Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?

Kristín Bjarnadóttir

Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breiddist út um Evrópu og til Kína og Japans. Þar varð talnagrindin helsta tækið til útreikninga mörgum öldum áður en tekin var upp talnaritun í sætiskerfi með grunntölunni tíu, indó-arabísk talnaritun. Myndin hér á eftir af kínverskri talnagrind úr bókinni Suan Fa Thung Tsung (Kerfisbundið fræðirit um reikning) eftir Cheng Ta-Wei frá árinu 1593.

Mynd af kínverskri talnagrind frá 1593.

Kínversk talnagrind, suanpan, og japönsk talnagrind, soroban, eru gerðar úr ramma með rimlum. Litlar kúlur eða perlur eru festar á rimlana og hægt að renna þeim til. Rimlarnir tákna sæti þannig að gildi einnar kúlu er tífalt gildi kúlu á rimli hægra megin við hana.

Rammanum er skipt í tvennt. Öðrum megin við skiptistöngina eru fimm kúlur sem tákna einfalt gildi en hinum megin eru tvær kúlur sem tákna fimmfalt gildi á suanpan, en ein kúla á soroban.

Kínverska talnagrindin á myndinni hér á eftir hefur ellefu rimla. Rimillinn lengst til hægri táknar tíundu hluta, sá næsti einingu, þá koma tugur, hundrað, þúsund ... Aðeins eru taldar kúlurnar sem rennt hefur verið að skiptistönginni. Myndin sýnir 123 456 789 eða eitt hundrað tuttugu og þrjár milljónir, fjögur hundruð fimmtíu og sex þúsund, sjö hundruð áttatíu og níu.

Kínversk talnagrind, suanpan. Myndin sýnir töluna 123 456 789.

Risastór útgáfa af soroban sem sýnir töluna 2017.

Talnagrindin var í virkri notkun í Rússlandi, Kína og Japan í verslunum og skrifstofum langt fram á tuttugustu öld. Kennt var á talnagrindina í skólum í Sovétríkjunum fram yfir 1990. Árið 1946 fór fram keppni milli japansks skrifstofumanns sem notaði talnagrind og bandarísks ofursta sem notaði rafknúna reiknivél. Talnagrindin hafði sigur í öllum aðgerðum nema margföldun, og færri villur voru gerðar með henni. Líklegt er að vasareiknar hafi þó að miklu leyti tekið yfir síðustu áratugina.

Heimildir:
  • Boyer, Carl, og Merzbach, Uta (1989). A history of mathematics. Önnur útgáfa. New York: John Wiley and Sons.
  • Needham, Joseph (1954, 1959). Science and civilisation in China. 3. bindi. Cambridge: Cambridge University Press.
  • Abacus - Wikipedia. (Sótt 12.09.2017).

Myndir:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

26.9.2017

Spyrjandi

Ólafur Sigurjón Jökulsson

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?“ Vísindavefurinn, 26. september 2017, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74441.

Kristín Bjarnadóttir. (2017, 26. september). Hver bjó til eða fann upp talnagrindina? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74441

Kristín Bjarnadóttir. „Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2017. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74441>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver bjó til eða fann upp talnagrindina?
Talnagrind var þekkt í mörgum fornum þjóðfélögum. Ógerningur er að vita hver bjó hana fyrstur til. Vitað er um að talnagrind hafi verið notuð í Mesópótamíu um 2500 f.Kr., meðal Persa um 600 f.Kr., og bæði meðal Grikkja og Rómverja á blómaskeiðum menningar þeirra á fyrstu öldum f.Kr. Notkun talnagrindarinnar breiddist út um Evrópu og til Kína og Japans. Þar varð talnagrindin helsta tækið til útreikninga mörgum öldum áður en tekin var upp talnaritun í sætiskerfi með grunntölunni tíu, indó-arabísk talnaritun. Myndin hér á eftir af kínverskri talnagrind úr bókinni Suan Fa Thung Tsung (Kerfisbundið fræðirit um reikning) eftir Cheng Ta-Wei frá árinu 1593.

Mynd af kínverskri talnagrind frá 1593.

Kínversk talnagrind, suanpan, og japönsk talnagrind, soroban, eru gerðar úr ramma með rimlum. Litlar kúlur eða perlur eru festar á rimlana og hægt að renna þeim til. Rimlarnir tákna sæti þannig að gildi einnar kúlu er tífalt gildi kúlu á rimli hægra megin við hana.

Rammanum er skipt í tvennt. Öðrum megin við skiptistöngina eru fimm kúlur sem tákna einfalt gildi en hinum megin eru tvær kúlur sem tákna fimmfalt gildi á suanpan, en ein kúla á soroban.

Kínverska talnagrindin á myndinni hér á eftir hefur ellefu rimla. Rimillinn lengst til hægri táknar tíundu hluta, sá næsti einingu, þá koma tugur, hundrað, þúsund ... Aðeins eru taldar kúlurnar sem rennt hefur verið að skiptistönginni. Myndin sýnir 123 456 789 eða eitt hundrað tuttugu og þrjár milljónir, fjögur hundruð fimmtíu og sex þúsund, sjö hundruð áttatíu og níu.

Kínversk talnagrind, suanpan. Myndin sýnir töluna 123 456 789.

Risastór útgáfa af soroban sem sýnir töluna 2017.

Talnagrindin var í virkri notkun í Rússlandi, Kína og Japan í verslunum og skrifstofum langt fram á tuttugustu öld. Kennt var á talnagrindina í skólum í Sovétríkjunum fram yfir 1990. Árið 1946 fór fram keppni milli japansks skrifstofumanns sem notaði talnagrind og bandarísks ofursta sem notaði rafknúna reiknivél. Talnagrindin hafði sigur í öllum aðgerðum nema margföldun, og færri villur voru gerðar með henni. Líklegt er að vasareiknar hafi þó að miklu leyti tekið yfir síðustu áratugina.

Heimildir:
  • Boyer, Carl, og Merzbach, Uta (1989). A history of mathematics. Önnur útgáfa. New York: John Wiley and Sons.
  • Needham, Joseph (1954, 1959). Science and civilisation in China. 3. bindi. Cambridge: Cambridge University Press.
  • Abacus - Wikipedia. (Sótt 12.09.2017).

Myndir:

...