Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr?

EDS

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um ýmis fyrirbæri á jörðinni og stærðarröð þeirra, til dæmis hver eru hæstu fjöll í heimi, í Evrópu eða í hverri heimsálfu, hver eru stærstu stöðuvötn heims, stærstu jöklar, lengstu ár, stærstu eða fjölmennustu lönd og svona mætti lengi telja. Sumum þessara spurninga hefur þegar verið svarað á Vísindavefnum, eins og sést til dæmis undir Frekara lesefni hér til hægri.

Forvitnir lesendur þurfa hins vegar ekki að bíða eftir að svör við svona spurningum birtist á Vísindavefnum heldur er yfirleitt tiltölulega auðvelt að nálgast þau á öðrum vefsíðum. Til dæmis er Wikipedia (www.wikipedia.org) með lista yfir ótal margt. Í spurningunni voru nefnd hæstu fjöll og það er einmitt til síða á Wikipediu sem heitir List of highest mountains sem telur upp 100 hæstu fjöll jarðarinnar.

Fjallið K2 á landamærum Kína og Pakistan er 8.611 m hátt. Það er næsthæsta fjall heims.

Svipaðar upplýsingar má finna á fleiri síðum, til dæmis má benda á síðuna WorldAtlas.com en þar má finna upplýsingar um ýmislegt sem er stærst eða mest í heimi svo sem stærstu og dýpstu höf, stærstu og minnstu heimsálfur og lönd, bæði að flatarmáli og eftir mannfjölda og svo mætti lengi telja. Ýmislegt má líka finna á landafræðihluta vefsins Infoplease.com.

Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú dæmi en það er örugglega mjög víða hægt að finna svona upplýsingar, til að mynda með því að nota leitarvélar eins og Google eða Yahoo. Þá er bara að slá inn leitarorð yfir það sem maður hefur áhuga á að finna (í þessu tilfelli til dæmis “highest mountains in the world”) og sjá hvaða niðurstöðum það skilar.

Loks má geta þess að þeir sem hafa áhuga á lengstu ám, helstu stöðuvötnum, jöklum eða hæð fjalla á Íslandi geta fundið slíkar upplýsingar á vef Landmælinga Íslands (www.lmi.is), undir fróðleikur – Ísland í tölum.

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hver eru 100 hæstu fjöll í heimi?

Höfundur

Útgáfudagur

11.1.2012

Spyrjandi

Þorsteinn Magnússon, f. 2000

Tilvísun

EDS. „Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr? “ Vísindavefurinn, 11. janúar 2012. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61547.

EDS. (2012, 11. janúar). Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61547

EDS. „Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr? “ Vísindavefurinn. 11. jan. 2012. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61547>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar finn ég aðgengilegar upplýsingar og heimildir um hæstu fjöll í heimi og fleira í þeim dúr?
Vísindavefurinn fær stundum spurningar um ýmis fyrirbæri á jörðinni og stærðarröð þeirra, til dæmis hver eru hæstu fjöll í heimi, í Evrópu eða í hverri heimsálfu, hver eru stærstu stöðuvötn heims, stærstu jöklar, lengstu ár, stærstu eða fjölmennustu lönd og svona mætti lengi telja. Sumum þessara spurninga hefur þegar verið svarað á Vísindavefnum, eins og sést til dæmis undir Frekara lesefni hér til hægri.

Forvitnir lesendur þurfa hins vegar ekki að bíða eftir að svör við svona spurningum birtist á Vísindavefnum heldur er yfirleitt tiltölulega auðvelt að nálgast þau á öðrum vefsíðum. Til dæmis er Wikipedia (www.wikipedia.org) með lista yfir ótal margt. Í spurningunni voru nefnd hæstu fjöll og það er einmitt til síða á Wikipediu sem heitir List of highest mountains sem telur upp 100 hæstu fjöll jarðarinnar.

Fjallið K2 á landamærum Kína og Pakistan er 8.611 m hátt. Það er næsthæsta fjall heims.

Svipaðar upplýsingar má finna á fleiri síðum, til dæmis má benda á síðuna WorldAtlas.com en þar má finna upplýsingar um ýmislegt sem er stærst eða mest í heimi svo sem stærstu og dýpstu höf, stærstu og minnstu heimsálfur og lönd, bæði að flatarmáli og eftir mannfjölda og svo mætti lengi telja. Ýmislegt má líka finna á landafræðihluta vefsins Infoplease.com.

Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú dæmi en það er örugglega mjög víða hægt að finna svona upplýsingar, til að mynda með því að nota leitarvélar eins og Google eða Yahoo. Þá er bara að slá inn leitarorð yfir það sem maður hefur áhuga á að finna (í þessu tilfelli til dæmis “highest mountains in the world”) og sjá hvaða niðurstöðum það skilar.

Loks má geta þess að þeir sem hafa áhuga á lengstu ám, helstu stöðuvötnum, jöklum eða hæð fjalla á Íslandi geta fundið slíkar upplýsingar á vef Landmælinga Íslands (www.lmi.is), undir fróðleikur – Ísland í tölum.

Mynd:

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hver eru 100 hæstu fjöll í heimi?
...