Sólin Sólin Rís 03:14 • sest 23:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:58 • Síðdegis: 19:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:59 • Síðdegis: 13:05 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi.

Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjenda og flóttafólks og starfsfólks af velferðarþjónustu og áhrif samverkandi þátta fólksflutninga, réttarstöðu, uppruna, kyns, aldurs, fötlunar auk annarra félagslegra breytna á aðstæður og tækifæri innflytjenda og flóttafólks í nýju landi. Guðbjörg hefur unnið rannsóknir sínar á Íslandi og Bretlandi og leggur áherslu á gagnrýnin sjónarhorn innan félagsráðgjafar, félagsfræði og mannvistarlandfræði en hún er menntuð í þessum fögum. Guðbjörg starfaði lengi vel sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur tekið þátt í þremur aðskildum kvótaflóttaverkefnum hjá þremur sveitarfélögum á Íslandi.

Rannsóknir Guðbjargar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi.

Skrif Guðbjargar hafa birst í íslenskum og erlendum ritrýndum tímaritum í formi greina og bókakafla og er hún þátttakandi í nokkrum rannsóknarverkefnum bæði hérlendis og erlendis sem lúta að málefnum flóttafólks.

Guðbjörg er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún lauk BA-prófi í mannfræði 1987 frá Ball State-háskóla og MS-prófi í félagsfræði 1991 frá Western Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Guðbjörg lauk BS í félagsráðgjöf 1997 frá Carleton-háskóla í Kanada og doktorsprófi í mannvistarlandfræði 2015 frá Háskólanum í Reading á Englandi. Doktorsverkefni Guðbjargar laut að reynslu hælisleitanda og flóttafólks í Suðaustur-Englandi af fötlun, óformlegum og formlegum umönnunartengslum.

Mynd:
  • Úr safni GO.

Útgáfudagur

30.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2018. Sótt 5. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=76660.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 30. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76660

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2018. Vefsíða. 5. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76660>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Ottósdóttir stundað?
Guðbjörg Ottósdóttir er lektor við félagsráðgjafardeild á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi.

Þau viðfangsefni sem Guðbjörg hefur meðal annars fengist við eru reynsla innflytjenda og flóttafólks og starfsfólks af velferðarþjónustu og áhrif samverkandi þátta fólksflutninga, réttarstöðu, uppruna, kyns, aldurs, fötlunar auk annarra félagslegra breytna á aðstæður og tækifæri innflytjenda og flóttafólks í nýju landi. Guðbjörg hefur unnið rannsóknir sínar á Íslandi og Bretlandi og leggur áherslu á gagnrýnin sjónarhorn innan félagsráðgjafar, félagsfræði og mannvistarlandfræði en hún er menntuð í þessum fögum. Guðbjörg starfaði lengi vel sem félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur tekið þátt í þremur aðskildum kvótaflóttaverkefnum hjá þremur sveitarfélögum á Íslandi.

Rannsóknir Guðbjargar hafa einkum verið eigindlegar og snúið að alþjóðlegum fólksflutningnum og því að ferli að setjast að í nýju landi.

Skrif Guðbjargar hafa birst í íslenskum og erlendum ritrýndum tímaritum í formi greina og bókakafla og er hún þátttakandi í nokkrum rannsóknarverkefnum bæði hérlendis og erlendis sem lúta að málefnum flóttafólks.

Guðbjörg er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún lauk BA-prófi í mannfræði 1987 frá Ball State-háskóla og MS-prófi í félagsfræði 1991 frá Western Michigan-háskóla í Bandaríkjunum. Guðbjörg lauk BS í félagsráðgjöf 1997 frá Carleton-háskóla í Kanada og doktorsprófi í mannvistarlandfræði 2015 frá Háskólanum í Reading á Englandi. Doktorsverkefni Guðbjargar laut að reynslu hælisleitanda og flóttafólks í Suðaustur-Englandi af fötlun, óformlegum og formlegum umönnunartengslum.

Mynd:
  • Úr safni GO.

...