Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er ítrun Newtons?

Hildur Guðmundsdóttir

Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru látin leysa verkefnið.

Einfalt er að sýna að fallið \[f(x)=x^{2}-4\] hefur ræturnar \(x=-2\) og \(x=2\). En fallið \[f(x)=x^{3}-cos(x)\] hefur enga augljósa núllstöð.

Hér verður því að nota einhvers konar nálgun og er aðferð Newtons ein af nokkrum sem koma að gagni. Þegar henni er beitt þarf fallið sem um ræðir að vera diffranlegt, alla vega á bili kringum rótina. Aðferðin krefst þess einnig að byrjað er með ágiskun á staðsetningu rótarinnar. Köllum þessa ágiskun \(x_{0}\). Ágiskunina er gott að finna með því að skoða graf af fallinu. Í dæminu hér á undan væri heppilegt að reyna að sjá í grófum dráttum hvar gröf fallanna \(x^{3}\) og \(cos(x)\) skerast og nota þann punkt sem upphafságiskun. Aðferð Newtons gefur svo næstu nálgun á lausninni með jöfnunni \[x_{1}=x_{0}-\frac{f(x_{0})}{f'(x_{0})}\] þar sem \(f'(x_{0})\) er afleiða fallsins í \(x_{0}\). Þetta gefur okkur punktinn \(x_{1}\) sem á að vera nær rótinni en upphaflega ágiskunin. Svona er síðan haldið áfram. Hver nálgun er reiknuð út frá þeim nálgunum sem þegar eru komnar. Almennt gildir að þegar n-ta nálgun er fundin fæst sú næsta með \[x_{n+1}=x_{n}-\frac{f(x_{n})}{f'(x_{n})}\]

Þannig fæst runa sem stefnir á rótina. Því fleiri ítranir, því meiri er nákvæmnin, það er að segja til dæmis fjöldi réttra aukastafa.

Ítrun Newtons er mjög fljótvirk aðferð enda er hún það sem kallað er ferningssamleitin. Ekki er þó alltaf hægt að treysta því að aðferðin verki sem skyldi. Setja þarf ákveðnar skorður á fyrstu og aðra afleiðu fallsins til að geta verið viss um að runa nálgananna sé samleitin.

Fallið sem er til athugunar getur haft fleiri en eina rót. Það fer eftir upphafságiskuninni hvaða rót ítrunaraðferðin mun gefa okkur. Þegar ítrun Newtons er notuð á tvinntölufall er hægt að nota þennan eiginleika til að búa til mynd sem kallast broti (e. fractal).



Ef valinn er punktur \(z_{0}\), einhvers staðar í tvinntölusléttunni, þá stefnir punktarunan á ákveðna rót þegar þessi punktur er notaður sem upphafságiskun í aðferð Newtons. Hver rót hefur sín aðdráttarsvæði þar sem punktarunan stefnir á þessa sömu rót eftir nógu margar ítranir frá punkti á svæðinu. Aðdráttarsvæðin hafa hvert sinn lit sem fer eftir því hvaða rót þau tilheyra. Sumar runur stefna þó ekki á neina rót og eru upphafspunktarnir þá á jöðrum aðdráttarsvæðanna. Þeir gefa af sér ósamleitna punktarunu.

Brotinn hér að ofan er fenginn fyrir margliðuna \(p(z)=z^{5}-1\). Þetta er fimmta stigs margliða og birtist það í samhverfunni í myndinni. Margliðan hefur fimm núllstöðvar og eru því notaðir fimm litir.

Brotar eru merkilegt fyrirbæri á mörkum stærðfræði og myndlistar. Meðal þess sem einkennir þá er að ef skoðuð er nærmynd af brota þá koma í ljós alveg jafnmörg smáatriði og þegar hann er skoðaður úr meiri fjarlægð. Brotar tengjast fræðum um ringl (e. chaos).

Mynd: Heimasíða Fractal Explorer.

Höfundur

eðlisfræðinemi

Útgáfudagur

7.6.2004

Spyrjandi

Sigrún Bragadóttir

Tilvísun

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er ítrun Newtons?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2004, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4323.

