Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Viggó Þór Marteinsson er sérfræðingur í örverufræði og lektor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf.

Örverufræði er fag sem tengist þverfaglega öðrum fræðasviðum eins og líffræði, líftækni, matvælafræði, jarðfræði, læknisfræði og jafnvel geimvísindum. Örverurannsóknir Viggós hafa að miklu leyti tengst þessum sviðum og hann hefur bæði stundað grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir í samvinnu við íslenska og erlenda rannsóknarhópa. Viggó stundaði doktorsnám í Frakklandi þar sem viðfangsefni hans voru jaðarörverur sem vaxa við mjög háan hita og þrýsting í og við djúpsjávarhveri.

Neðansjávarhverir eru á mörg þúsund metra dýpi og til að ná í sýni úr þeim þarf sérstaka kafbáta. Hér er Viggó að koma úr 3600 metra köfun á 23°N á Atlantshafshryggnum.

Í rannsóknum sínum hefur Viggó einkum skoðað hvaða örverur eru til staðar, hvaðan þær koma, hvað þær eru að gera og hvernig. Til að svara þessum grunnspurningum eru notaðar nýjustu aðferðir úr sameindalíffræði til að raðgreina og lesa úr erfðaefni örveranna ásamt því að nota hefðbundnar aðferðir örverufræðinnar.

Þau búsvæði örvera sem Viggó hefur skoðað spanna allt frá umhverfi í tengslum við matvæli eins og til dæmis við eldi fiska og dýra, vinnsluumhverfi þeirra, áhrif örvera á matvæli og matvælaöryggi, til jaðarumhverfis (e. extreme environment), þar sem ekkert líf þrífst nema örverur. Þessi jaðarbúsvæði sem hann hefur verið að rannsaka eru til dæmis sjávar- og landhverir, lífríki borhola eða vötn undir íshellum jökla eins og í Skaftárkötlum. Mikill fjöldi örvera hefur verið einangraður úr slíku umhverfi og hefur Viggó tekið þátt í að skoða virk lífefni úr þeim í hagnýtum rannsóknaverkefnum. Sum þessara jaðarbúsvæða eru talin eiga sér hliðstæðu við það sem má hugsanlega finna á öðrum plánetum sem gerir þau ákjósanleg módel fyrir rannsóknir á hugsanlegu lífi annars staðar en á jörðinni.

Hér er Viggó að meðhöndla sýni úr lóni eystri Skaftárketils sem er undir 300 metra þykkri íshellu Vatnajökuls.

Viggó er fæddur 1961. Hann lærði líffræði við Háskóla Íslands og lauk þar BS-prófi. Hann fór til Frakklands í framhaldsnám og varði doktorsritgerð við Université de Bretagne Occidentale í ársbyrjun 1997. Viggó var nýdoktor við líftæknideild ITÍ þar sem hann rannsakaði meðal annars neðanjarðarlífríki jarðhitaborhola og lýsti hverastrýtunni í Eyjafirði. Hann varð starfsmaður hjá líftæknifyrirtækinu Prokaria við stofnun þess og var síðar ráðinn tímabundið sem framkvæmdastjóri rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar í matvælarannsóknum. Viggó hóf störf hjá Matís þegar Matís varð til úr samrunna rannsóknarstofa. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá 1998 og er einnig með stöðu gestaprófessors hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum við Háskóla Íslands og tekið þátt í leiðbeiningu meistaranema við erlenda háskóla.

Myndir:
  • Úr safni VÞM.

Útgáfudagur

30.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 30. október 2018, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76496.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. október). Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76496

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2018. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76496>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson rannsakað?
Viggó Þór Marteinsson er sérfræðingur í örverufræði og lektor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf.

Örverufræði er fag sem tengist þverfaglega öðrum fræðasviðum eins og líffræði, líftækni, matvælafræði, jarðfræði, læknisfræði og jafnvel geimvísindum. Örverurannsóknir Viggós hafa að miklu leyti tengst þessum sviðum og hann hefur bæði stundað grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir í samvinnu við íslenska og erlenda rannsóknarhópa. Viggó stundaði doktorsnám í Frakklandi þar sem viðfangsefni hans voru jaðarörverur sem vaxa við mjög háan hita og þrýsting í og við djúpsjávarhveri.

Neðansjávarhverir eru á mörg þúsund metra dýpi og til að ná í sýni úr þeim þarf sérstaka kafbáta. Hér er Viggó að koma úr 3600 metra köfun á 23°N á Atlantshafshryggnum.

Í rannsóknum sínum hefur Viggó einkum skoðað hvaða örverur eru til staðar, hvaðan þær koma, hvað þær eru að gera og hvernig. Til að svara þessum grunnspurningum eru notaðar nýjustu aðferðir úr sameindalíffræði til að raðgreina og lesa úr erfðaefni örveranna ásamt því að nota hefðbundnar aðferðir örverufræðinnar.

Þau búsvæði örvera sem Viggó hefur skoðað spanna allt frá umhverfi í tengslum við matvæli eins og til dæmis við eldi fiska og dýra, vinnsluumhverfi þeirra, áhrif örvera á matvæli og matvælaöryggi, til jaðarumhverfis (e. extreme environment), þar sem ekkert líf þrífst nema örverur. Þessi jaðarbúsvæði sem hann hefur verið að rannsaka eru til dæmis sjávar- og landhverir, lífríki borhola eða vötn undir íshellum jökla eins og í Skaftárkötlum. Mikill fjöldi örvera hefur verið einangraður úr slíku umhverfi og hefur Viggó tekið þátt í að skoða virk lífefni úr þeim í hagnýtum rannsóknaverkefnum. Sum þessara jaðarbúsvæða eru talin eiga sér hliðstæðu við það sem má hugsanlega finna á öðrum plánetum sem gerir þau ákjósanleg módel fyrir rannsóknir á hugsanlegu lífi annars staðar en á jörðinni.

Hér er Viggó að meðhöndla sýni úr lóni eystri Skaftárketils sem er undir 300 metra þykkri íshellu Vatnajökuls.

Viggó er fæddur 1961. Hann lærði líffræði við Háskóla Íslands og lauk þar BS-prófi. Hann fór til Frakklands í framhaldsnám og varði doktorsritgerð við Université de Bretagne Occidentale í ársbyrjun 1997. Viggó var nýdoktor við líftæknideild ITÍ þar sem hann rannsakaði meðal annars neðanjarðarlífríki jarðhitaborhola og lýsti hverastrýtunni í Eyjafirði. Hann varð starfsmaður hjá líftæknifyrirtækinu Prokaria við stofnun þess og var síðar ráðinn tímabundið sem framkvæmdastjóri rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar í matvælarannsóknum. Viggó hóf störf hjá Matís þegar Matís varð til úr samrunna rannsóknarstofa. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands frá 1998 og er einnig með stöðu gestaprófessors hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hann hefur leiðbeint meistara- og doktorsnemum við Háskóla Íslands og tekið þátt í leiðbeiningu meistaranema við erlenda háskóla.

Myndir:
  • Úr safni VÞM.

...