Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Njörður Sigurjónsson er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda.

Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með aðferðum vettvangsrannsókna, pragmatískrar fagurfræði og gagnrýninnar kenningar. Viðfangsefni greiningarinnar eru hugtök og fyrirbæri sem oft fá litla athygli eða einsleita meðferð innan stjórnunarfræða, og hvernig þessi fyrirbæri falla oft illa að þeim kenningum sem sett hafa verið fram um þau. Nýleg dæmi um slíka greiningar eru rannsókn á „þögn“ sem kannar ólíkar leiðir stjórnenda til þess að hafa áhrif á þagnarupplifun gesta og starfsfólks í menningarstofnunum. Annað dæmi er rannsókn á hugtakinu „þátttaka“ í íslenskri menningarstefnu.

Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með aðferðum vettvangsrannsókna, pragmatískrar fagurfræði og gagnrýninnar kenningar.

Vald er mikilvægt hugtak í rannsóknum Njarðar og hvernig vald, í margvíslegum myndum, birtist í athöfnum og skipulagi stofnana. Þá hefur hann rannsakað samspil valds og regluveldis meðal annars með hliðsjón af gagnrýni sem komið hefur fram á forsenduna um „skynsamlegasta fyrirkomulagið“. Sú gagnrýni gengur út frá því að viðtekið fyrirkomulag innan skipulagsheildar sé ekki endilega það hagkvæmasta eða það skásta. Fyrirkomulagið hafi alls ekki orðið ofan á vegna þess að það sé niðurstaða ígrundaðs og rökræns ákvarðanaferlis eða jafnvel vegna einskonar náttúruvals þar sem verri kostir hafi dáið út. Þess í stað er nær að skýra skipulagið út frá hefð og valdi og átökum sem hægt er að greina í tungumáli stjórnunarkenninga og hugmyndafræði hvers tíma, táknum og fagurferði. Niðurstöður rannsóknanna hafa birst í bókum og alþjóðlegum tímaritum en þær eru notaðar til að auka skilning á menningarstofnunum og virkni skipulagsheilda.

Njörður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1994 og BA-prófi í heimspeki 1998 frá Háskóla Íslands, en hluta heimspekinámsins stundaði hann við Université de Rennes I í Frakklandi og Stockholms Universitet í Svíþjóð. Hann lauk MS-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2001, í samvinnu við Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn, og lauk doktorsprófi frá City, University of London, árið 2010. Njörður hefur unnið með menningarstofnunum, sveitarfélögum og landshlutasamtökun að stefnumótun á sviði menningamála og nýtt rannsóknir sínar í tengslum við þá vinnu.

Mynd:
  • Úr safni NS.

Útgáfudagur

26.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?“ Vísindavefurinn, 26. október 2018. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76501.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 26. október). Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76501

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?“ Vísindavefurinn. 26. okt. 2018. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76501>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Njörður Sigurjónsson stundað?
Njörður Sigurjónsson er dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Rannsóknir hans eru einkum á sviðum menningarstjórnunar og menningarstefnu en einnig hefur hann rannsakað hljóðmenningu og fagurfræði skipulagsheilda.

Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með aðferðum vettvangsrannsókna, pragmatískrar fagurfræði og gagnrýninnar kenningar. Viðfangsefni greiningarinnar eru hugtök og fyrirbæri sem oft fá litla athygli eða einsleita meðferð innan stjórnunarfræða, og hvernig þessi fyrirbæri falla oft illa að þeim kenningum sem sett hafa verið fram um þau. Nýleg dæmi um slíka greiningar eru rannsókn á „þögn“ sem kannar ólíkar leiðir stjórnenda til þess að hafa áhrif á þagnarupplifun gesta og starfsfólks í menningarstofnunum. Annað dæmi er rannsókn á hugtakinu „þátttaka“ í íslenskri menningarstefnu.

Rannsóknir Njarðar felast í greiningu á hugmyndum um stjórnun menningarstofnana með aðferðum vettvangsrannsókna, pragmatískrar fagurfræði og gagnrýninnar kenningar.

Vald er mikilvægt hugtak í rannsóknum Njarðar og hvernig vald, í margvíslegum myndum, birtist í athöfnum og skipulagi stofnana. Þá hefur hann rannsakað samspil valds og regluveldis meðal annars með hliðsjón af gagnrýni sem komið hefur fram á forsenduna um „skynsamlegasta fyrirkomulagið“. Sú gagnrýni gengur út frá því að viðtekið fyrirkomulag innan skipulagsheildar sé ekki endilega það hagkvæmasta eða það skásta. Fyrirkomulagið hafi alls ekki orðið ofan á vegna þess að það sé niðurstaða ígrundaðs og rökræns ákvarðanaferlis eða jafnvel vegna einskonar náttúruvals þar sem verri kostir hafi dáið út. Þess í stað er nær að skýra skipulagið út frá hefð og valdi og átökum sem hægt er að greina í tungumáli stjórnunarkenninga og hugmyndafræði hvers tíma, táknum og fagurferði. Niðurstöður rannsóknanna hafa birst í bókum og alþjóðlegum tímaritum en þær eru notaðar til að auka skilning á menningarstofnunum og virkni skipulagsheilda.

Njörður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1994 og BA-prófi í heimspeki 1998 frá Háskóla Íslands, en hluta heimspekinámsins stundaði hann við Université de Rennes I í Frakklandi og Stockholms Universitet í Svíþjóð. Hann lauk MS-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2001, í samvinnu við Copenhagen Business School í Kaupmannahöfn, og lauk doktorsprófi frá City, University of London, árið 2010. Njörður hefur unnið með menningarstofnunum, sveitarfélögum og landshlutasamtökun að stefnumótun á sviði menningamála og nýtt rannsóknir sínar í tengslum við þá vinnu.

Mynd:
  • Úr safni NS.

...