Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Anna Helga Jónsdóttir er tölfræðingur sem stundar rannsóknir á vefstuddri kennslu. Hún gegnir stöðu dósents í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hefur áhuga á ýmis konar líkanagerð, sér í lagi á sviði kennslumála. Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og tölfræðimenntun. Hún hefur til að mynda unnið að þróun kennsluhugbúnaðar í stærðfræði og tölfræði, tutor-web, ásamt Gunnari Stefánssyni prófessor við Raunvísindadeild.

Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og tölfræðimenntun.

Anna Helga hefur leitast við að tengja rannsóknir sínar og kennslu. Hún hefur gert prófanir á tutor-web kerfinu í eigin kennslu og nýtt niðurstöðurnar í frekari þróunarvinnu á kerfinu. Í kerfinu eru þúsundir æfinga í stærðfræði og tölfræði sem ekki eru hugsaðar til að prófa kunnáttu nemenda heldur til að þeir byggi upp þekkingu við það að leysa dæmin. Fylgst er með frammistöðu hvers nemenda og hefur Anna Helga þróað algrím sem úthlutar æfingum til nemenda sem henta þeim hverju sinni.

Kerfið er ekki aðeins notað á Íslandi heldur er hópurinn hér á landi í nánu samstarfi við rannsóknarhóp í Kenía þar sem kerfið hefur verið notað með góðum árangri. Aðstæður eru um margt ólíkar í löndunum tveimur. Netsamband er sjaldan til staðar í Kenía og rafmagn getur verið óstöðugt. Því var tekið til þess ráðs að þróa kerfið Education in a suitcase, sem er, eins og nafnið getur til kynna, kennslukerfi í ferðatösku. Með því geta nemendur nýtt sér kennsluhugbúnaðinn tutor-web þrátt fyrir að nettengingu vanti og rafmagn sé af skornum skammti. Anna Helga og samstarfsfólk hennar hafa farið í ógleymanlegar ferðir til Kenía undanfarin ár þar sem kerfið hefur meðal annars verið sett upp í öryggisfangelsi og í barnaskóla á afskekkti eyju.

Anna Helga hefur undanfarin ár farið til Kenía þar sem Education in a suitcase kerfið hefur meðal annars verið sett upp í öryggisfangelsi.

Anna Helga hefur unnið að fleiri rannsóknarverkefnum sem snúa að kennslu. Má þar nefna rannsóknir á gengi nýnema við Háskóla Íslands í stærðfræði, í samstafi við Rögnvald G. Möller, og rannsóknarverkefni á tengslanetum nemenda. Tengslanetaverkefnið hefur Anna Helga unnið í samstarfi við Daða Má Kristófersson, Magnús Þór Torfason og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttir við Félagsvísindasvið. Meginviðfangsefni verkefnisins er að rannsaka tengslanet nemenda og möguleg tengsl þeirra við brotthvarf nemenda úr námi.

Anna Helga Jónsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1979 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1999. Hún lauk BS-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og hlaut meistaragráðu í hagnýttri stærðfræði frá Danmarks tekniske universitet (DTU) árið 2005. Anna Helga sinnti rannsóknum og kennslu hjá DTU í nokkur ár en fluttist svo aftur heim og lauk doktorsprófi í tölfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og hefur starfað við skólann síðan.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson
  • Úr safni ÖHJ.

Útgáfudagur

24.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2018. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76637.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 24. nóvember). Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76637

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2018. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Anna Helga Jónsdóttir rannsakað?
Anna Helga Jónsdóttir er tölfræðingur sem stundar rannsóknir á vefstuddri kennslu. Hún gegnir stöðu dósents í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands og hefur áhuga á ýmis konar líkanagerð, sér í lagi á sviði kennslumála. Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og tölfræðimenntun. Hún hefur til að mynda unnið að þróun kennsluhugbúnaðar í stærðfræði og tölfræði, tutor-web, ásamt Gunnari Stefánssyni prófessor við Raunvísindadeild.

Helstu rannsóknarverkefni Önnu Helgu undanfarin ár snúa að rannsóknum á stærðfræði- og tölfræðimenntun.

Anna Helga hefur leitast við að tengja rannsóknir sínar og kennslu. Hún hefur gert prófanir á tutor-web kerfinu í eigin kennslu og nýtt niðurstöðurnar í frekari þróunarvinnu á kerfinu. Í kerfinu eru þúsundir æfinga í stærðfræði og tölfræði sem ekki eru hugsaðar til að prófa kunnáttu nemenda heldur til að þeir byggi upp þekkingu við það að leysa dæmin. Fylgst er með frammistöðu hvers nemenda og hefur Anna Helga þróað algrím sem úthlutar æfingum til nemenda sem henta þeim hverju sinni.

Kerfið er ekki aðeins notað á Íslandi heldur er hópurinn hér á landi í nánu samstarfi við rannsóknarhóp í Kenía þar sem kerfið hefur verið notað með góðum árangri. Aðstæður eru um margt ólíkar í löndunum tveimur. Netsamband er sjaldan til staðar í Kenía og rafmagn getur verið óstöðugt. Því var tekið til þess ráðs að þróa kerfið Education in a suitcase, sem er, eins og nafnið getur til kynna, kennslukerfi í ferðatösku. Með því geta nemendur nýtt sér kennsluhugbúnaðinn tutor-web þrátt fyrir að nettengingu vanti og rafmagn sé af skornum skammti. Anna Helga og samstarfsfólk hennar hafa farið í ógleymanlegar ferðir til Kenía undanfarin ár þar sem kerfið hefur meðal annars verið sett upp í öryggisfangelsi og í barnaskóla á afskekkti eyju.

Anna Helga hefur undanfarin ár farið til Kenía þar sem Education in a suitcase kerfið hefur meðal annars verið sett upp í öryggisfangelsi.

Anna Helga hefur unnið að fleiri rannsóknarverkefnum sem snúa að kennslu. Má þar nefna rannsóknir á gengi nýnema við Háskóla Íslands í stærðfræði, í samstafi við Rögnvald G. Möller, og rannsóknarverkefni á tengslanetum nemenda. Tengslanetaverkefnið hefur Anna Helga unnið í samstarfi við Daða Má Kristófersson, Magnús Þór Torfason og Margréti Sigrúnu Sigurðardóttir við Félagsvísindasvið. Meginviðfangsefni verkefnisins er að rannsaka tengslanet nemenda og möguleg tengsl þeirra við brotthvarf nemenda úr námi.

Anna Helga Jónsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1979 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1999. Hún lauk BS-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og hlaut meistaragráðu í hagnýttri stærðfræði frá Danmarks tekniske universitet (DTU) árið 2005. Anna Helga sinnti rannsóknum og kennslu hjá DTU í nokkur ár en fluttist svo aftur heim og lauk doktorsprófi í tölfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og hefur starfað við skólann síðan.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson
  • Úr safni ÖHJ.

...