Hildur Guðmundsdóttir. (2004, 7. júní). Hvað er ítrun Newtons? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4323

Hildur Guðmundsdóttir. „Hvað er ítrun Newtons?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2004. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4323>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er ítrun Newtons?
Ítrun Newtons er leið til að finna rót falls með tölulegum reikningum. Með rót falls \(f(x)\), sem er einnig kölluð núllstöð fallsins, er átt við gildi á \(x\) þannig að fallið verður núll. Tölulegar aðferðir eru nauðsynlegar þegar ekki er hægt að finna lausnir beint en þær eru einnig notaðar þegar tölvuforrit eru látin leysa verkefnið.

Einfalt er að sýna að fallið \[f(x)=x^{2}-4\] hefur ræturnar \(x=-2\) og \(x=2\). En fallið \[f(x)=x^{3}-cos(x)\] hefur enga augljósa núllstöð.

Hér verður því að nota einhvers konar nálgun og er aðferð Newtons ein af nokkrum sem koma að gagni. Þegar henni er beitt þarf fallið sem um ræðir að vera diffranlegt, alla vega á bili kringum rótina. Aðferðin krefst þess einnig að byrjað er með ágiskun á staðsetningu rótarinnar. Köllum þessa ágiskun \(x_{0}\). Ágiskunina er gott að finna með því að skoða graf af fallinu. Í dæminu hér á undan væri heppilegt að reyna að sjá í grófum dráttum hvar gröf fallanna \(x^{3}\) og \(cos(x)\) skerast og nota þann punkt sem upphafságiskun. Aðferð Newtons gefur svo næstu nálgun á lausninni með jöfnunni \[x_{1}=x_{0}-\frac{f(x_{0})}{f'(x_{0})}\] þar sem \(f'(x_{0})\) er afleiða fallsins í \(x_{0}\). Þetta gefur okkur punktinn \(x_{1}\) sem á að vera nær rótinni en upphaflega ágiskunin. Svona er síðan haldið áfram. Hver nálgun er reiknuð út frá þeim nálgunum sem þegar eru komnar. Almennt gildir að þegar n-ta nálgun er fundin fæst sú næsta með \[x_{n+1}=x_{n}-\frac{f(x_{n})}{f'(x_{n})}\]

Þannig fæst runa sem stefnir á rótina. Því fleiri ítranir, því meiri er nákvæmnin, það er að segja til dæmis fjöldi réttra aukastafa.

Ítrun Newtons er mjög fljótvirk aðferð enda er hún það sem kallað er ferningssamleitin. Ekki er þó alltaf hægt að treysta því að aðferðin verki sem skyldi. Setja þarf ákveðnar skorður á fyrstu og aðra afleiðu fallsins til að geta verið viss um að runa nálgananna sé samleitin.

Fallið sem er til athugunar getur haft fleiri en eina rót. Það fer eftir upphafságiskuninni hvaða rót ítrunaraðferðin mun gefa okkur. Þegar ítrun Newtons er notuð á tvinntölufall er hægt að nota þennan eiginleika til að búa til mynd sem kallast broti (e. fractal).



Ef valinn er punktur \(z_{0}\), einhvers staðar í tvinntölusléttunni, þá stefnir punktarunan á ákveðna rót þegar þessi punktur er notaður sem upphafságiskun í aðferð Newtons. Hver rót hefur sín aðdráttarsvæði þar sem punktarunan stefnir á þessa sömu rót eftir nógu margar ítranir frá punkti á svæðinu. Aðdráttarsvæðin hafa hvert sinn lit sem fer eftir því hvaða rót þau tilheyra. Sumar runur stefna þó ekki á neina rót og eru upphafspunktarnir þá á jöðrum aðdráttarsvæðanna. Þeir gefa af sér ósamleitna punktarunu.

Brotinn hér að ofan er fenginn fyrir margliðuna \(p(z)=z^{5}-1\). Þetta er fimmta stigs margliða og birtist það í samhverfunni í myndinni. Margliðan hefur fimm núllstöðvar og eru því notaðir fimm litir.

Brotar eru merkilegt fyrirbæri á mörkum stærðfræði og myndlistar. Meðal þess sem einkennir þá er að ef skoðuð er nærmynd af brota þá koma í ljós alveg jafnmörg smáatriði og þegar hann er skoðaður úr meiri fjarlægð. Brotar tengjast fræðum um ringl (e. chaos).

Mynd: Heimasíða Fractal Explorer....