Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?

Borgþór Kjærnested

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, oft barnmargar fjölskyldur sem bjuggu við kröpp kjör.

Hugmyndafræði sósíalismans barst til landsins frá Þýskalandi undir lok 19. aldar og hafði mikil áhrif á viðhorf verkalýðsins. Nokkrir atvinnurekendur tóku kenningar sósíalistanna til sín og komu á átta stunda vinnudegi í fyrirtækjum sínum. Langflestir atvinnurekendur litu þó á kenningar sósíalistanna sem ógn við „frjálsa“ atvinnustarfsemi og snerust snemma til varnar.

Eftir mikinn uppgang í finnsku efnahagslífi undir lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. kom kröpp efnahagslægð í kjölfar heimstyrjaldarinnar fyrri sem hófst í ágúst 1914. Innflutningur matvæla frá Bandaríkjunum stöðvaðist nær alveg vegna kafbátahernaðar Þjóðverja og verð á matvælum snarhækkaði sem gerði þrengingar verkafólks enn verri en ella.

Kröfuganga í Helsinki 1917 þar sem krafist var 8 stunda vinnudags.

Finnland var ekki sjálfstætt ríki á þessum tíma heldur stórhertogadæmi sem heyrði undir rússneska keisarann, en með eigið þing. Frá haustinu 1914 og fram til ársins 1917 fór fjöldi ungra karla úr landi og leitaði eftir inngöngu í þýska herinn. Þessir menn litu á stríð Þjóðverja við Rússa sem einskonar upphaf frelsisbaráttu Finna og stofnun sjálfstæðs ríkis en almennur stuðningur við hugmyndir þessara ungmenna var aldrei víðtækur.

Finnar höfðu snemma komið sér upp varðliðasveitum til að halda uppi lögum og reglu við verkfallsátök, í fyrsta sinn 1905. Þetta voru sveitir hvítliða (borgaraflokkanna) og rauðliða (verkalýðshreyfingarinnar). Oft kom til átaka milli þessara flokka í verkföllum sem fóru harðnandi eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914. Árið 1916 náðu jafnaðarmenn hreinum meirihluta á finnska þinginu og leiðtogi þeirra Oskari Tokoi (1873-1963) varð forsætisráðherra. Þessi ríkisstjórn sem stóð frammi fyrir miklum efnahagsvanda innleiddi skömmtun matvæla og samþykkti kröfur verkamanna um átta stunda vinnudag.

Rússneskir hermenn í Helsinki í mars 1917. Þeir áttu að tryggja stöðugleika í Finnlandi en eftir febrúarbyltinguna 1917 var vera þeirra í landinu umdeild og jók á spennu milli fylkinga.

Í kosningum haustið 1917 misstu jafnaðarmenn meirihlutann á þingi. Febrúarbyltingin í Rússlandi fyrr þetta sama ár og afsögn Rússakeisara í kjölfarið hafði leitt til þess að staða Finnlands sem stórhertogadæmis var nokkuð óljós. Áður en stjórn jafnaðarmanna fór frá lagði hún til að unnið yrði að sjálfstæði Finnlands og að skipuð yrði samninganefnd um málið, annars vegar með fulltrúum finnska þingsins og hins vegar fulltrúum Rússa. Borgaraflokkarnir sýndu tillögunni hins vegar lítinn áhuga, þeir vildu halda í samskiptin við Rússland því mikið var í húfi fyrir efnahagslífið.

Þegar nýja þingið kom saman haustið 1917 hafði þróun mála í Rússlandi tekið aðra stefnu því í byrjun nóvember hrifsuðu bolsévikar til sín völdin. Nú vildu borgaraflokkarnir losna úr tengslum við Rússland sem allra fyrst. Nýja finnska ríkisstjórnin hafði því hraðar hendur og samþykkti yfirlýsingu um sjálfstæði Finnlands með 100 atkvæðum gegn 88 atkvæðum jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn vildu heldur fara þá leið sem þeir höfðu gert tillögu um áður sem byggðist á samningaviðræðum milli landanna. Fulltrúar jafnaðarmanna höfðu skömmu áður fundað með Lenín og félögum í Pétursborg og hvatt þá til að styðja stofnun fullvalda ríkis í Finnlandi. Lenín féllst á þá hugmynd en hvatti Finna til að gera byltingu í kjölfarið og tengjast nýju sósíalísku ríki Rússlands sem væri í mótun. Finnskum jafnaðarmönnum leist ekki illa á hugmyndina.

