Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og var áður prófessor við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir í menningarhagfræði, sjávarútvegsfræðum, smásöluverslun og heilbrigðismálum.

Ágúst hefur meðal annars rannsakað skipulag smásöluverslunar og hagræn áhrif menningar í alþjóðlegu samhengi. Hann ritaði bók um rekstrarhagfræði sem kom út 2005. Ágúst hefur skrifað bækur um hagræn áhrif tónlistar, kvikmyndalistar og ritlistar auk bókar um menningarhagfræði, sem kom út 2012. Bækur eftir hann um menningarhagfræði hafa einnig komið út á ensku. Ágúst er höfundur 31 bókar um fagleg málefni og hafa bækur eftir hann verið tilnefndar til viðkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.

Ágúst Einarsson hefur fengist við rannsóknir í menningarhagfræði, sjávarútvegsfræðum, smásöluverslun og heilbrigðismálum.

Ágúst hefur hin síðari ár beint sjónum sínum að sjávarútvegi og skrifað tvær bækur um það efni, Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi, sem kom út 2016 og Fagur fiskur í sjó. Íslenskur sjávarútvegur handa skólum og almenningi frá 2017. Ágúst vinnur nú að bók um heilbrigðismál á Íslandi og kemur hún út 2019. Ágúst hefur verið í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan og utan háskólasamfélagsins. Hann sat á Alþingi og hefur tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni. Greinarsafn eftir hann hefur komið út í tveimur bindum.

Ágúst er fæddur árið 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970 og prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Hamborg í Þýskalandi 1975. Ágúst stundaði framhaldsnám við háskólana í Hamborg og Kíel og lauk doktorsprófi frá háskólanum í Hamborg 1978. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri í útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík og varð prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1990 til 2007. Ágúst gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Háskóla Íslands, þar á meðal störfum skorarformanns og deildarforseta. Ágúst var rektor Háskólans á Bifröst 2007 til 2010 og prófessor við skólann til 2015.

Mynd:
  • Úr safni ÁE.

Útgáfudagur

16.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 16. október 2018. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76443.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 16. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76443

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2018. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76443>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?
Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og var áður prófessor við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir í menningarhagfræði, sjávarútvegsfræðum, smásöluverslun og heilbrigðismálum.

Ágúst hefur meðal annars rannsakað skipulag smásöluverslunar og hagræn áhrif menningar í alþjóðlegu samhengi. Hann ritaði bók um rekstrarhagfræði sem kom út 2005. Ágúst hefur skrifað bækur um hagræn áhrif tónlistar, kvikmyndalistar og ritlistar auk bókar um menningarhagfræði, sem kom út 2012. Bækur eftir hann um menningarhagfræði hafa einnig komið út á ensku. Ágúst er höfundur 31 bókar um fagleg málefni og hafa bækur eftir hann verið tilnefndar til viðkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.

Ágúst Einarsson hefur fengist við rannsóknir í menningarhagfræði, sjávarútvegsfræðum, smásöluverslun og heilbrigðismálum.

Ágúst hefur hin síðari ár beint sjónum sínum að sjávarútvegi og skrifað tvær bækur um það efni, Íslenskur sjávarútvegur í alþjóðlegu samhengi, sem kom út 2016 og Fagur fiskur í sjó. Íslenskur sjávarútvegur handa skólum og almenningi frá 2017. Ágúst vinnur nú að bók um heilbrigðismál á Íslandi og kemur hún út 2019. Ágúst hefur verið í fjölmörgum nefndum og stjórnum innan og utan háskólasamfélagsins. Hann sat á Alþingi og hefur tekið virkan þátt í þjóðmálaumræðunni. Greinarsafn eftir hann hefur komið út í tveimur bindum.

Ágúst er fæddur árið 1952. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1970 og prófi í rekstrarhagfræði frá háskólanum í Hamborg í Þýskalandi 1975. Ágúst stundaði framhaldsnám við háskólana í Hamborg og Kíel og lauk doktorsprófi frá háskólanum í Hamborg 1978. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri í útgerð og fiskvinnslu í Reykjavík og varð prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands 1990 til 2007. Ágúst gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum innan Háskóla Íslands, þar á meðal störfum skorarformanns og deildarforseta. Ágúst var rektor Háskólans á Bifröst 2007 til 2010 og prófessor við skólann til 2015.

Mynd:
  • Úr safni ÁE.

...