Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlist sinni.

Viðfangsefni Jóhannesar í doktorsritgerð hans kristallast í spurningunni, hvernig eignum við listaverkum merkingu? Í ritgerðinni beitir hann aðferðum og hugtökum fengnum úr málspeki og hugspeki til þess að greina tengsl þekkingar, skynjunar og merkingarkerfa svo sem tungumáls og það hvernig þessir þættir víxlleggjast og vinna saman í því ferli sem leiðir til merkingar listaverka.

Í rannsóknum sínum fæst Jóhannes við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins.

Á undanförnum árum hefur Jóhannes haldið fjöldamörg erindi um rannsóknir sínar og birt greinar í viðurkenndum útgáfum. Hann hefur skrifað sýningartexta fyrir myndlistarmenn, stýrt sýningum og haldið eigin sýningar. Jóhannes ritstýrði Hug, tímariti um heimspeki á árunum 2013 og 2014 og var ritstjóri bókarinnar Ásýnd heimsins eftir Gunnar J. Árnason árið 2016. Árin 2013 og 2014 vann Jóhannes að rannsóknar- og kynningarverkefninu NERRI (Neuro-Enhancement: Responsible Research and Innovation) fyrir Siðfræðistofnun.

Jóhannes er fæddur árið 1975. Hann lauk BA-prófi í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 2000 og var við framhaldsnám í myndlist við Edinburgh College of Art frá 2001 til 2002. Hann lauk MA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2009. Jóhannes lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Calgary í Alberta, Kanada, árið 2012.

Mynd:
  • Úr safni JD.

Útgáfudagur

14.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?“ Vísindavefurinn, 14. október 2018. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76436.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 14. október). Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76436

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?“ Vísindavefurinn. 14. okt. 2018. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76436>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Jóhannes Dagsson stundað?
Jóhannes Dagsson er lektor við Listaháskóla Íslands. Rannsóknarsvið Jóhannesar liggur á mörkum hugspeki, málspeki og fagurfræði. Í rannsóknum sínum fæst hann við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins. Rannsóknir sínar notar/birtir Jóhannes í kennslu, hefðbundinni fræðilegri útgáfu og í myndlist sinni.

Viðfangsefni Jóhannesar í doktorsritgerð hans kristallast í spurningunni, hvernig eignum við listaverkum merkingu? Í ritgerðinni beitir hann aðferðum og hugtökum fengnum úr málspeki og hugspeki til þess að greina tengsl þekkingar, skynjunar og merkingarkerfa svo sem tungumáls og það hvernig þessir þættir víxlleggjast og vinna saman í því ferli sem leiðir til merkingar listaverka.

Í rannsóknum sínum fæst Jóhannes við spurningar um merkingu og skynjun í samhengi listaverksins.

Á undanförnum árum hefur Jóhannes haldið fjöldamörg erindi um rannsóknir sínar og birt greinar í viðurkenndum útgáfum. Hann hefur skrifað sýningartexta fyrir myndlistarmenn, stýrt sýningum og haldið eigin sýningar. Jóhannes ritstýrði Hug, tímariti um heimspeki á árunum 2013 og 2014 og var ritstjóri bókarinnar Ásýnd heimsins eftir Gunnar J. Árnason árið 2016. Árin 2013 og 2014 vann Jóhannes að rannsóknar- og kynningarverkefninu NERRI (Neuro-Enhancement: Responsible Research and Innovation) fyrir Siðfræðistofnun.

Jóhannes er fæddur árið 1975. Hann lauk BA-prófi í heimspeki og bókmenntum frá Háskóla Íslands árið 2000 og var við framhaldsnám í myndlist við Edinburgh College of Art frá 2001 til 2002. Hann lauk MA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands árið 2009. Jóhannes lauk doktorsnámi frá Háskólanum í Calgary í Alberta, Kanada, árið 2012.

Mynd:
  • Úr safni JD.

...