Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?

Björn Reynir Halldórsson

Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi. Hann var undirritaður árið 1951 af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og við hann var bætt árið 1967. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1957. Hvert þjóðríki setur sínar reglur sem birtast oftast sem hluti af lögum um útlendinga eða innflytjendur í heild sinni. Þessar reglur byggja á samningum Sameinuðu þjóðanna.

Í skilningi laganna á hugtakið flóttamaður við einstakling sem hlotið hefur vernd í ríki utan síns heimalands vegna ótta um ofsóknir vegna trúarskoðana, stjórnmálaskoðana eða annars sem tilgreint er í fyrstu grein flóttamannasamningsins. Í daglegu tali getur hugtakið hins vegar náð yfir alla þá einstaklinga sem flýja þurfa heimaland sitt af ýmsum ástæðum og hafa jafnvel lagalega stöðu sem umsækjendur um alþjóðlega vernd (áður hælisleitendur). Til einföldunar verður hér notast við daglegu skilgreininguna á flóttamanni sem regnhlífarhugtak yfir þá sem flýja heimaland sitt.

Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi frá 1951. Myndin sýnir flóttamannabúðir í Jórdaníu fyrir sýrlenska flóttamenn.

Á Íslandi gilda lög um útlendinga sem samþykkt voru á Alþingi í júníbyrjun 2016. Þau lög voru samin í innanríkisráðuneyti Íslands og var vinna við þau hafin í ráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Frumvarpið byggði að nokkru leyti á frumvarpi sem lagt hafði verið fram á Alþingi árið 2013 af þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, en ýmsar breytingar voru gerðar, til dæmis hvað varðar kærunefnd útlendingamála sem skipuð var sjö nefndarmönnum í stað þriggja og er meirihlutinn skipaður af ráðherra. Skipuð var þverpólitísk þingmannanefnd um samningu laganna og fór þingmaður úr stjórnarandstöðunni, Óttar Proppé, fyrir þeirri nefnd. Voru lögin samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi í júníbyrjun 2016. Í núgildandi lögum er það í höndum Útlendingastofnunar að afgreiða mál umsækjenda um alþjóðlega vernd og svo var einnig í lögunum frá 2002.

Markmið íslensku laganna er að lögfesta alþjóðlegar skilgreiningar um flóttamenn, sér í lagi þær sem er að finna í flóttamannasamningnum. Samningurinn var grundvallaður á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem undirrituð hafði verið árið 1948. Flóttamannasamningurinn kom í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar en mikill fjöldi manna hafði hrakist frá heimilum sínum í styrjöldinni. Náði samningurinn upphaflega til þeirra sem flýja höfðu þurft heimkynni sín fyrir ársbyrjun 1951 en viðbótin frá 1967 felldi burt það ákvæði.

Í flóttamannasamningnum er þess getið að ekki skuli umsækjanda refsað fyrir brot á lögum á borð við skjalafals eða að villa á sér heimildir en núgildandi lög taka tillit til þess ákvæðis. Samningurinn verndar þannig umsækjendur sem hafa þurft að brjóta lög í leit sinni að öryggi. Áður fyrr kom fyrir að slík lögbrot voru notuð gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd. Gott dæmi um slíkt er mál franska hælisleitandans Patricks Gervasoni þar sem stjórnvöld notuðu þá staðreynd að hann villti á sér heimildir við komuna til landsins í röksemdafærslu sinni fyrir því að vísa honum úr landi. Þannig má spyrja hvaða þýðingu alþjóðlegir sáttmálar hafi í landslögum.

Hið svokallaða Nansen-vegabréf var tilraun Þjóðabandalagsins til að stemma stigu við flóttamannavandanum á þriðja áratug 20. aldar. Myndin sýnir Nansen-vegabréf á vegg í ráðhúsinu í Osló í Noregi en Friðþjófur Nansen, sem vegabréfið er kennt við, var norskur.

