Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins.

Rósa hefur komið víða við í rannsóknum sínum, en í bókinni Sagan upp á hvern mann (2011) fjallaði hún um sagnafólk sem á það sameiginlegt að hafa sagt ævintýri inn á segulband. Þar er sýnt fram á að bæði náttúrulegt og félagslegt umhverfi sagnafólks hefur áhrif á sögurnar sem það segir og að út frá sögunum má greina gildismat, lífsviðhorf og jafnvel lífsreynslu sagnamanns.

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Rósa stýrði rannsóknarverkefninu Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Tilurð, samhengi og söfnun 1864–2014 sem snerist um söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1862–1864). Með verkefninu hafa ýmsar frumheimildir verið gerðar aðgengilegar stafrænt, svo sem þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar sem varðveitt eru á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, bréf til Jóns frá ýmsum sem söfnuðu fyrir hann úti um landið og bréfaskipti Jóns og þeirra Konrad Maurer í München og Guðbrands Vigfússonar og Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, en þeir áttu stóran þátt í ritstjórn útgáfunnar. Áhugi Rósu á sagnafólki hefur fylgt henni áfram í þessu verkefni þannig að hún hefur skoðað það sérstaklega, fólkið sem sagði Jóni Árnasyni sögur og einnig þau sem söfnuðu og skráðu sögur fyrir hann.

Annar þráður í rannsóknum Rósu snýst um alþýðutónlist, rímur og rímnakveðskap. Vorið 2018 kom út bók og fjórir geisladiskar undir titlinum Segulbönd Iðunnar, en það er útgáfa á 160 kvæðalögum sem hljóðrituð voru á vegum Kvæðamannafélagsins Iðunnar á árunum kringum 1960. Rósa ritstýrði bókinni og skrifaði æviágrip alls þess fólks sem þarna kemur við sögu sem kvæðafólk og höfundar texta. Rósa hefur einnig velt fyrir sér hvað hafi gert rímur vinsælar og hverjar þeirra hafi verið vinsælastar um það leyti er rímnakveðskapur var að leggjast af sem almenn skemmtun.

Rósa hefur kennt á námskeiðum um rímnakveðskap og alþýðutónlist á landsmótum kvæðamanna og á þjóðlagahátíðum á Siglufirði. Hún hefur einnig sinnt kennslu í þjóðsagnafræðum við Þjóðfræðideild Háskóla Íslands auk margvíslegra starfa við söfnun, miðlun og rannsóknir þjóðfræðaefnis.

Rósa Þorsteinsdóttir er fædd 1958. Hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í þjóðfræði frá sama skóla árið 2005. Hún hefur starfað við Árnastofnun síðan 1995, sem rannsóknarlektor frá 2009.

Mynd:

Útgáfudagur

23.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 23. október 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76471.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 23. október). Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76471

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76471>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Rósa Þorsteinsdóttir stundað?
Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Rósa hefur haft umsjón með tölvuskráningu þjóðfræðasafns stofnunarinnar og tekið þátt í þróun gagnagrunnsins ismus.is þar sem efni safnsins er aðgengilegt. Hún hefur einnig séð um margs konar útgáfur á þjóðfræðiefni safnsins.

Rósa hefur komið víða við í rannsóknum sínum, en í bókinni Sagan upp á hvern mann (2011) fjallaði hún um sagnafólk sem á það sameiginlegt að hafa sagt ævintýri inn á segulband. Þar er sýnt fram á að bæði náttúrulegt og félagslegt umhverfi sagnafólks hefur áhrif á sögurnar sem það segir og að út frá sögunum má greina gildismat, lífsviðhorf og jafnvel lífsreynslu sagnamanns.

Rósa Þorsteinsdóttir er þjóðfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Rósa stýrði rannsóknarverkefninu Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Tilurð, samhengi og söfnun 1864–2014 sem snerist um söfnun og útgáfu þjóðsagnasafns Jóns Árnasonar Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri (1862–1864). Með verkefninu hafa ýmsar frumheimildir verið gerðar aðgengilegar stafrænt, svo sem þjóðsagnahandrit Jóns Árnasonar sem varðveitt eru á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, bréf til Jóns frá ýmsum sem söfnuðu fyrir hann úti um landið og bréfaskipti Jóns og þeirra Konrad Maurer í München og Guðbrands Vigfússonar og Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, en þeir áttu stóran þátt í ritstjórn útgáfunnar. Áhugi Rósu á sagnafólki hefur fylgt henni áfram í þessu verkefni þannig að hún hefur skoðað það sérstaklega, fólkið sem sagði Jóni Árnasyni sögur og einnig þau sem söfnuðu og skráðu sögur fyrir hann.

Annar þráður í rannsóknum Rósu snýst um alþýðutónlist, rímur og rímnakveðskap. Vorið 2018 kom út bók og fjórir geisladiskar undir titlinum Segulbönd Iðunnar, en það er útgáfa á 160 kvæðalögum sem hljóðrituð voru á vegum Kvæðamannafélagsins Iðunnar á árunum kringum 1960. Rósa ritstýrði bókinni og skrifaði æviágrip alls þess fólks sem þarna kemur við sögu sem kvæðafólk og höfundar texta. Rósa hefur einnig velt fyrir sér hvað hafi gert rímur vinsælar og hverjar þeirra hafi verið vinsælastar um það leyti er rímnakveðskapur var að leggjast af sem almenn skemmtun.

Rósa hefur kennt á námskeiðum um rímnakveðskap og alþýðutónlist á landsmótum kvæðamanna og á þjóðlagahátíðum á Siglufirði. Hún hefur einnig sinnt kennslu í þjóðsagnafræðum við Þjóðfræðideild Háskóla Íslands auk margvíslegra starfa við söfnun, miðlun og rannsóknir þjóðfræðaefnis.

Rósa Þorsteinsdóttir er fædd 1958. Hún lauk BA-prófi í bókasafnsfræði og þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaraprófi í þjóðfræði frá sama skóla árið 2005. Hún hefur starfað við Árnastofnun síðan 1995, sem rannsóknarlektor frá 2009.

Mynd:

...