Þann 4. desember 1917 lagði stjórn borgarflokkanna fram yfirlýsingu um sjálfstætt Finnland. Tillagan var samþykkt tveimur dögum síðar.

Eftir að ríkisstjórn borgaraflokkanna undir forystu Pehr Evind Svinhufvud (1861–1944) hafði fengið sjálfstæðisyfirlýsinguna samþykkta á finnska þinginu leitaði hún eftir viðurkenningu annarra þjóða. Fyrst var leitað til Þjóðverja og Svía sem vitað var að voru jákvæðir í garð sjálfstæðis Finnlands en þeir höfnuðu hugmyndinni, Finnar yrðu að fá viðurkenningu stjórnvalda í Rússlandi áður en önnur ríki gætu viðurkennt fullveldið.

Þjóðverjar lögðu til að Finnar sneru sér til Leníns og stjórnar hans sem nú hafði tekið völdin í Pétursborg. Finnska stjórnin gerði út sendinefnd til Pétursborgar undir lok desember til þess að fá formlega viðurkenningu á sjálfstæði. Eftir að hafa setið og beðið úti á gangi í tvo daga, kom starfsmaður bolsévika fram með viðurkenninguna, stimplaða og undirritaða af meðal annars Lenín (1870-1924), Trotskí (1879-1940) og Stalín (1878-1953). Carl Enckel (1876-1959) sem fór með utanríkismálin í ríkisstjórn Finna spurði hvort Finnar gætu ekki fengið að hitta Lenín sjálfan. Lenín kom þá fram og spurði hvort menn væru ekki enn orðnir sáttir. Þeir kváðu svo vera en þar sem þetta væri söguleg stund vildu þeir fá að þakka fyrir sig með handabandi.

Ástandið í Finnlandi hafði farið hraðversnandi allan desembermánuð og viðurkenning á fullveldi landsins náið ekki að slá á þá spennu sem var á milli flokka. Hvítliðar borgarastéttarinnar og rauðliðasveitir verkamanna söfnuðu að sér vopnum. Stjórnin réð til sín hershöfðingjann Carl Gústaf Mannerheim (1867-1951), sem hafði verið í þjónustu Rússakeisara um langt árabil, til þess að taka við stjórn hersveita hvítliðanna. Mannerheim hafði fylgst með valdaráni bolsévikanna í Pétursborg og í ljósi spennu á milli fylkinga í Finnlandi lagði hann til í janúar 1918 að ríkisstjórnin færi burt úr höfuðborginni ásamt þingmönnum sínum til borgarinnar Vasa á vesturströnd landsins.

Í kjölfar uppreisnar jafnaðarmanna í janúar 1918 kom til vopnaðra átaka á milli hvítliða og rauðliða sem kostuðu á endanum tugi þúsunda mannslífa.

Framkvæmdaráð jafnaðarmanna ákvað 25. janúar að flokkurinn tæki völdin og á miðnætti 28. janúar var kveikt rautt ljós í turni alþýðuhússins í Helsinki. Þá um morguninn gengu rauðliðarnir fylktu liði yfir brúna frá verkamannahverfinu yfir til hverfa miðborgarinnar og yfirtóku stjórnarskrifstofurnar. Allt fór friðsamlega fram. Nokkrum embættismönnum var stungið í steininn. Hins vegar mistókst að grípa ráðherrana og forystumenn hvítliða því þeir voru farnir til Vasa.

Það sem á eftir kom var hins vegar ekki eins friðsamlegt. Vopnuð átök brutust út á milli rauðliða og hvítliða og stóðu yfir í nokkra mánuði eða fram í maí 1918. Að endingu höfðu hvítliðar betur en þessi borgarastyrjöld kostaði tugi þúsunda mannslífa og skildi eftir sig djúp sár sem enn eru ekki að fullu gróin.

Hægt er að lesa meira um sögu Finnlands og aðdraganda uppreisnar finnskra jafnaðarmanna í bókinni Milli steins og sleggju eftir Borgþór Kjærnested.

Myndir:

Spurningu Jóhönnu er hér svarað að hluta.

Höfundur

Borgþór Kjærnested

rithöfundur og þýðandi

Útgáfudagur

27.3.2018

Spyrjandi

Jóhanna Þ.

Tilvísun

Borgþór Kjærnested. „Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2018, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75335.

