Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvers vegna er stærðfræði námsefni?

Kristín Bjarnadóttir

Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, stjörnufræði og tónlist. Þær studdu skilning á hinum áþreifanlega heimi. Fræðin um tónlist var meðal annars um hlutföll í lengdum strengja í hljóðfærum.

Kerfi hinna frjálsu lista var ætlað upprennandi menntamönnum og stærðfræði hafði þar veglegan sess. Annars lærðu unglingar dagleg störf af foreldrum sínum og öðru fullorðnu fólki. Inn í störfin fléttaðist þekkingin á að fylgjast með og gæta afraksturs vinnunnar og eigna sinna. Í því fólst líka ofurlítil stærðfræði.

Stærðfræði getur gert fólki kleift að ráðstafa eignum sínum og aflafé, og vera læs á upplýsingar í umhverfinu.

Fræðimenn okkar tíma hafa greint þrjár ástæður fyrir því að stærðfræði sé námsefni.

  1. Þarfir samfélagsins: Samfélagið þarf á nokkrum hópi vel menntaðra einstaklinga að halda sem getur séð um verklegar framkvæmdir, til dæmis hannað byggingar, brýr og vegi. Enn er ekki liðin öld síðan Íslendingar urðu sjálfbjarga á því sviði. Stöðugt bætist við háþróuð tækni sem þarf að kunna skil á. Tæknin stuðlar að tæknilegri og efnahagslegri þróun samfélagsins.
  2. Þarfir einstaklingsins: Hver manneskja þarf að geta séð um sín mál: ráðstafað eigum sínum og aflafé, og vera læs á upplýsingar í umhverfinu. Flestir þurfa einnig að búa sig undir eitthvert sérhæft starf í þróuðu samfélagi iðnaðar, hátækni og upplýsinga. Menntun í stærðfræði sér einstaklingum fyrir tækjum til að takast á við líf sitt í menntun og starfi, einkalífi, félagslífi og sem þegn í samfélaginu.
  3. Menningarlegar ástæður: Upplýsingar og þekking flytjast frá einni kynslóð til annarrar með vel menntuðum þegnum. Það stuðlar að viðhaldi og þróun hugmyndafræði og menningar í samfélaginu.

Því fleiri sem kunna skil á tækjum, búnaði og geta lesið úr gögnum í flóknu samfélagi og eru heima í menningu þess, þeim mun meiri líkur eru á að gangverk samfélagsins virki farsællega.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

27.2.2017

Spyrjandi

Guðbjörg Ylfa Hammer

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvers vegna er stærðfræði námsefni?“ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2017. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=65930.

Kristín Bjarnadóttir. (2017, 27. febrúar). Hvers vegna er stærðfræði námsefni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=65930

Kristín Bjarnadóttir. „Hvers vegna er stærðfræði námsefni?“ Vísindavefurinn. 27. feb. 2017. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=65930>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er stærðfræði námsefni?
Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, stjörnufræði og tónlist. Þær studdu skilning á hinum áþreifanlega heimi. Fræðin um tónlist var meðal annars um hlutföll í lengdum strengja í hljóðfærum.

Kerfi hinna frjálsu lista var ætlað upprennandi menntamönnum og stærðfræði hafði þar veglegan sess. Annars lærðu unglingar dagleg störf af foreldrum sínum og öðru fullorðnu fólki. Inn í störfin fléttaðist þekkingin á að fylgjast með og gæta afraksturs vinnunnar og eigna sinna. Í því fólst líka ofurlítil stærðfræði.

Stærðfræði getur gert fólki kleift að ráðstafa eignum sínum og aflafé, og vera læs á upplýsingar í umhverfinu.

Fræðimenn okkar tíma hafa greint þrjár ástæður fyrir því að stærðfræði sé námsefni.

  1. Þarfir samfélagsins: Samfélagið þarf á nokkrum hópi vel menntaðra einstaklinga að halda sem getur séð um verklegar framkvæmdir, til dæmis hannað byggingar, brýr og vegi. Enn er ekki liðin öld síðan Íslendingar urðu sjálfbjarga á því sviði. Stöðugt bætist við háþróuð tækni sem þarf að kunna skil á. Tæknin stuðlar að tæknilegri og efnahagslegri þróun samfélagsins.
  2. Þarfir einstaklingsins: Hver manneskja þarf að geta séð um sín mál: ráðstafað eigum sínum og aflafé, og vera læs á upplýsingar í umhverfinu. Flestir þurfa einnig að búa sig undir eitthvert sérhæft starf í þróuðu samfélagi iðnaðar, hátækni og upplýsinga. Menntun í stærðfræði sér einstaklingum fyrir tækjum til að takast á við líf sitt í menntun og starfi, einkalífi, félagslífi og sem þegn í samfélaginu.
  3. Menningarlegar ástæður: Upplýsingar og þekking flytjast frá einni kynslóð til annarrar með vel menntuðum þegnum. Það stuðlar að viðhaldi og þróun hugmyndafræði og menningar í samfélaginu.

Því fleiri sem kunna skil á tækjum, búnaði og geta lesið úr gögnum í flóknu samfélagi og eru heima í menningu þess, þeim mun meiri líkur eru á að gangverk samfélagsins virki farsællega.

Heimildir:

Mynd:

...