fleygir fram. Í ljósi sjálfvirkni fyrri iðnbyltinga er hins vegar einnig ljóst, þegar á heildina er litið, að manneskjur verða líklega ekkert „óþarfari” en þær hafa verið hingað til. Það verðum áfram við mennirnir sem ákveðum hvernig við viljum lifa og hvernig við notum tæknina.

Myndir:

...