Borgþór Kjærnested. (2018, 27. mars). Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75335

Borgþór Kjærnested. „Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2018. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju varð borgarastríð í Finnlandi 1918?
Finnland var meðal fátækustu landa Evrópu við aldamótin 1900. Um 1/3 hluti landsmanna var yfir- og millistétt sem bjó við margfalt betri kjör en 2/3 landsmanna. Þeir verr settu voru til dæmis iðnverkamenn í borgum og bæjum og íbúar landsbyggðarinnar, fátækir kotbændur og fiskimenn við suður- og vesturströndina, oft barnmargar fjölskyldur sem bjuggu við kröpp kjör.

Hugmyndafræði sósíalismans barst til landsins frá Þýskalandi undir lok 19. aldar og hafði mikil áhrif á viðhorf verkalýðsins. Nokkrir atvinnurekendur tóku kenningar sósíalistanna til sín og komu á átta stunda vinnudegi í fyrirtækjum sínum. Langflestir atvinnurekendur litu þó á kenningar sósíalistanna sem ógn við „frjálsa“ atvinnustarfsemi og snerust snemma til varnar.

Eftir mikinn uppgang í finnsku efnahagslífi undir lok 19. aldar og upphafi þeirrar 20. kom kröpp efnahagslægð í kjölfar heimstyrjaldarinnar fyrri sem hófst í ágúst 1914. Innflutningur matvæla frá Bandaríkjunum stöðvaðist nær alveg vegna kafbátahernaðar Þjóðverja og verð á matvælum snarhækkaði sem gerði þrengingar verkafólks enn verri en ella.

Kröfuganga í Helsinki 1917 þar sem krafist var 8 stunda vinnudags.

Finnland var ekki sjálfstætt ríki á þessum tíma heldur stórhertogadæmi sem heyrði undir rússneska keisarann, en með eigið þing. Frá haustinu 1914 og fram til ársins 1917 fór fjöldi ungra karla úr landi og leitaði eftir inngöngu í þýska herinn. Þessir menn litu á stríð Þjóðverja við Rússa sem einskonar upphaf frelsisbaráttu Finna og stofnun sjálfstæðs ríkis en almennur stuðningur við hugmyndir þessara ungmenna var aldrei víðtækur.

Finnar höfðu snemma komið sér upp varðliðasveitum til að halda uppi lögum og reglu við verkfallsátök, í fyrsta sinn 1905. Þetta voru sveitir hvítliða (borgaraflokkanna) og rauðliða (verkalýðshreyfingarinnar). Oft kom til átaka milli þessara flokka í verkföllum sem fóru harðnandi eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út 1914. Árið 1916 náðu jafnaðarmenn hreinum meirihluta á finnska þinginu og leiðtogi þeirra Oskari Tokoi (1873-1963) varð forsætisráðherra. Þessi ríkisstjórn sem stóð frammi fyrir miklum efnahagsvanda innleiddi skömmtun matvæla og samþykkti kröfur verkamanna um átta stunda vinnudag.

Rússneskir hermenn í Helsinki í mars 1917. Þeir áttu að tryggja stöðugleika í Finnlandi en eftir febrúarbyltinguna 1917 var vera þeirra í landinu umdeild og jók á spennu milli fylkinga.

Í kosningum haustið 1917 misstu jafnaðarmenn meirihlutann á þingi. Febrúarbyltingin í Rússlandi fyrr þetta sama ár og afsögn Rússakeisara í kjölfarið hafði leitt til þess að staða Finnlands sem stórhertogadæmis var nokkuð óljós. Áður en stjórn jafnaðarmanna fór frá lagði hún til að unnið yrði að sjálfstæði Finnlands og að skipuð yrði samninganefnd um málið, annars vegar með fulltrúum finnska þingsins og hins vegar fulltrúum Rússa. Borgaraflokkarnir sýndu tillögunni hins vegar lítinn áhuga, þeir vildu halda í samskiptin við Rússland því mikið var í húfi fyrir efnahagslífið.

Þegar nýja þingið kom saman haustið 1917 hafði þróun mála í Rússlandi tekið aðra stefnu því í byrjun nóvember hrifsuðu bolsévikar til sín völdin. Nú vildu borgaraflokkarnir losna úr tengslum við Rússland sem allra fyrst. Nýja finnska ríkisstjórnin hafði því hraðar hendur og samþykkti yfirlýsingu um sjálfstæði Finnlands með 100 atkvæðum gegn 88 atkvæðum jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn vildu heldur fara þá leið sem þeir höfðu gert tillögu um áður sem byggðist á samningaviðræðum milli landanna. Fulltrúar jafnaðarmanna höfðu skömmu áður fundað með Lenín og félögum í Pétursborg og hvatt þá til að styðja stofnun fullvalda ríkis í Finnlandi. Lenín féllst á þá hugmynd en hvatti Finna til að gera byltingu í kjölfarið og tengjast nýju sósíalísku ríki Rússlands sem væri í mótun. Finnskum jafnaðarmönnum leist ekki illa á hugmyndina.