Fyrir tíma Sameinuðu þjóðanna hafði hið skammlífa Þjóðabandalag reynt að bregðast við vandanum, meðal annars með hinum svokölluðu Nansen-vegabréfum sem giltu í eitt ár í senn og veittu flóttamönnum rétt á að snúa til þess ríkis sem gáfu vegabréfin út. Þau voru nefnd eftir Friðþjófi Nansen sem kom vegabréfunum á fót eftir að hafa verið gerður að fyrsta flóttamannafulltrúa Þjóðabandalagsins árið 1921. Úrlausn hans hafði ekki eiginlegt lagalegt gildi en alls notuðu 52 ríki Nansen-vegabréfið til viðmiðunar. Þegar leið á fjórða áratuginn fjaraði þó undan flóttamannastarfi Þjóðabandalagsins, ekki síst vegna þess að bandalagið hefði ekki bolmagn til að takast á við Þýskaland og Ítalíu.

Reglur um landamæri varða einnig flóttamenn en Schengen-samstarfið gerir hælisleitendum kleift að ferðast óhindrað þvert yfir Evrópu frá Grikklandi eða Ítalíu til Frakklands eða jafnvel Íslands, en eingöngu ef þeir hafa gilda vegabréfsáritun. Sæki flóttamenn um hæli fá þeir heimild til dvalar í því landi á meðan umsókn þeirra er í vinnslu. Til að samræma mál hælisleitenda innan Evrópusambandsins var hin svokallaða Dyflinnarreglugerð undirrituð árið 1990. Hún tók gildi árið 1997 og var síðast uppfærð árið 2013. Henni var ætlað að samhæfa afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og koma í veg fyrir að mál hælisleitenda væru til meðferðar á sama tíma í mörgum löndum. Í Dyflinnarreglugerðinni er ákvæði sem heimilar stjórnvöldum að senda hælisleitendur aftur til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til.

Ákvæðið hefur verið gagnrýnt þar sem það setur móttöku flóttamanna á hendur of fárra aðildarríkja. Þjóðverjar hafa til dæmis gert athugasemdir við að ríki noti reglugerðina til að koma sér undan því að taka ábyrgð á hælisleitendum. Íslensk stjórnvöld hafa nokkuð verið gagnrýnd vegna notkunar sinnar á ákvæðinu. Þau hafa hins vegar borið því við að lögum samkvæmt beri að senda hælisleitendur til baka til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

16.8.2017

Spyrjandi

Jenný Sulollari

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2017, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53782.

Björn Reynir Halldórsson. (2017, 16. ágúst). Hverjir semja reglurnar um flóttamenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53782

Björn Reynir Halldórsson. „Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2017. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53782>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?
Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi. Hann var undirritaður árið 1951 af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og við hann var bætt árið 1967. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1957. Hvert þjóðríki setur sínar reglur sem birtast oftast sem hluti af lögum um útlendinga eða innflytjendur í heild sinni. Þessar reglur byggja á samningum Sameinuðu þjóðanna.

Í skilningi laganna á hugtakið flóttamaður við einstakling sem hlotið hefur vernd í ríki utan síns heimalands vegna ótta um ofsóknir vegna trúarskoðana, stjórnmálaskoðana eða annars sem tilgreint er í fyrstu grein flóttamannasamningsins. Í daglegu tali getur hugtakið hins vegar náð yfir alla þá einstaklinga sem flýja þurfa heimaland sitt af ýmsum ástæðum og hafa jafnvel lagalega stöðu sem umsækjendur um alþjóðlega vernd (áður hælisleitendur). Til einföldunar verður hér notast við daglegu skilgreininguna á flóttamanni sem regnhlífarhugtak yfir þá sem flýja heimaland sitt.

Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi frá 1951. Myndin sýnir flóttamannabúðir í Jórdaníu fyrir sýrlenska flóttamenn.

Á Íslandi gilda lög um útlendinga sem samþykkt voru á Alþingi í júníbyrjun 2016. Þau lög voru samin í innanríkisráðuneyti Íslands og var vinna við þau hafin í ráðherratíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Frumvarpið byggði að nokkru leyti á frumvarpi sem lagt hafði verið fram á Alþingi árið 2013 af þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, en ýmsar breytingar voru gerðar, til dæmis hvað varðar kærunefnd útlendingamála sem skipuð var sjö nefndarmönnum í stað þriggja og er meirihlutinn skipaður af ráðherra. Skipuð var þverpólitísk þingmannanefnd um samningu laganna og fór þingmaður úr stjórnarandstöðunni, Óttar Proppé, fyrir þeirri nefnd. Voru lögin samþykkt mótatkvæðalaust á Alþingi í júníbyrjun 2016. Í núgildandi lögum er það í höndum Útlendingastofnunar að afgreiða mál umsækjenda um alþjóðlega vernd og svo var einnig í lögunum frá 2002.

