Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?

Marteinn Möller og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Það er ekki eitt og sama landið sem er bæði stærst og fjölmennast í Norður-Evrópu.

Á Wikipediu er sjálfstæð ríki Norður-Evrópu sögð vera 10 og þar stuðst við svæðaskipting frá Sameinuðu þjóðunum. Þau eru Norðurlöndin fimm: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð; Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettland og Litháen, auk Bretlands og Írlands.

Af þessum 10 löndum er Bretland langfjölmennast en samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar voru Bretar rétt tæplega 60 milljónir árið 2004. Næst á eftir Bretlandi koma Svíþjóð með rúmlega 9 milljónir íbúa (2006) og Danmörk með 5,4 milljónir (2006).

Svíþjóð er hins vegar stærsta land Norður-Evrópu að flatarmáli, alls 449.946 km2. Finnland er í öðru sæti, 338.145 km2 og Noregur í því þriðja, 324.220 km2.Ef Evrópa er skoðuð í heild er það þó Rússland sem er bæði stærst og fjölmennast. Rússland er reyndar stærsta land í heimi að flatarmáli og það áttunda fjölmennasta, en það tilheyrir bæði Evrópu og Asíu eins og lesa má um í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Rússland? Ekki tókst að finna nákvæmar upplýsingar um hvernig flatarmál og fólksfjöldi í Rússlandi skiptist á milli Evrópu og Asíu en engu að síður má ganga út frá því að ekkert annað Evrópuríki sé jafn fjölmennt og stórt og Evrópuhluti Rússlands.

Ef Rússland er ekki talið með, þar sem það skiptist á milli tveggja heimsálfa, þá er Þýskaland fjölmennasta Evrópuríkið með 82,5 milljónir íbúa í lok árs 2004, en flatarmál þess er um 357.000 km2. Úkraína er hins vegar stærst Evrópulanda að Rússlandi undanskildu, um 603.700 km2 að flatarmáli, en íbúar þess eru í kringum 46,7 milljónir.

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.7.2006

Spyrjandi

Sigrún Jörundsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Marteinn Möller og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?“ Vísindavefurinn, 6. júlí 2006, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6051.

Marteinn Möller og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2006, 6. júlí). Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6051

Marteinn Möller og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?“ Vísindavefurinn. 6. júl. 2006. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6051>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða land í Norður-Evrópu er bæði stærst og fjölmennast? En í Evrópu allri?
Það er ekki eitt og sama landið sem er bæði stærst og fjölmennast í Norður-Evrópu.

Á Wikipediu er sjálfstæð ríki Norður-Evrópu sögð vera 10 og þar stuðst við svæðaskipting frá Sameinuðu þjóðunum. Þau eru Norðurlöndin fimm: Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð; Eystrasaltslöndin þrjú: Eistland, Lettland og Litháen, auk Bretlands og Írlands.

Af þessum 10 löndum er Bretland langfjölmennast en samkvæmt upplýsingum bresku hagstofunnar voru Bretar rétt tæplega 60 milljónir árið 2004. Næst á eftir Bretlandi koma Svíþjóð með rúmlega 9 milljónir íbúa (2006) og Danmörk með 5,4 milljónir (2006).

Svíþjóð er hins vegar stærsta land Norður-Evrópu að flatarmáli, alls 449.946 km2. Finnland er í öðru sæti, 338.145 km2 og Noregur í því þriðja, 324.220 km2.Ef Evrópa er skoðuð í heild er það þó Rússland sem er bæði stærst og fjölmennast. Rússland er reyndar stærsta land í heimi að flatarmáli og það áttunda fjölmennasta, en það tilheyrir bæði Evrópu og Asíu eins og lesa má um í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Rússland? Ekki tókst að finna nákvæmar upplýsingar um hvernig flatarmál og fólksfjöldi í Rússlandi skiptist á milli Evrópu og Asíu en engu að síður má ganga út frá því að ekkert annað Evrópuríki sé jafn fjölmennt og stórt og Evrópuhluti Rússlands.

Ef Rússland er ekki talið með, þar sem það skiptist á milli tveggja heimsálfa, þá er Þýskaland fjölmennasta Evrópuríkið með 82,5 milljónir íbúa í lok árs 2004, en flatarmál þess er um 357.000 km2. Úkraína er hins vegar stærst Evrópulanda að Rússlandi undanskildu, um 603.700 km2 að flatarmáli, en íbúar þess eru í kringum 46,7 milljónir.

Heimildir og kort:


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2006....