Þann 4. desember 1917 lagði stjórn borgarflokkanna fram yfirlýsingu um sjálfstætt Finnland. Tillagan var samþykkt tveimur dögum síðar.

Eftir að ríkisstjórn borgaraflokkanna undir forystu Pehr Evind Svinhufvud (1861–1944) hafði fengið sjálfstæðisyfirlýsinguna samþykkta á finnska þinginu leitaði hún eftir viðurkenningu annarra þjóða. Fyrst var leitað til Þjóðverja og Svía sem vitað var að voru jákvæðir í garð sjálfstæðis Finnlands en þeir höfnuðu hugmyndinni, Finnar yrðu að fá viðurkenningu stjórnvalda í Rússlandi áður en önnur ríki gætu viðurkennt fullveldið.

Þjóðverjar lögðu til að Finnar sneru sér til Leníns og stjórnar hans sem nú hafði tekið völdin í Pétursborg. Finnska stjórnin gerði út sendinefnd til Pétursborgar undir lok desember til þess að fá formlega viðurkenningu á sjálfstæði. Eftir að hafa setið og beðið úti á gangi í tvo daga, kom starfsmaður bolsévika fram með viðurkenninguna, stimplaða og undirritaða af meðal annars Lenín (1870-1924), Trotskí (1879-1940) og Stalín (1878-1953). Carl Enckel (1876-1959) sem fór með utanríkismálin í ríkisstjórn Finna spurði hvort Finnar gætu ekki fengið að hitta Lenín sjálfan. Lenín kom þá fram og spurði hvort menn væru ekki enn orðnir sáttir. Þeir kváðu svo vera en þar sem þetta væri söguleg stund vildu þeir fá að þakka fyrir sig með handabandi.

Ástandið í Finnlandi hafði farið hraðversnandi allan desembermánuð og viðurkenning á fullveldi landsins náið ekki að slá á þá spennu sem var á milli flokka. Hvítliðar borgarastéttarinnar og rauðliðasveitir verkamanna söfnuðu að sér vopnum. Stjórnin réð til sín hershöfðingjann Carl Gústaf Mannerheim (1867-1951), sem hafði verið í þjónustu Rússakeisara um langt árabil, til þess að taka við stjórn hersveita hvítliðanna. Mannerheim hafði fylgst með valdaráni bolsévikanna í Pétursborg og í ljósi spennu á milli fylkinga í Finnlandi lagði hann til í janúar 1918 að ríkisstjórnin færi burt úr höfuðborginni ásamt þingmönnum sínum til borgarinnar Vasa á vesturströnd landsins.

Í kjölfar uppreisnar jafnaðarmanna í janúar 1918 kom til vopnaðra átaka á milli hvítliða og rauðliða sem kostuðu á endanum tugi þúsunda mannslífa.

Framkvæmdaráð jafnaðarmanna ákvað 25. janúar að flokkurinn tæki völdin og á miðnætti 28. janúar var kveikt rautt ljós í turni alþýðuhússins í Helsinki. Þá um morguninn gengu rauðliðarnir fylktu liði yfir brúna frá verkamannahverfinu yfir til hverfa miðborgarinnar og yfirtóku stjórnarskrifstofurnar. Allt fór friðsamlega fram. Nokkrum embættismönnum var stungið í steininn. Hins vegar mistókst að grípa ráðherrana og forystumenn hvítliða því þeir voru farnir til Vasa.

Það sem á eftir kom var hins vegar ekki eins friðsamlegt. Vopnuð átök brutust út á milli rauðliða og hvítliða og stóðu yfir í nokkra mánuði eða fram í maí 1918. Að endingu höfðu hvítliðar betur en þessi borgarastyrjöld kostaði tugi þúsunda mannslífa og skildi eftir sig djúp sár sem enn eru ekki að fullu gróin.

Hægt er að lesa meira um sögu Finnlands og aðdraganda uppreisnar finnskra jafnaðarmanna í bókinni Milli steins og sleggju eftir Borgþór Kjærnested.

Myndir:

Spurningu Jóhönnu er hér svarað að hluta.

...