Markmið íslensku laganna er að lögfesta alþjóðlegar skilgreiningar um flóttamenn, sér í lagi þær sem er að finna í flóttamannasamningnum. Samningurinn var grundvallaður á mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem undirrituð hafði verið árið 1948. Flóttamannasamningurinn kom í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar en mikill fjöldi manna hafði hrakist frá heimilum sínum í styrjöldinni. Náði samningurinn upphaflega til þeirra sem flýja höfðu þurft heimkynni sín fyrir ársbyrjun 1951 en viðbótin frá 1967 felldi burt það ákvæði.

Í flóttamannasamningnum er þess getið að ekki skuli umsækjanda refsað fyrir brot á lögum á borð við skjalafals eða að villa á sér heimildir en núgildandi lög taka tillit til þess ákvæðis. Samningurinn verndar þannig umsækjendur sem hafa þurft að brjóta lög í leit sinni að öryggi. Áður fyrr kom fyrir að slík lögbrot voru notuð gegn umsækjendum um alþjóðlega vernd. Gott dæmi um slíkt er mál franska hælisleitandans Patricks Gervasoni þar sem stjórnvöld notuðu þá staðreynd að hann villti á sér heimildir við komuna til landsins í röksemdafærslu sinni fyrir því að vísa honum úr landi. Þannig má spyrja hvaða þýðingu alþjóðlegir sáttmálar hafi í landslögum.

Hið svokallaða Nansen-vegabréf var tilraun Þjóðabandalagsins til að stemma stigu við flóttamannavandanum á þriðja áratug 20. aldar. Myndin sýnir Nansen-vegabréf á vegg í ráðhúsinu í Osló í Noregi en Friðþjófur Nansen, sem vegabréfið er kennt við, var norskur.

Fyrir tíma Sameinuðu þjóðanna hafði hið skammlífa Þjóðabandalag reynt að bregðast við vandanum, meðal annars með hinum svokölluðu Nansen-vegabréfum sem giltu í eitt ár í senn og veittu flóttamönnum rétt á að snúa til þess ríkis sem gáfu vegabréfin út. Þau voru nefnd eftir Friðþjófi Nansen sem kom vegabréfunum á fót eftir að hafa verið gerður að fyrsta flóttamannafulltrúa Þjóðabandalagsins árið 1921. Úrlausn hans hafði ekki eiginlegt lagalegt gildi en alls notuðu 52 ríki Nansen-vegabréfið til viðmiðunar. Þegar leið á fjórða áratuginn fjaraði þó undan flóttamannastarfi Þjóðabandalagsins, ekki síst vegna þess að bandalagið hefði ekki bolmagn til að takast á við Þýskaland og Ítalíu.

Reglur um landamæri varða einnig flóttamenn en Schengen-samstarfið gerir hælisleitendum kleift að ferðast óhindrað þvert yfir Evrópu frá Grikklandi eða Ítalíu til Frakklands eða jafnvel Íslands, en eingöngu ef þeir hafa gilda vegabréfsáritun. Sæki flóttamenn um hæli fá þeir heimild til dvalar í því landi á meðan umsókn þeirra er í vinnslu. Til að samræma mál hælisleitenda innan Evrópusambandsins var hin svokallaða Dyflinnarreglugerð undirrituð árið 1990. Hún tók gildi árið 1997 og var síðast uppfærð árið 2013. Henni var ætlað að samhæfa afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd og koma í veg fyrir að mál hælisleitenda væru til meðferðar á sama tíma í mörgum löndum. Í Dyflinnarreglugerðinni er ákvæði sem heimilar stjórnvöldum að senda hælisleitendur aftur til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til.

Ákvæðið hefur verið gagnrýnt þar sem það setur móttöku flóttamanna á hendur of fárra aðildarríkja. Þjóðverjar hafa til dæmis gert athugasemdir við að ríki noti reglugerðina til að koma sér undan því að taka ábyrgð á hælisleitendum. Íslensk stjórnvöld hafa nokkuð verið gagnrýnd vegna notkunar sinnar á ákvæðinu. Þau hafa hins vegar borið því við að lögum samkvæmt beri að senda hælisleitendur til baka til þess Schengen-ríkis sem þeir komu fyrst til.

Heimildir:

Myndir:

...