Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskólans. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja. Guðbjörg Linda hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna og er samstarfsaðili Center for Research on Gender in STEMM við Kaliforníuháskólann UCSD.

Fyrstu rannsóknir Guðbjargar Lindu fjölluðu um íslenska verkalýðshreyfingu og stöðu kynjanna innan hennar, en verkalýðshreyfingin var að hluta kynjaskipt allt fram að síðustu aldamótum. Síðan snérust rannsóknaáherslurnar mikið um vinnutengda heilsu og líðan. Þar kemur einnig við sögu tengsl vinnufyrirkomulags og tækniþróunar, vinnutengd streita, kulnun, áreitni og einelti.

Rannsóknir Guðbjargar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.

Staða erlends vinnuafls og kynjaskiptur vinnumarkaður eru meðal rannsóknaviðfangsefna Guðbjargar Lindu. Hin síðari ár hafa rannsóknir sem lúta að stöðu kynjanna við æðstu stjórnun fyrirtækja og stofnana verið fyrirferðarmiklar, þar á meðal rannsóknir á kynjakvótum. Þá hefur hún beint sjónum að samspili fjölskyldu og atvinnulífs, að tímanum sem valdatæki og á hvern hátt upplýsingatækni og vinna í netheimum kemur þar við sögu. Guðbjörg Linda er í stjórn rannsóknanetverksins NORDICORE sem beinir sjónum að stöðu fólks sem hefur lokið doktorsprófi og starfar innan og utan akademíunnar.

Guðbjörg Linda er fædd árið 1957. Hún lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1995 og MA-prófi frá sama skóla árið 1990. Hún lauk BA-prófi í þjóðfélagsfræði og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands árið 1984 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1978. Eftir heimkomu frá Svíþjóð vann Guðbjörg Linda um skeið við rannsóknir á vinnufyrirkomulagi og líðan ýmissa starfshópa hjá Vinnueftirlitinu og Rannsóknastofu í vinnuvernd.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

8.12.2018

Síðast uppfært

22.5.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2018, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=76698.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 8. desember). Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=76698

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2018. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=76698>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Linda Rafnsdóttir stundað?
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Hún hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskólans. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja. Guðbjörg Linda hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknaverkefna og er samstarfsaðili Center for Research on Gender in STEMM við Kaliforníuháskólann UCSD.

Fyrstu rannsóknir Guðbjargar Lindu fjölluðu um íslenska verkalýðshreyfingu og stöðu kynjanna innan hennar, en verkalýðshreyfingin var að hluta kynjaskipt allt fram að síðustu aldamótum. Síðan snérust rannsóknaáherslurnar mikið um vinnutengda heilsu og líðan. Þar kemur einnig við sögu tengsl vinnufyrirkomulags og tækniþróunar, vinnutengd streita, kulnun, áreitni og einelti.

Rannsóknir Guðbjargar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.

Staða erlends vinnuafls og kynjaskiptur vinnumarkaður eru meðal rannsóknaviðfangsefna Guðbjargar Lindu. Hin síðari ár hafa rannsóknir sem lúta að stöðu kynjanna við æðstu stjórnun fyrirtækja og stofnana verið fyrirferðarmiklar, þar á meðal rannsóknir á kynjakvótum. Þá hefur hún beint sjónum að samspili fjölskyldu og atvinnulífs, að tímanum sem valdatæki og á hvern hátt upplýsingatækni og vinna í netheimum kemur þar við sögu. Guðbjörg Linda er í stjórn rannsóknanetverksins NORDICORE sem beinir sjónum að stöðu fólks sem hefur lokið doktorsprófi og starfar innan og utan akademíunnar.

Guðbjörg Linda er fædd árið 1957. Hún lauk doktorsprófi í félagsfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 1995 og MA-prófi frá sama skóla árið 1990. Hún lauk BA-prófi í þjóðfélagsfræði og kennsluréttindum frá Háskóla Íslands árið 1984 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1978. Eftir heimkomu frá Svíþjóð vann Guðbjörg Linda um skeið við rannsóknir á vinnufyrirkomulagi og líðan ýmissa starfshópa hjá Vinnueftirlitinu og Rannsóknastofu í vinnuvernd.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...