Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?

Kristín Bjarnadóttir

Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10:
Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningarmiðill og tæki til að takast á við erfið úrlausnarefni.
Getur þessi tilvitnun fært lesandann nær svarinu? Lítum á viðfangsefni stærðfræðinnar. Í svari við spurningunni Hver fann upp stærðfræðina? var haft eftir þýska nítjándu aldar stærðfræðingnum Kronecker að Guð hafi skapað heilu tölurnar en allt hitt væri mannanna verk. Þá var raunar átt við jákvæðar heilar tölur. Færa má rök að því að fyrirbrigði eins og neikvæðar tölur séu verk manna, skipan sem menn hafa fundið upp sem eins konar eftirlíkingu eða tvífara jákvæðu talnanna, til dæmis í þeim tilgangi að greina á milli eigna og skulda eða tekna og gjalda.


Mynd sem kallast broti (e. fractal). Hægt er að lesa meira um brota í svari við spurningunni Hvað er ítrun Newtons?

En séu heilu jákvæðu tölurnar ekki mannanna verk, þá mætti segja hið sama um grunnformin beina línu og hring, jafnvel lokaða ferla, svo sem þríhyrning og ferhyrning, eða rúmmyndir eins og kúlu.

Sumir mundu jafnvel segja að stærðfræðin sé allt í kring um okkur, við þyrftum einungis að uppgötva hana. Samkvæmt því hafa tölur og form alltaf verið til. Menn hafi uppgötvað þessa hluti og síðan skapað um þau kerfi.

Það sem mætti þá eigna mönnum sem uppfinningu er að skapa kerfi um þessar grundvallareiningar. Stærðfræðileg kerfi eru þá uppfinning manna; vísindaleg kerfi sem nota má sem tjáningarmiðil og tæki til að takast á við erfið úrlausnarefni eða þau mætti flokka sem hreina list.

Mynd: Heimasíða Fractal Explorer.

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

14.9.2007

Spyrjandi

Hörður Gunnarsson

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?“ Vísindavefurinn, 14. september 2007. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6802.

Kristín Bjarnadóttir. (2007, 14. september). Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6802

Kristín Bjarnadóttir. „Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2007. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er stærðfræði uppfinning eða uppgötvun?
Spurningin um hvort stærðfræði sé uppfinning eða uppgötvun hefur leitað á marga. Áður en henni er svarað mætti spyrja hvað sé stærðfræði. Í Aðalnámskrá grunnskóla í stærðfræði 1999 segir á bls. 10:

Stærðfræðikennsla í skólum á að endurspegla hinar fjölbreyttu ásýndir stærðfræðinnar. Hún er vísindi, list, tjáningarmiðill og tæki til að takast á við erfið úrlausnarefni.
Getur þessi tilvitnun fært lesandann nær svarinu? Lítum á viðfangsefni stærðfræðinnar. Í svari við spurningunni Hver fann upp stærðfræðina? var haft eftir þýska nítjándu aldar stærðfræðingnum Kronecker að Guð hafi skapað heilu tölurnar en allt hitt væri mannanna verk. Þá var raunar átt við jákvæðar heilar tölur. Færa má rök að því að fyrirbrigði eins og neikvæðar tölur séu verk manna, skipan sem menn hafa fundið upp sem eins konar eftirlíkingu eða tvífara jákvæðu talnanna, til dæmis í þeim tilgangi að greina á milli eigna og skulda eða tekna og gjalda.


Mynd sem kallast broti (e. fractal). Hægt er að lesa meira um brota í svari við spurningunni Hvað er ítrun Newtons?

En séu heilu jákvæðu tölurnar ekki mannanna verk, þá mætti segja hið sama um grunnformin beina línu og hring, jafnvel lokaða ferla, svo sem þríhyrning og ferhyrning, eða rúmmyndir eins og kúlu.

Sumir mundu jafnvel segja að stærðfræðin sé allt í kring um okkur, við þyrftum einungis að uppgötva hana. Samkvæmt því hafa tölur og form alltaf verið til. Menn hafi uppgötvað þessa hluti og síðan skapað um þau kerfi.

Það sem mætti þá eigna mönnum sem uppfinningu er að skapa kerfi um þessar grundvallareiningar. Stærðfræðileg kerfi eru þá uppfinning manna; vísindaleg kerfi sem nota má sem tjáningarmiðil og tæki til að takast á við erfið úrlausnarefni eða þau mætti flokka sem hreina list.

Mynd: Heimasíða Fractal Explorer....