Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?

Guðmundur Jónsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Íslendingar voru fátæk þjóð þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og enn fátækari þegar henni lauk. Hagur þeirra hafði reyndar farið batnandi allt frá lokum 19. aldar en samt voru þeir meðal fátækustu þjóða Vestur-Evrópu. Það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að Ísland komst í hóp ríkustu landa heims.

Samanburður á ríkidæmi þjóða árið 1918 er erfiður vegna þess að þá var allt á hverfanda hveli í Evrópu vegna styrjaldarinnar, mannfall óskaplegt, eyðilegging mikil og efnahagur ríkja stórskaddaður. Mat á auðlegð og tekjum þjóða er því undirorpið mikilli óvissu. Í línuritinu hér að neðan er samanburður á landsframleiðslu á mann á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1910–1930. Á því má sjá að Íslendingar voru fátækastir allra Norðurlandaþjóða árið 1918 að undanskildum Finnum sem áttu í miklum efnahagsþrengingum af völdum borgarastríðs og sjálfrar heimsstyrjaldarinnar. Það er athyglisvert að Ísland er ekki nema hálfdrættingur á við móðurlandið Danmörku á fullveldisárinu 1918. Línuritið sýnir einnig að öll Norðurlöndin verða fyrir skakkaföllum í stríðinu, fyrstu eitt til tvö árin eru að vísu hagfelld en svo sígur á ógæfuhliðina og nær efnahagslífið botni árið 1918.

Línurit sem sýnir landframleiðslu á mann á Norðurlöndunum 1910–1930 á verðlagi 1913.

Af hverju voru Íslendingar svona fátækir í samanburði við íbúa annarra Norðurlanda? Svarið er ekki einfalt, en ein meginskýringin er sú að enn stundaði stór hluti þjóðarinnar atvinnu sem gaf lítið í aðra hönd miðað við þá búskaparhætti og tækni sem þá tíðkuðust. Þetta á sérstaklega við um landbúnað sem næstum 60% þjóðarinnar höfðu atvinnu af. Hvergi á Norðurlöndum var landbúnaður eins stór þáttur í atvinnulífi ef undan er skilið Finnland, en einmitt þar var landsframleiðsla álíka lítil og á Íslandi.

Stór hluti hluti þjóðarinnar stundaði atvinnu sem gaf lítið í aðra hönd miðað við þá búskaparhætti og tækni sem þá tíðkuðust. Þetta á sérstaklega við um landbúnað sem næstum 60% þjóðarinnar höfðu atvinnu af. Myndin sýnir mann reka kindur niður Hverfisgötu á árunum 1920-1930.

Á styrjaldarárunum skertust lífskjör mikið. Verðbólga, vöruskortur, óhagstæð kjör utanlandsverslunar og atvinnuleysi lögðust á eitt um að breiða út fátækt í landinu. Afskipti Breta af Íslandsmálum gerðu illt verra. Landsframleiðsla á mann féll úr 538 kr. 1913 í 419 kr. 1918 og nam því samdráttur hennar á stríðsárunum 22%. Hundruð fjölskyldna í kaupstöðum þurftu sérstaka hjálp yfirvalda til að geta framfleytt sér á fullveldisárinu 1918. Gífurleg röskun varð á tekjuskiptingu í landinu. Talið er að kaupmáttur launa verkafólks hafi skerst um 30% og yfirleitt fóru þeir sem lifðu á launatekjum illa út úr stríðinu. Meira að segja embættismenn, sem voru hálaunahópur í samfélaginu, kvörtuðu sáran yfir kjörum sínum. Á hinn bóginn græddu þær stéttir sem höfðu vörur að selja og við stórhækkun á verðlagi myndaðist stríðsgróði. Bændur nutu hækkandi afurðaverðs 1914 og 1915 en eftir það snöggversnuðu hagir þeirra. Útgerðarmenn nutu aðeins lengur hagstæðra viðskiptakjara en einkum var það þó verslunarstéttin, sér í lagi heildsalar, sem græddi mikið á stríðsárunum.

Myndir:

Höfundur

Guðmundur Jónsson

prófessor í sagnfræði, Hugvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

15.10.2018

Spyrjandi

Helena

Tilvísun

Guðmundur Jónsson. „Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?“ Vísindavefurinn, 15. október 2018, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75968.

