Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Unnur Birna Karlsdóttir er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. Hún lauk BA-gráðu í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1992, kennslu- og uppeldisfræði árið 1993, MA-gráðu í sagnfræði árið 1996 og doktorsgráðu í sömu grein við sama skóla árið 2010.

BA-rannsókn hennar fjallaði um lög um fóstureyðingar á Íslandi og áhrif kvennabaráttu í þeirri sögu. Meistararitgerð Unnar var um mannkynbótastefnu og áhrif hennar hér á landi og birtist í því sambandi rit hennar Mannkynbætur árið 1998. Unnur vann skýrslu til heilbrigðisráðherra um framkvæmd ófrjósemisaðgerða á Íslandi 1938-1975 sem lögð var fyrir alþingi 2002. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust einnig í lengri gerð í tímaritinu Sögu árið 2005.

Rannsóknir Unnar síðan árið 2000 hafa verið á sviði umhverfissögu, það er fjallað um sambúð manns og náttúru frá ýmsum hliðum.

Bók Unnar Þar sem fossarnir falla, byggð á doktorsrannsókn hennar um viðhorf til íslenskrar náttúru og vatnsaflsvirkjana, kom út árið 2010 og hlaut tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis og Menningarverðlauna DV og verðlaun úr Gjöf Jóns Sigurðssonar.

Unnur starfaði á Þjóðskjalasafni Íslands við ýmis sérfræðistörf á sviði miðlunar og skjalavörslu árin 2004 til 2012 og tók við stöðu safnstjóra Minjasafns Austurlands haustið 2012 og gegndi þeirri stöðu fram á síðsumar 2015, þar sem hún meðal annars stóð að uppsetningu á sýningu um hreindýr á Austurlandi sem enn stendur í Safnahúsinu á Egilsstöðum.

Unnur hóf rannsóknastörf á Austurlandi vorið 2015 hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og tók við stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi 1. júní 2018. Rannsóknir hennar frá árinu 2000 hafa verið á sviði umhverfissögu, það er fjallað um sambúð manns og náttúru frá ýmsum hliðum, og hafa birst nokkrar fræðigreinar eftir hana á því sviði á íslensku og ensku. Stærsta rannsókn hennar síðastliðin þrjú ár hefur verið rannsókn á sögu hreindýra á Íslandi og bók hennar um efnið er væntanleg. Aðrar rannsóknaáherslur hennar snúa að sögu og þróun tengsla manns og hálendis á Austurlandi og eflingu samstarfsverkefna um rannsóknir á sviði byggðarannsókna á starfssvæði Rannsóknaseturs Austurlands. Auk fræðirannsókna hefur Unnur starfað í ýmsum stjórnum og vinnuhópum um fagleg efni og rannsóknir.

Unnur hefur sent frá sér tvær skáldsögur, Það kemur alltaf nýr dagur (2012) og Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki (2016) auk smásögunnar „Launsátur minningar“ sem birtist í tímaritinu Iceview sumarið 2018.

Mynd:
  • Úr safni UBK.

Útgáfudagur

2.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2018, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76548.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 2. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76548

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2018. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76548>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Unnur Birna Karlsdóttir stundað?
Unnur Birna Karlsdóttir er forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi. Hún lauk BA-gráðu í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 1992, kennslu- og uppeldisfræði árið 1993, MA-gráðu í sagnfræði árið 1996 og doktorsgráðu í sömu grein við sama skóla árið 2010.

BA-rannsókn hennar fjallaði um lög um fóstureyðingar á Íslandi og áhrif kvennabaráttu í þeirri sögu. Meistararitgerð Unnar var um mannkynbótastefnu og áhrif hennar hér á landi og birtist í því sambandi rit hennar Mannkynbætur árið 1998. Unnur vann skýrslu til heilbrigðisráðherra um framkvæmd ófrjósemisaðgerða á Íslandi 1938-1975 sem lögð var fyrir alþingi 2002. Niðurstöður rannsóknarinnar birtust einnig í lengri gerð í tímaritinu Sögu árið 2005.

Rannsóknir Unnar síðan árið 2000 hafa verið á sviði umhverfissögu, það er fjallað um sambúð manns og náttúru frá ýmsum hliðum.

Bók Unnar Þar sem fossarnir falla, byggð á doktorsrannsókn hennar um viðhorf til íslenskrar náttúru og vatnsaflsvirkjana, kom út árið 2010 og hlaut tilnefningar til viðurkenningar Hagþenkis og Menningarverðlauna DV og verðlaun úr Gjöf Jóns Sigurðssonar.

Unnur starfaði á Þjóðskjalasafni Íslands við ýmis sérfræðistörf á sviði miðlunar og skjalavörslu árin 2004 til 2012 og tók við stöðu safnstjóra Minjasafns Austurlands haustið 2012 og gegndi þeirri stöðu fram á síðsumar 2015, þar sem hún meðal annars stóð að uppsetningu á sýningu um hreindýr á Austurlandi sem enn stendur í Safnahúsinu á Egilsstöðum.

Unnur hóf rannsóknastörf á Austurlandi vorið 2015 hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands og tók við stöðu forstöðumanns Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Austurlandi 1. júní 2018. Rannsóknir hennar frá árinu 2000 hafa verið á sviði umhverfissögu, það er fjallað um sambúð manns og náttúru frá ýmsum hliðum, og hafa birst nokkrar fræðigreinar eftir hana á því sviði á íslensku og ensku. Stærsta rannsókn hennar síðastliðin þrjú ár hefur verið rannsókn á sögu hreindýra á Íslandi og bók hennar um efnið er væntanleg. Aðrar rannsóknaáherslur hennar snúa að sögu og þróun tengsla manns og hálendis á Austurlandi og eflingu samstarfsverkefna um rannsóknir á sviði byggðarannsókna á starfssvæði Rannsóknaseturs Austurlands. Auk fræðirannsókna hefur Unnur starfað í ýmsum stjórnum og vinnuhópum um fagleg efni og rannsóknir.

Unnur hefur sent frá sér tvær skáldsögur, Það kemur alltaf nýr dagur (2012) og Ævintýri um dauðann og saga af venjulegu fólki (2016) auk smásögunnar „Launsátur minningar“ sem birtist í tímaritinu Iceview sumarið 2018.

Mynd:
  • Úr safni UBK.

...