Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?

Sumarliði R. Ísleifsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum í Reykjavík og Hafnarfirði. Þar af voru tvö félög verkamanna, eitt iðnaðarmannafélag, eitt verkakvennafélag og tvö sjómannafélög. Á næstu árum fjölgaði félögunum smám saman. Til dæmis var stofnað verkakvennafélag á Eskifirði árið 1918.

Hvaða viðfangsefni voru það helst sem félögin sinntu á þessum árum? Hafa verður í huga að um þetta leyti var ekki búið að setja lög og reglur um starfsemi verkalýðsfélaga. Því var eitt helsta viðfangsefni þeirra um þetta leyti á fá tilvist sína viðurkennda, að þau gætu og mættu vera fulltrúar launafólks í ákveðnum starfsgreinum.

Verkamenn í grjótnáminu í Öskjuhlíð vegna hafnargerðar í Reykjavík 1913-1917.

Hagsmunamálin sem félögin sinntu á þessum tíma voru margþætt. Þau börðust vitaskuld fyrir því að fá hærri laun fyrir félagsfólk sitt. Hafa má í huga að á þessum tíma var sú leið sjaldnast farin að gera kjarasamninga. Félögin auglýstu einfaldlega taxta sem talið var líklegt að atvinnurekendur gætu fallist á. Sumir þeirra virtu þessa taxta á meðan aðrir reyndu að komast hjá því. Og þá var tekist á. Árið 1918 var þetta ekki síst mikilvægt vegna þess að mikil dýrtíð hafði verið á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Verðlag hækkaði gífurlega á þessum árum vegna verðhækkana erlendis og hækkunar á flutningskostnaði og var áætlað að það hefði meira en þrefaldast á tímabilinu 1914–1919. Kaupmáttur snarminnkaði því og var 1918 einungis ríflega helmingur þess sem hann hafði verið um fjórum árum fyrr, sé miðað við dagvinnutímakaup verkafólks í Reykjavík. Þessi kaupmáttarrýrnun hafði mikil áhrif og lífskjör verkafólks stórversnuðu á þessum tíma samfara auknu atvinnuleysi.

Annað mikilvægt mál á þessum tíma var að fá laun greidd í peningum í stað þess að fá greitt í vörum hjá kaupmanninum sem unnið var fyrir. Það var mikilvægt til þess að geta keypt vörur þar sem verð var hagstæðast. Félögin unnu líka að því að fá bætt verslunarkjör með því stofna pöntunarfélög eða kaupfélög til þess að gera fólki kleift að fá vörur á sem bestu verði. Í Reykjavík var jafnvel stofnuð sérstök brauðgerð til þess að tryggja almenningi brauð á góðu verði. Var það Alþýðubrauðgerðin og tók hún til starfa árið 1918.

Konur við fiskþvott í Keflavík 1912.

Styttri vinnutími var einnig mikilvægt baráttumál, enda höfðu lengst af verið litlar hömlur á því hversu lengi verkafólk var látið vinna – ef vinnu var að hafa. Sérstaklega var þetta brýnt til sjós. Um þetta leyti vann verkalýðshreyfingin að því að fá sett lög um vinnutíma togarasjómanna. Það tókst árið 1921 þegar samþykkt voru svokölluð vökulög sem takmörkuðu vinnutíma þeirra.

Verkalýðshreyfingin vann líka að því að koma á tryggingum fyrir alþýðu manna og árið 1917 voru til dæmis sett lög um slysatryggingu sjómanna. Þá stofnuðu sum verkalýðsfélög samhjálparsjóði til þess að styðja þá félagsmenn sem stóðu höllum fæti og verkalýðsfélögin í Reykjavík kröfðust þess að bærinn legði aukið fé af mörkum í styrki til aldraðra. Verkalýðshreyfingin vann einnig að því að útvega fólki vinnu. Árið 1918 rak Alþýðusambandið til dæmis ráðningaskrifstofu til þess að auðvelda atvinnuleit. Þá var líka í umræðunni nauðsyn þess að byggja verkamannabústaði fyrir alþýðu manna en ekki varð þó af því fyrr en rúmum áratug síðar. Hreyfingunni var líka ljóst að sinna þyrfti menningarmálum og árið 1918 var einmitt rætt um það að koma þyrfti upp öflugu alþýðubókasafni.

Myndir:

Spurningu Guðna Karls er hér svarað að hluta.

Höfundur

Sumarliði R. Ísleifsson

lektor við sagnfræði- og heimspekideild HÍ

Útgáfudagur

29.6.2018

Spyrjandi

Guðni Karl Rosenkjær

Tilvísun

Sumarliði R. Ísleifsson . „Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2018, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75806.

