Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl.

Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf því að taka mið af þörfum mismunandi hópa og þeim þarf að koma á framfæri á því formi og eftir þeim leiðum sem henta best hverju sinni. Til að svo geti orðið þarf að vera fyrir hendi vitneskja um þróun í upplýsingahegðun, sem og þekking um miðla- og upplýsingalæsi mismunandi þjóðfélagshópa.

Helstu rannsóknir Ágústu eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl.

Hin síðari ár hafa rannsóknir Ágústu einkum beinst að eldri borgurum, upplýsingahegðun þeirra og hindrunum sem þeir upplifa í sambandi við aðgengi, öflun, túlkun og notkun upplýsinga. Hlutfall eldri borgara fer ört hækkandi og það skapar miklar áskoranir. Mikilvægur þáttur í því að stuðla að auknum lífsgæðum aldraðra er að hvetja fólk til að taka þátt í heilsueflingu og tileinka sér jafnt og þétt þekkingu á því sviði.

Rannsóknaráhugi Ágústu hefur jafnframt beinst að þætti aðstandenda og hvernig þeir sinna hlutverki óformlegra stuðningsaðila við upplýsingaöflun og stuðningi við upplýsingaþarfir aldraðra ættingja sinna.

Ágústa hefur tekið þátt í nokkrum fjölþjóða rannsóknum á sviði upplýsingafræði. Má þar nefna rannsókn á viðhorfum og notkun háskólanemenda á prentuðu eða rafrænu námsefni. Ennfremur rannsókn á sviði opinna vísinda, þar sem kannað var viðhorf fræðafólks til samnýtingar rannsóknagagna sem og þekking þeirra varðandi skráningu og skipulagningu gagnanna. Einnig könnun á þekkingu háskólanema á höfundarétti. Jafnframt tekur hún þátt í rannsókn á hlutverki almenningsbókasafna sem lýðræðisstofnanir sem stuðla að vitsmunalegu frelsi fólks.

Ágústa fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1975. BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands lauk hún árið 1995 og MA-prófi í sömu grein 1997. Hún lauk doktorsprófi á sviði upplýsingafræði frá Department of Social and Political Sciences/Information Studies við Åbo Akademi University í Finnlandi árið 2005. Ágústa var ráðin til Háskóla Íslands árið 1997 og hefur gegnt stöðu prófessors við skólann frá 2009.

Mynd:

 • Úr safni ÁP.
 • Útgáfudagur

  28.11.2018

  Spyrjandi

  Ritstjórn

  Tilvísun

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2018, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76659.

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76659

  Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2018. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76659>.

  Chicago | APA | MLA

  Senda grein til vinar

  =

  Hvaða rannsóknir hefur Ágústa Pálsdóttir stundað?
  Ágústa Pálsdóttir er prófessor í upplýsingafræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknir hennar eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl.

  Miklu skiptir að fræðsla um heilsueflingu nái til sem flestra þjóðfélagsþegna. Miðlun upplýsinga þarf því að taka mið af þörfum mismunandi hópa og þeim þarf að koma á framfæri á því formi og eftir þeim leiðum sem henta best hverju sinni. Til að svo geti orðið þarf að vera fyrir hendi vitneskja um þróun í upplýsingahegðun, sem og þekking um miðla- og upplýsingalæsi mismunandi þjóðfélagshópa.

  Helstu rannsóknir Ágústu eru á sviði upplýsingahegðunar í tengslum við heilsusamlegan lífsstíl.

  Hin síðari ár hafa rannsóknir Ágústu einkum beinst að eldri borgurum, upplýsingahegðun þeirra og hindrunum sem þeir upplifa í sambandi við aðgengi, öflun, túlkun og notkun upplýsinga. Hlutfall eldri borgara fer ört hækkandi og það skapar miklar áskoranir. Mikilvægur þáttur í því að stuðla að auknum lífsgæðum aldraðra er að hvetja fólk til að taka þátt í heilsueflingu og tileinka sér jafnt og þétt þekkingu á því sviði.

  Rannsóknaráhugi Ágústu hefur jafnframt beinst að þætti aðstandenda og hvernig þeir sinna hlutverki óformlegra stuðningsaðila við upplýsingaöflun og stuðningi við upplýsingaþarfir aldraðra ættingja sinna.

  Ágústa hefur tekið þátt í nokkrum fjölþjóða rannsóknum á sviði upplýsingafræði. Má þar nefna rannsókn á viðhorfum og notkun háskólanemenda á prentuðu eða rafrænu námsefni. Ennfremur rannsókn á sviði opinna vísinda, þar sem kannað var viðhorf fræðafólks til samnýtingar rannsóknagagna sem og þekking þeirra varðandi skráningu og skipulagningu gagnanna. Einnig könnun á þekkingu háskólanema á höfundarétti. Jafnframt tekur hún þátt í rannsókn á hlutverki almenningsbókasafna sem lýðræðisstofnanir sem stuðla að vitsmunalegu frelsi fólks.

  Ágústa fæddist í Reykjavík 1955. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina árið 1975. BA-prófi í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands lauk hún árið 1995 og MA-prófi í sömu grein 1997. Hún lauk doktorsprófi á sviði upplýsingafræði frá Department of Social and Political Sciences/Information Studies við Åbo Akademi University í Finnlandi árið 2005. Ágústa var ráðin til Háskóla Íslands árið 1997 og hefur gegnt stöðu prófessors við skólann frá 2009.

  Mynd:

 • Úr safni ÁP.
 • ...