Guðmundur Jónsson. (2018, 15. október). Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75968

Guðmundur Jónsson. „Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?“ Vísindavefurinn. 15. okt. 2018. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75968>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Voru Íslendingar rík þjóð árið 1918?
Íslendingar voru fátæk þjóð þegar heimsstyrjöldin fyrri hófst og enn fátækari þegar henni lauk. Hagur þeirra hafði reyndar farið batnandi allt frá lokum 19. aldar en samt voru þeir meðal fátækustu þjóða Vestur-Evrópu. Það var ekki fyrr en í heimsstyrjöldinni síðari að Ísland komst í hóp ríkustu landa heims.

Samanburður á ríkidæmi þjóða árið 1918 er erfiður vegna þess að þá var allt á hverfanda hveli í Evrópu vegna styrjaldarinnar, mannfall óskaplegt, eyðilegging mikil og efnahagur ríkja stórskaddaður. Mat á auðlegð og tekjum þjóða er því undirorpið mikilli óvissu. Í línuritinu hér að neðan er samanburður á landsframleiðslu á mann á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 1910–1930. Á því má sjá að Íslendingar voru fátækastir allra Norðurlandaþjóða árið 1918 að undanskildum Finnum sem áttu í miklum efnahagsþrengingum af völdum borgarastríðs og sjálfrar heimsstyrjaldarinnar. Það er athyglisvert að Ísland er ekki nema hálfdrættingur á við móðurlandið Danmörku á fullveldisárinu 1918. Línuritið sýnir einnig að öll Norðurlöndin verða fyrir skakkaföllum í stríðinu, fyrstu eitt til tvö árin eru að vísu hagfelld en svo sígur á ógæfuhliðina og nær efnahagslífið botni árið 1918.

Línurit sem sýnir landframleiðslu á mann á Norðurlöndunum 1910–1930 á verðlagi 1913.

Af hverju voru Íslendingar svona fátækir í samanburði við íbúa annarra Norðurlanda? Svarið er ekki einfalt, en ein meginskýringin er sú að enn stundaði stór hluti þjóðarinnar atvinnu sem gaf lítið í aðra hönd miðað við þá búskaparhætti og tækni sem þá tíðkuðust. Þetta á sérstaklega við um landbúnað sem næstum 60% þjóðarinnar höfðu atvinnu af. Hvergi á Norðurlöndum var landbúnaður eins stór þáttur í atvinnulífi ef undan er skilið Finnland, en einmitt þar var landsframleiðsla álíka lítil og á Íslandi.

Stór hluti hluti þjóðarinnar stundaði atvinnu sem gaf lítið í aðra hönd miðað við þá búskaparhætti og tækni sem þá tíðkuðust. Þetta á sérstaklega við um landbúnað sem næstum 60% þjóðarinnar höfðu atvinnu af. Myndin sýnir mann reka kindur niður Hverfisgötu á árunum 1920-1930.

Á styrjaldarárunum skertust lífskjör mikið. Verðbólga, vöruskortur, óhagstæð kjör utanlandsverslunar og atvinnuleysi lögðust á eitt um að breiða út fátækt í landinu. Afskipti Breta af Íslandsmálum gerðu illt verra. Landsframleiðsla á mann féll úr 538 kr. 1913 í 419 kr. 1918 og nam því samdráttur hennar á stríðsárunum 22%. Hundruð fjölskyldna í kaupstöðum þurftu sérstaka hjálp yfirvalda til að geta framfleytt sér á fullveldisárinu 1918. Gífurleg röskun varð á tekjuskiptingu í landinu. Talið er að kaupmáttur launa verkafólks hafi skerst um 30% og yfirleitt fóru þeir sem lifðu á launatekjum illa út úr stríðinu. Meira að segja embættismenn, sem voru hálaunahópur í samfélaginu, kvörtuðu sáran yfir kjörum sínum. Á hinn bóginn græddu þær stéttir sem höfðu vörur að selja og við stórhækkun á verðlagi myndaðist stríðsgróði. Bændur nutu hækkandi afurðaverðs 1914 og 1915 en eftir það snöggversnuðu hagir þeirra. Útgerðarmenn nutu aðeins lengur hagstæðra viðskiptakjara en einkum var það þó verslunarstéttin, sér í lagi heildsalar, sem græddi mikið á stríðsárunum.

Myndir:

...