Sumarliði R. Ísleifsson . (2018, 29. júní). Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75806

Sumarliði R. Ísleifsson . „Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2018. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75806>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?
Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum í Reykjavík og Hafnarfirði. Þar af voru tvö félög verkamanna, eitt iðnaðarmannafélag, eitt verkakvennafélag og tvö sjómannafélög. Á næstu árum fjölgaði félögunum smám saman. Til dæmis var stofnað verkakvennafélag á Eskifirði árið 1918.

Hvaða viðfangsefni voru það helst sem félögin sinntu á þessum árum? Hafa verður í huga að um þetta leyti var ekki búið að setja lög og reglur um starfsemi verkalýðsfélaga. Því var eitt helsta viðfangsefni þeirra um þetta leyti á fá tilvist sína viðurkennda, að þau gætu og mættu vera fulltrúar launafólks í ákveðnum starfsgreinum.

Verkamenn í grjótnáminu í Öskjuhlíð vegna hafnargerðar í Reykjavík 1913-1917.

Hagsmunamálin sem félögin sinntu á þessum tíma voru margþætt. Þau börðust vitaskuld fyrir því að fá hærri laun fyrir félagsfólk sitt. Hafa má í huga að á þessum tíma var sú leið sjaldnast farin að gera kjarasamninga. Félögin auglýstu einfaldlega taxta sem talið var líklegt að atvinnurekendur gætu fallist á. Sumir þeirra virtu þessa taxta á meðan aðrir reyndu að komast hjá því. Og þá var tekist á. Árið 1918 var þetta ekki síst mikilvægt vegna þess að mikil dýrtíð hafði verið á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Verðlag hækkaði gífurlega á þessum árum vegna verðhækkana erlendis og hækkunar á flutningskostnaði og var áætlað að það hefði meira en þrefaldast á tímabilinu 1914–1919. Kaupmáttur snarminnkaði því og var 1918 einungis ríflega helmingur þess sem hann hafði verið um fjórum árum fyrr, sé miðað við dagvinnutímakaup verkafólks í Reykjavík. Þessi kaupmáttarrýrnun hafði mikil áhrif og lífskjör verkafólks stórversnuðu á þessum tíma samfara auknu atvinnuleysi.

Annað mikilvægt mál á þessum tíma var að fá laun greidd í peningum í stað þess að fá greitt í vörum hjá kaupmanninum sem unnið var fyrir. Það var mikilvægt til þess að geta keypt vörur þar sem verð var hagstæðast. Félögin unnu líka að því að fá bætt verslunarkjör með því stofna pöntunarfélög eða kaupfélög til þess að gera fólki kleift að fá vörur á sem bestu verði. Í Reykjavík var jafnvel stofnuð sérstök brauðgerð til þess að tryggja almenningi brauð á góðu verði. Var það Alþýðubrauðgerðin og tók hún til starfa árið 1918.

Konur við fiskþvott í Keflavík 1912.

Styttri vinnutími var einnig mikilvægt baráttumál, enda höfðu lengst af verið litlar hömlur á því hversu lengi verkafólk var látið vinna – ef vinnu var að hafa. Sérstaklega var þetta brýnt til sjós. Um þetta leyti vann verkalýðshreyfingin að því að fá sett lög um vinnutíma togarasjómanna. Það tókst árið 1921 þegar samþykkt voru svokölluð vökulög sem takmörkuðu vinnutíma þeirra.

Verkalýðshreyfingin vann líka að því að koma á tryggingum fyrir alþýðu manna og árið 1917 voru til dæmis sett lög um slysatryggingu sjómanna. Þá stofnuðu sum verkalýðsfélög samhjálparsjóði til þess að styðja þá félagsmenn sem stóðu höllum fæti og verkalýðsfélögin í Reykjavík kröfðust þess að bærinn legði aukið fé af mörkum í styrki til aldraðra. Verkalýðshreyfingin vann einnig að því að útvega fólki vinnu. Árið 1918 rak Alþýðusambandið til dæmis ráðningaskrifstofu til þess að auðvelda atvinnuleit. Þá var líka í umræðunni nauðsyn þess að byggja verkamannabústaði fyrir alþýðu manna en ekki varð þó af því fyrr en rúmum áratug síðar. Hreyfingunni var líka ljóst að sinna þyrfti menningarmálum og árið 1918 var einmitt rætt um það að koma þyrfti upp öflugu alþýðubókasafni.

Myndir:

Spurningu Guðna Karls er hér svarað að hluta.

...